Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 2
2 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Einar Karl Haraldsson tók þátt í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík og er talinn koma til álita í
fimmta sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjör-
dæmanna. Rætt hefur verið við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur að hún taki fimmta sætið á framboðs-
lista Samfylkingarinnar og veitti Ingibjörg jákvætt
svar við þeirri umleitun í gær.
Vel. Það hefur alltaf verið eindregin skoðun
okkar að það myndi styrkja listann og Sam-
fylkinguna.
SPURNING DAGSINS
Hvernig líst þér á borgar-
stjóra í fimmta sætið?
DÓMSMÁL Hálfþrítugur karl-
maður var í gær dæmdur í
átján mánaða fangelsi fyrir
þrjár líkamsárásir í fyrra.
Rúmlega tvítugur piltur var
dæmdur í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir þátt-
töku í einni árásinni.
Eldri maðurinn var fjórum
sinnum dæmdur fyrir líkams-
árásir á árunum 1997 til 2000.
Daginn fyrir fyrstu árásina í
fyrra var honum veitt reynslu-
lausn. Þetta þótti Héraðsdómi
Reykjavíkur sýna einbeittan
og styrkan brotavilja mannsins.
Sérstaklega er tiltekið að árásir
hans beinist að höfði fórnar-
lambanna.
Fyrsta árásin í fyrra var
gerð við Umferðarmiðstöðina
í maí. Þar réðist eldri maður-
inn á hálffertugan mann og
sló hann niður. Afleiðingarnar
fyrir fórnarlambið eru meðal
annars varanleg tvísýni vegna
skertrar hreyfigetu á auga.
Næst kinnbeinsbraut mað-
urinn sextán ára pilt á Lækj-
artorgi í júní.
Sameiginlega árásin var
gerð í ágúst. Þá réðust hinir
dæmdu saman með höggum
og spörkum að hálffertugum
manni í miðbænum. Eldri maður-
inn sparkaði síðan í fórnarlambið
þar sem það lá ósjálfbjarga á
jörðinni. ■
Ofbeldismaður aftur í fangelsi:
Líkamsárás daginn
eftir reynslulausn
LITLA-HRAUN
Hálfþrítugur maður sem fjórum sinnum
áður hefur verið dæmdur fyrir ofbeldisverk
sín er á leið á Litla-Hraun aftur eftir þrjár
líkamsárásir í fyrra.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Hann segir enga hefð fyrir því að Ingibjörg
Sólrún standi við orð sín.
Guðlaugur Þór:
Ingibjörg
þreytt
á borgar-
málunum
STJÓRNMÁL „Mér líst mjög vel á að
Ingibjörg Sólrún taki sæti á lista
Samfylkingarinnar,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og frambjóðandi á lista
flokksins til alþingiskosninga í
vor. „Við erum ekki sammála um
marga hluti en skoðanir okkar
fara saman í því að Samfylkingin
eigi ekki að vera bæði í ríkisstjórn
og borgarstjórn. En það er að vísu
vegna ólíkra sjónarmiða því hún
segir það hættulegt lýðræðinu að
sami flokkur stjórni bæði landinu
og borginni.“
Guðlaugur segir að ef hún ætli
að beita sér fyrir að Samfylkingin
fari ekki í ríkisstjórn þá sé það
frábært. „Mér finnst það ekki við
hæfi að velta henni upp úr því að
hún standi ekki við orð sín því það
er engin hefð fyrir því að hún geri
það. Þetta kemur mér því alls ekki
á óvart enda er ekki annað að sjá
en hún sé orðin þreytt á borgar-
málunum.“ ■
FÍKNIEFNI Ríkissaksóknari hefur
ákært tæplega sextugan Þjóð-
verja fyrir að hafa 24. október
flutt hingað til lands í ágóðaskyni
tæplega eitt og hálft kíló af kóka-
íni. Með því hafi Þjóðverjinn
brotið gegn lögum um ávana- og
fíkniefni. Þykir sýnt að hinum
ákærða hafi verið ljóst að kókaín-
ið hafi að verulegu leyti verið
ætlað til sölu hér á landi. Efnið
flutti Þjóðverjinn falið innan-
klæða og fannst það eftir komu
hans með flugi frá Kaupmanna-
höfn.
Annar Þjóðverji er nú í haldi
lögreglunnar í Reykjavík og er sá
á sextugsaldri. Reyndi hann 7.
nóvember síðastliðinn að smygla
inn til landsins níu hundruð
grömmum af amfetamíni og um
hálfu kílói af hassi. Maðurinn var
handtekinn og í framhaldinu
voru tveir Íslendingar um þrítugt
handteknir grunaðir um að eiga
aðild að málinu. Gæsluvarðhalds-
úrskurður sem hafði verið fram-
lengdur yfir Þjóðverjanum og
öðrum Íslendingi rennur út á
morgun. ■
Þjóðverji ákærður fyrir kókaínsmygl:
Rannsókn á öðrum
Þjóðverja stendur yfir
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Ríkissaksóknari fer fram á að Þjóðverjinn
verði ákærður til refsingar. Þá er þess kraf-
ist að umrætt kókaín verði gert upptækt.
ÍBÚÐABYGGÐ VIÐ REYKJALUND
Stefnt er að því að koma fyrir
íbúðabyggð norðan, austan og
suðaustan við Reykjalund í Mos-
fellsbæ. Skipulags- og byggingar-
nefnd Mosfellsbæjar hefur sam-
þykkt þetta. Nefndin fellst ekki á
að komið verði fyrir íbúðarsvæði
vestan Varmár.
Ferðaþjónusta:
Greiði inn
hlutafé
DÓMSMÁL Gísla Erni Lárussyni
lögmanni hefur í Héraðsdómi
Reykjavíkur verið gert að greiða
Allra handa hf. 4,4 miljónir króna
vegna vangreidds hlutafjár í
sameiginlega hlutafélagið Arct-
ic-ferðaþjónustuna hf. Félagið
tók við skuldbindingum Emerald
Air-flugfélagsins hér á landi
vegna flugleiðanna milli Kefla-
víkur og Belfast og London.
Rekstur Arctic-ferðaþjónust-
unnar varð afar skammlífur, að-
eins rúmur mánuður. Útkoman
var verulegt tap. ■
Árni Þór og Alfreð:
Vilja ekki
tjá sig
STJÓRNMÁL „Ég vil ekki tjá mig
neitt um málið eins og sakir
standa. Frá Ingibjörgu hef ég
ekki heyrt og því vil ég ekki
ræða þetta mál fyrr en á morgun
(fimmtudag),“ sagði Árni Þór
Sigurðsson, forseti borgarstjórn-
ar og efsti maður vinstri grænna
á Reykjavíkurlistanum, þegar
hann var spurður um viðbrögð
sín við þeirri ákvörðun Ingi-
bjargar að bjóða sig fram til Al-
þingis.
Alfreð Þorsteinsson, borgar-
fulltrúi og framsóknarmaður,
neitaði einnig að tjá sig um
málið. ■
INNLENT
Staðgreiðsluhlutfall á
næsta ári:
Nær óbreytt
SKATTAR Staðgreiðsluhlutfall á
næsta ári verður 38,55% saman-
borið við 38,54% á þessu ári.
Hækkun á milli ára verður 0,01%.
Tekjuskattur á næsta ári verð-
ur 25,75%, sá sami og á yfirstand-
andi ári. Meðalútsvar á næsta ári
verður 12,80%, hækkar um 0,01%
frá því sem nú er. Af 105 sveitar-
félögum ætla 64 að innheimta
hámarksútsvar, 13,03%, en 4
sveitarfélög verða með lágmarks-
útsvar, 11,24%. Áætlað er að 126
milljarðar króna verði innheimtir
með staðgreiðslu á næsta ári. Þar
af renna um 64 milljarðar króna
til sveitarfélaga en um 62 millj-
arðar til ríkissjóðs. ■
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingar, vonast til
þess að framboð Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur borgarstjóra í
fimmta sæti á framboðslista
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður ríði baggamuninn í barátt-
unni um að koma
ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og
Framsóknarflokks
frá völdum. Að
þessu leyti standi
S a m f y l k i n g i n
frammi fyrir sögu-
legu tækifæri.
„Við þær aðstæður
er nauðsynlegt að allir leggist á
árar, að um borð sé skipað öllum
þeim sem best kunna að fara með
vopnin í baráttunni við ríkis-
stjórnina.“
Möguleikar borgarstjóra að ná
inn á þing eru miklir að mati Öss-
urar. „Síðasta skoðanakönnun,
þar sem Samfylkingin var í 32%
yfir landið, bendir til þess að ein-
ungis vanti herslumuninn að við
vinnum 5. sæti í Reykjavík norð-
ur.“ Hann segir engan betur til
þess fallinn að ráða úrslitum um
að það takist en borgarstjóra.
„Það er ákaflega mikilvægt að
jafn sterkur stjórnmálamaður og
Ingibjörg Sólrún skuli með þess-
um hætti sýna þá trú sem hún
hefur á sigurmöguleikum Sam-
fylkingar. Það má segja að með
þessu sé búið að leiða fram allar
helstu stórskyttur Samfylking-
ar.“
Ingibjörg Sólrún tók mun
vægar til orða en Össur þegar
hún ræddi við fjölmiðla í gær.
Hún kvaðst hafa tekið jákvætt í
beiðni Össurar en ekki gefið end-
anlegt svar. Skilningur Össurar á
viðræðum þeirra er sá að hún
hafi gengist inn á að taka fimmta
sætið. Leitt hefur verið getum að
því að ástæðan fyrir mismunandi
túlkun þeirra í gær sé sú að borg-
arstjóri var ekki búin að ræða við
borgarfulltrúa Reykjavíkurlist-
ans þegar hún og Össur ræddu
saman, hún hafi viljað láta líta út
fyrir að málið væri opnara en svo
að hún væri búin að ákveða fram-
boð. Málið var rætt á meirihluta-
fundi R-lista í gærkvöldi og vörð-
ust samherjar Ingibjargar í borg-
arstjórn allra svara þegar leitað
var eftir áliti þeirra.
Össur og Ingibjörg Sólrún
lögðu bæði áherslu á að þing-
framboð hennar sé til þess fallið
að treysta borgarmálaumræðu
og viðhorf Reykjavíkurlistans
innan Alþingis. Sjálf lýsti Ingi-
björg því sem helstu ástæðu
sinni fyrir að taka stökkið nú,
borgarmálaumræðan hefði í
auknum mæli færst inn í þingsal.
brynjolfur@frettabladid.is
SAMAN Á FRAMBOÐSLISTA
Ingibjörg Sólrún segir að þótt hún taki fimmta sæti á lista Samfylkingar standi hún við vil-
yrði sem hún hefur gefið borgarbúum um að vera borgarstjóri áfram á þessu kjörtímabili.
Borgarstjóri getur
riðið baggamun
Össur Skarphéðinsson bindur miklar vonir við framboð Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra fyrir Samfylkinguna. Hann er von-
góður um að hún nái á þing og að fella megi núverandi ríkisstjórn.
„Það má segja
að með þessu
sé búið að
leiða fram all-
ar helstu stór-
skyttur Sam-
fylkingar.“