Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 16

Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 16
16 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 16.45 RÚV Handboltakvöld 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.15 DHL-Höllin Karfa karla (KR - Haukar) 19.15 Sauðárkrókur Karfa karla (Tindastóll - ÍR) 19.15 Stykkishólmur Karfa karla (Snæfell - Keflavík) 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn HM 2002 (Bandaríkin - Portúgal) KÖRFUBOLTI Michael Jordan, leik- maður Washington Wizards, skor- aði 30 stig þegar lið hans bar sig- urorð af Atlanta Hawks í NBA- deildinni í körfubolta í fyrrakvöld með 109 stigum gegn 99. Þetta var hæsta stigaskor Jordan á leiktíð- inni. Náði kappinn þar með að bæta fyrir slaka frammistöðu sína á sunnudag þegar hann skoraði að- eins 2 stig á 40 mínútum í leik gegn Toronto Raptors. Hefur hann aðeins einu sinni áður á ferl- inum skorað jafn fá stig í leik. „Ég vil ekki að neinn haldi að ég geti ekki skorað,“ sagði Jordan eftir leikinn. „Ég get skorað ef mig langar til.“ Michael Finley skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Dallas Ma- vericks sem vann Indiana Pacers 118:97. Þetta var stærsta tap Pacers á leiktíðinni. Mavericks náði þar með að hefna fyrir tap gegn Pacers þann 28. nóvember sem batt enda á 14 leikja sigur- göngu liðsins í deildinni. Shaquille O’Neal skoraði að- eins 17 stig og Kobe Bryant 15 fyrir meistara L.A. Lakers sem steinlágu fyrir Minnesota Tim- berwolves, 96:80. ■ FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Luci- ano, sem lék með ítalska félaginu Chievo undir fölskum formerkj- um, snýr aftur í ítölsku deildina í janúar en þá verður leikbanni yfir honum aflétt. Luciano tók upp nafnið Da Conceicao Silva Eriberto árið 1996 skömmu áður en hann gekk til liðs við brasilíska félagið Palmeiras. Sagðist hann jafnframt vera 16 ára gamall þegar hann var í raun og veru tvítugur. Tveimur leiktíðum síðar gekk hann til liðs við ítalska liðið Bologna og færði sig síðan um set til Chievo þar sem hann stóð sig vel í fyrra á frábærri fyrstu leiktíð liðsins í Serie A-deildinni. Luciano, sem nú er orðinn 27 ára gamall, sagðist hafa notað fölsk skilríki til að eiga betri möguleika á að gerast atvinnumað- ur í knattspyrnu. „Þegar ég heyrði það sem mig hafði dreymt um að heyra grét ég,“ sagði kappinn í ný- legu viðtali. „Frá og með deginum í dag er ég á lífi að nýju. Frá og með janúar get ég spilað með mitt eigið nafn aftan á treyjunni og loksins get ég sagt að ég, Luciano, sé orðinn knattspyrnumaður.“ Leikbannið átti að gilda þar til í maí á næsta ári. Ítalska knatt- spyrnusambandið ákvað hins veg- ar að aflétta því frá og með 24. jan- úar eftir að banninu hafði verið áfrýjað. Luciano nær því að leika síðari hluta keppnistímabilsins á Ítalíu. Hann var einnig settur í leikbann af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu, FIFA, en talið er lík- legt að því banni verði nú aflétt. ■ Luciano, leikmaður ítalska liðsins Chievo: Snýr aftur í janúar undir réttu nafni CHIEVO Samherjar Luciano hjá Chievo fagna marki Oliver Bierhoff í leik gegn Piacenza um helgina. Leikurinn endaði 3:0 fyrir Chievo, sem er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar. MADRID, SPÁNI, AP Mia Hamm frá Bandaríkjunum og Brasilíumað- urinn Ronaldo hafa verið valin knattspyrnumenn ársins af Al- þjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Þetta var annað árið í röð sem Hamm hlýtur nafnbótina en í þriðja sinn sem hún fellur í skaut Ronaldo. Þýski framherjinn Birgit Prinz og kínverski miðjumaðurinn Sun Wen lentu í öðru og þriðja sæti á eftir Hamm. Þýski markvörður- inn Oliver Kahn og Frakkinn Zinedine Zidane lentu aftur á móti í næstu sætum á eftir Ronaldo. Hamm, sem leikur með banda- ríska liðinu Washington Freedom, er þrítug að aldri. Hún hóf lands- liðsferil sinn aðeins 15 ára gömul og hefur skorað 136 mörk fyrir bandaríska landsliðið. Hún er tví- mælalaust þekktasta knatt- spyrnukonan í heiminum í dag. „Ég er afar þakklát fyrir að vera hérna. Hinar tvær stúlkurn- ar eru afar hæfileikaríkar,“ sagði Hamm á blaðamannafundi eftir verðlaunaafhendinguna. Hún vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 með bandaríska landsliðinu og fjórum árum síðar vann hún silfurverðlaun í Sydney. Auk þess hefur Hamm unnið heimsmeist- aratitilinn tvisvar með landslið- inu, árin 1991 og 1999. Á HM árið 1995 vakti hún mikla athygli þeg- ar hún spilaði sem markvörður gegn Danmörku eftir að banda- ríski markvörðurinn var rekinn af leikvelli. Hjálpaði hún liði sínu að vinna leikinn og um leið brons- verðlaunin á mótinu. Hamm missti af byrjun þessar- ar leiktíðar vegna hnémeiðsla og gat ekki spilað fyrr en í júní með liði sínu í WUSA-deildinni í Bandaríkjunum. Hún sneri sterk til baka og skoraði m.a. sigur- markið fyrir bandaríska landslið- ið í leik gegn Kanada um sæti í næstu heimsmeistarakeppni sem haldin verður í Kína á næsta ári. Ronaldo, Zidane og Kahn sátu vinstra megin við Hamm á blaða- mannafundinum. „Ég fyllist lotn- ingu að sitja við hliðina á þessum leikmönnum. Þetta er mikill heið- ur og sannarlega draumur sem hefur ræst. Í Bandaríkjunum höfum við reynt að auka veg knattspyrnunnar. Að segja fólki frá þessari stund verður frá- bært,“ sagði knattspyrnukona ársins. ■ Þekktasta knattspyrnu- kona í heimi Mia Hamm og Ronaldo valin knattspyrnu- menn ársins. Hamm hlaut nafnbótina í annað sinn í röð. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeist- ari með bandaríska landsliðinu. Hóf landsliðs- feril sinn 15 ára gömul. RONALDO OG MIA Mia Hamm og Ronaldo halda á verð- launagripunum eftir að hafa verið kjörin leikmenn ársins. Athöfnin var haldin í Madrid á Spáni. Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is Jordan skoraði 30 stig fyrir Wizards: „Get skorað ef mig langar til“ JORDAN Michael Jordan reynir að brjótast framhjá Shareef Abdur-Rahim, leikmanni Atlanta Hawks. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.