Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 22

Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 22
19. desember 2002 FIMMTUDAGUR JÓL Jólin eru landsmönnum afar dýr. Milljarðar króna fara í mat, drykki, skraut, jólatré og jóla- gjafir svo eitthvað sé nefnt. Kreditkortafyrirtæki landsins velta nokkrum milljörðum á þess- um tíma. Velta eins þeirra á janúartímabilinu í fyrra nam 9,5 milljörðum, sem er tveimur millj- örðum meira en í venjulegum mánuði. Kreditkortatímabilið hefst venjulega átjánda hvers mánaðar en janúartímabilið hefst þann 6. desember og stendur til 10. janúar. Búast má við að veltan sé önnur eins hjá öðrum kortafyr- irtækjum auk þess sem fólk stað- greiðir oft vörurnar. Því má áætla að velta jólanna hlaupi á tugum milljarða. Fréttablaðið leitaði til fólks á öllum aldri og forvitnaðist um hve miklu það teldi sig eyða í jólagjaf- ir í ár. Misháar tölur voru nefndar. Allt frá 10 þúsund krónum upp í 70 þúsund. Gjafirnar eru einnig mismargar, frá tveimur og upp í rúmlega 20. Að meðaltali eyðir þetta fólk um 29 þúsund krónum í tólf gjafir, eða um 2.500 krónum í hverja gjöf. ■ JÓL „Ég legg mig í líma við að eyða sem minnstu um jólin og reyni að hafa gjafirnar sem hagkvæmast- ar en skemmtilegar,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona. „Ég keypti allar jólagjafirnar á útsöl- unum í janúar. Ég er ekki með tískugjafir, þær eru frekar tákn- rænar og skemmtilegar.“ Sigrún gefur rúmlega 20 gjaf- ir í ár og telur að þær kosti um 30 þúsund krónur. Hún segist hafa lítinn tíma í jólastúss vegna söng- starfsins og er ánægð með að hafa lokið við gjafirnar svo snemma. „Það léttir heilmikið á jólunum að eiga ekki eftir að kaupa gjaf- irnar. Þá get ég líka notið þess að ramba um bæinn á Þorláksmessu og skoða mannlífið.“ Aðspurð hvað henni þætti um að fólk eyddi hundruðum þúsunda í gjafir sagði Sigrún: „Það er kom- ið út í vitleysu, þetta er ekki til- gangur né boðskapur jólanna.“ ■ DIDDÚ Keypti jólagjafirnar á útsölu í janúar. Segir það létta mikið á stressinu í kringum jólin og sér fram á að geta rölt um bæinn á Þorláksmessu. Sigrún Hjálmtýsdóttir: Keypti jóla- gjafirnar í janúar JÓL „Ég eyði ótrúlega litlu í jóla- gjafir í ár, kringum tíu þúsund krónur,“ segir Þórey Edda Elís- dóttir stangarstökkvari. „Það tíðkast ekki að gefa stórar jóla- gjafir í minni fjölskyldu.“ Þórey Edda og litli bróðir hennar hafa tekið höndum saman um jólagjafakaupin í ár. Hún segist gefa um tíu gjafir, sem þýðir um þúsund krónur á gjöf. Hún gefur aðeins nánustu ætt- ingjum, en sleppir vinunum. Sjálf segist hún fá sex gjafir. „Mér finnst jólagjafakaupin vera komin út í miklar öfgar,“ segir stangarstökkvarinn og ít- rekar að fjölskylda sín hafi aldrei gefið stórar gjafir á jólun- um. ■ Þórey Edda Elísdóttir: Tíðkast ekki að gefa stórar gjafir ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Gefur nánustu ættingjunum jólagjafir. Jón Mýrdal Harðarson: Fólk á að eyða í sjálft sig JÓLA „Ég eyði 15 þúsund krónum í jólagjafir í ár. Mér finnst það al- veg nóg,“ segir Jón Mýrdal Harð- arson, útvarpsmaður á Radíó Reykjavík. „Ég gef tvær gjafir í ár, kærasta mín fær eina og af- gangurinn fer í bjór handa sjálf- um mér.“ Margir myndu telja það vel sloppið að eyða 15 þúsund krónum í jólagjafir. Jón Mýrdal segir að systkini hans og foreldrar eigi nóg af peningum svo þau geti keypt sínar eigin gjafir. „Mér finnst að fólk eigi að kaupa sínar eigin gjaf- ir því þá verður enginn svekktur,“ segir Jón Mýrdal. „Sjálfur býst ég við þremur gjöfum: einni frá kærustunni, svo fæ ég eina Macin- tosh-dós og nærbuxur frá mömmu og svo frá sjálfum mér.“ Aðspurður hvort honum fyndist fólk eyða of miklu í gjafir sagði Jón: „Fólk hefur ekki efni á þessu og það yrðu allir hamingjusamari ef þeir ættu pening í febrúar en eyddu í honum ekki í Visareikning. Svo eru líka útsölur í janúar.“ ■ JÓN MÝRDAL HARÐARSON Útvarpsmaður á Radíó Reykjavík ætlar að eyða 15 þúsund krónum í jólagjafir í ár. Honum finnst það meira en nóg. Misjafnt hvað fólk eyðir miklu í jólagjafir: Jólaveltan hleypur á milljörðum Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. 100% mesta vöruúrval á fermetra. Öðruvísi ljós, styttur, myndir, föt, rúmteppi, dúkar, púðar og húsgögn. Mikið úrval skinnavöru t.d. ekta mokkaskinnsjakkar frá 15 þús. Heitasta búðin í bænum Njóttu þess að vera til um leið og þú hugar að heilsunni. Leiðin að bættri líðan Engjavegi 6 • 104 Reykjavík Sími 561 6990

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.