Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 4
4 19. desember 2002 FIMMTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ertu búin(n) að kaupa jólatré? Spurning dagsins í dag: Heldur þú að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri nái inn á þing í kosningun- um í vor? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 34,8% 30,4%Nei 16% JÓLATRÉ Fæstir eru búnir að kaupa jólatré enda enn fimm dagar til jóla. Er með gervitré 18,8%Verð ekki með tré Já Styrmir fangaður í Breiðdalsvík og fluttur suður með flugvél: Presturinn vildi hafa storkinn áfram DÝR Storkurinn Styrmir, sem haldið hefur til í Ásunarstöðum í Breiðdalsvík að undanförnu, var fangaður af starfsmönnum Nátt- úrufræðistofnunar í gær. Flogið var með hann suður frá Egils- stöðum í gærkveldi og var honum komið fyrir í nýjum heimkynnum sínum í Húsdýragarðinum í Laugardal þar sem hann mun dvelja í vetur. Einar Sveinbjörnsson hjá um- hverfisráðuneytinu sagði litlu hafa munað að tekist hefði að fanga Styrmi í fyrradag. „Það voru lagðar fyrir hann átta síldar í storkabúrið góða. Ein síldin var tengd við spotta og átti hleri að lokast þegar Styrmir gleypti hana. Vandamálið var að storkur- inn át allar síldarnar nema þessa einu. Hann er greinilega skynug- ur storkur, hann Styrmir,“ sagði Einar. „Storkurinn var hér og vildi ekki fara. Sjálfur sá ég hann aldrei enda ekki að horfa á eftir honum,“ sagði séra Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Hey- dölum. „Það er alltaf sama sagan með allt sem gengur vel hér fyr- ir austan og er aðlaðandi að þá vilja menn flytja það suður. Ég skil ekki hvers vegna storkinum ætti að líða betur fyrir sunnan en hér,“ sagði presturinn. „Storkurinn hefur haldið til á Ásunarstöðum og þar er gott fólk sem hefði hugsað vel um hann,“ sagði séra Gunnlaugur, sem telur ekki að koma storksins í Breið- dalinn á aðventunni eigi sér hliðstæðunni í Biblíunni: „Ég minnist þess ekki að það sé mikið um storka í Biblíunni,“ sagði presturinn. ■ Borgin tvígreiddi verðlaunin Verðlaunafé á Stuttmyndadögum í Reykjavík skilaði sér ekki. Menning- armálastjóri greiddi verðlaunahöfum vinninga þó búið væri að því einu sinni. Óhefðbundin embættisfærsla til að bjarga klúðri skipuleggjanda. KVIKMYNDIR Menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar þurfti að grípa í taumana og beita óhefð- bundnum aðferðum til að bjarga Stuttmyndadögum sem haldnir voru í Reykjavík í september frá hneyksli. Jóhann Sigmarsson, kvik- myndagerðarmað- ur og skipuleggj- andi Stuttmynda- dagana, greiddi aldrei út verð- launafé til sigur- vegara í keppni um bestu stutt- myndirnar þó svo Reykjavíkurborg væri búin að styrkja hann til þess. Var því grip- ið til þess ráðs að greiða verð- launaféð út aftur með samningi um að því yrði skilað þegar og ef Jóhann greiddi út féð. „Þetta var afskaplega óheppi- legt og leiðinlegt því Stuttmynda- dagarnir hafa lengi verið mikil lyftistöng fyrir stuttmyndagerð í höfuðborginni,“ segir Signý Páls- dóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkur, sem sá aumur á sig- urvegurunum þegar þeir báru sig upp við hana vegna þessa. „Þá voru þeir búnir að eltast við Jó- hann með litlum árangri. Ég fann til með þeim og greip til peninga sem hér eru í varasjóði,“ segir Signý. Ekki var nóg með að Jóhann Sigmarsson hefði ekki greitt út verðlaunin sem hann hafði fengið hjá borginni heldur hafði hann minnkað þau um helming frá því sem auglýst hafði verið fyrir keppnina. Upphaflega áttu fyrstu verðlaun að vera 200 þúsund krónur, önnur 100 þúsund og þau þriðju 50 þúsund. Þegar til kast- anna kom voru þau orðin 100 þús- und, 50 þúsund og 25 þúsund krón- ur. Að auki áttu vinningshafar að fá 25 þúsund krónur fyrir sýning- arrétt í sjónvarpi: „Ég greiddi vinningshöfunum líka þessar 25 þúsund krónur en ég er með samning um að endur- heimta féð þegar Jóhann greiðir það sem honum ber,“ segir Signý Pálsdóttir. Það var kvikmyndafélagið Loftur sem sigraði á Stuttmynda- dögum í Reykjavík með myndinni Leitin að týnda arabanum. eir@frettabladid.is Svæðisskrifstofa fatlaðra greiði skaðabætur fyrir sinnuleysi: Einhverfur maður áreittur um árabil DÓMSMÁL Tæplega fertugum manni, sem meðal annars er einhverfur, hafa verið dæmdar 500 þúsund krónur í bætur vegna vanrækslu Svæðisskrifstofu fatlaðra. Móðir mannsins á að fá bættan 850 þúsund króna lögmannskostnað. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ítrekað hafi komið til árekstra milli mannsins og annars vistmanns á sambýli þar sem þeir bjuggu. Manninum hafi liðið veru- lega illa og nauðsynlegt verið að stía þeim tveimur í sundur þar sem hann sé afar viðkvæmur fyrir áreiti. Svæðisskrifstofunni hafi borið að grípa strax í taumana. Ekki var þó fundin viðunandi lausn fyrr en að minnsta kosti fjór- um til fimm árum eftir að grípa hefði þurft til aðgerða. „Allan þenn- an tíma mátti stefnandi sæta áreiti af hálfu vistmannsins sem í ljósi fötl- unar stefnanda verður að telja ólög- mæta meingerð gegn friði og per- sónu hans,“ segir héraðsdómur. ■ GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR Sveitarstjórinn bindur vonir við jólaköttinn. Norðausturkjördæmi: Jólaköttur- inn frá Raufarhöfn SVEITARSTJÓRNARMÁL Raufarhafnar- búar hafa eignað sér jólaköttinn. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar- stjóri á staðnum, skrifar grein um tengsl kattarins við héraðið á heimasíðu Raufarhafnarhrepps: „Nú hefur það fengist staðfest. Jólakötturinn er frá Raufarhöfn, undan miklu kyni grimmlyndra katta,“ segir sveitarstjórinn á heimasíðunni. „Forfaðir hans var kallaður Hrollur. Talið er að Hrollur og kona hans hún Grimma hafi kom- ið hingað með víkingaskipi fyrir um 1000 árum. Ekki hefur fengist stað- fest hvort Hrollur og Grimma eru ættuð frá Noregi og hafi laumast um borð á einhverjum viðkomustað víkinganna.“ Raufarhafnarbúar binda miklar vonir við jólaköttinn og telja ekki ólíklegt að hann eigi eftir að auka ferðamannastrauminn á staðinn. Ekki náðist í Guðrúnu Hrund Karls- dóttur í gær þar sem hún var stödd á fundi á Þórshöfn á Langanesi. ■ Waldorfskóli: Fram- kvæmdir stoppaðar af SKIPULAGSMÁL Framkvæmdir við uppbyggingu nýs Waldorfskóla í Lækjarbotnum hafa verið stöðvað- ar. Hafin var bygging timburhúss á steyptum grunni þrátt fyrir að Kópavogsbær hafi aðeins heimilað hús á léttari grunni. Handverkstæðið Ásgarður, sem Waldorfskólinn rak fyrir fatlaða í Lækjarbotnum, gjöreyðilagðist í miklum bruna í desember í fyrra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var það fyrir tilviljun sem bæjarstarfsmaður komst á snoðir um byggingarframkvæmdir Waldorfskólans þegar hann átti leið um svæðið í október. Eftir að framkvæmdir voru stöðvaðar óskaði Walfdorfskólinn eftir því við byggingarnefnd Kópa- vogsbæjar að byggingin fengi að rísa. Svo þyrfti að verða til að hægt yrði að sinna námskeiðahaldi Ás- garðs og handavinnukennslu Waldorskólans. Í erindi Waldorfskólans til bygg- ingarnefndarinnar segir að bruninn í fyrra hafi verið „félags- og tilfinn- ingalegt áfall þeim 80 sálum sem fram undir brunann höfðust hér við virka daga árið um kring.“ Byggingarnefndin staðfesti framkvæmdastöðvunina. ■ KOMINN MEÐ EINTAK Fulltrúi Írlands, John Deady, nær þarna í eintak af vopnaskýrslu Íraksstjórnar. Hann fékk bara styttu útgáfuna, líkt og Norð- menn, Sýrlendingar og fleiri. Utanríkisráðherra Noregs: Vill óstytta skýrslu ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, krefst þess að fá í hend- urnar óstytta útgáfu af vopna- skýrslu Íraksstjórnar. Noregur er eitt þeirra fimmt- án ríkja, sem sæti eiga í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Ein- ungis fastaríkin fimm, það er Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland og Kína, fengu skýrsluna í hendur óstytta, alls 12 þúsund blaðsíður. Fulltrúar hinna tíu ríkjanna fengu í gær eintak sem einungis er tæplega þrjú þúsund síður. Bandaríkin hafa fjarlægt úr skýrslunni allar upplýsingar um gerð gereyðingarvopna, sem ekki mega komast í hendur þeirra, sem hugsanlega ætla sér að búa til slík vopn. Einnig hafa verið fjarlægð úr skýrslunni nöfn þeirra fyrirtækja sem Írakar hafa átt í vopnaviðskipt- um við. Auk Noregs og fastaríkjanna fimm eiga Sýrlendingar fulltrúa í Öryggisráðinu, ásamt Máritíus, Mexíkó, Singapore, Búlgaríu, Kamerún, Kólumbíu og Írlandi. ■ STORKURINN STYRMIR Á SUÐURLEIÐ Styrmir náðist eftir að hafa verið lokkaður í sérstakt búr þar sem búið var að koma fyr- ir æti. Þegar hann var kominn inn var kippt í snæri og við það féll aftur hleri. AP/SU ZAN N E PLU N KETT SIGNÝ PÁLSDÓTTIR Menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar harmar hvernig til tókst á Stuttmyndadögum. „Þetta var afskaplega óheppilegt og leiðinlegt því Stuttmynda- dagarnir hafa lengi verið mikil lyftistöng fyrir stutt- myndagerð í höfuðborg- inni.“ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Fertugum manni voru dæmdar 500 þúsund krónur vegna vanrækslu Svæðis- skrifstofu fatlaðra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.