Fréttablaðið - 19.12.2002, Page 27
FIMMTUDAGUR 19. desember 2002
Ég er á öðru ári í læknisfræðiog fór í fyrsta prófið 11. des-
ember,“ segir Halla Viðarsdóttir.
„Ég fer bara í 2 próf og það seinna
verður núna á föstudaginn.“ Höllu
hefur gengið ágætlega í prófun-
um eftir því sem hún best veit en
hún er þó farin að hlakka mikið til
að komast í frí. „Það verður
jólaglögg hjá okkur læknanemum
21. desember og ég fer örugglega
þangað til að halda upp á próflok-
in.“
Hjá Höllu hefur allt snúist um
prólesturinn síðustu vikurnar og
enginn tími gefist til jólastúss.
„Systir mín er búin að redda mér
aðeins með því að kaupa fyrir mig
jólagjafir en annars verð ég ör-
ugglega á síðustu stundu og alveg
fram á Þorláksmessu að klára inn-
kaupin.“ Halla játar að þar sem
hún sé ekki flogin úr hreiðrinu
enn sjái mamma alfarið um
smákökubakstur og annan jóla-
undirbúning á heimilinu og því
þurfi hún ekki að hafa áhyggjur af
slíku.
Halla situr við lestur ýmist á
Þjóðarbókhlöðunni eða í Lækna-
garði og segir að það fari lítið fyr-
ir jólastemningunni þar á bæjum.
„Það er auðvitað ekki mjög jóla-
legt hérna en ég er samt komin í
smá jólaskap. Annars eru flestir
vinir mínir í prófum eins og ég.
Kærastinn minn er reyndar að
klára prófin í dag en ég er samt
ekki alveg ein eftir.“
Halla hefur verið að vinna í
jólafríinu undanfarin ár en að
þessu sinni ætlar hún að taka sér
frí. „Ég verð í fríi til 6. janúar og
ég ætla bara að slaka á og taka því
rólega. Annars er aldrei að vita
nema maður skelli sér norður á
Akureyri á skíði ef það kemur ein-
hver snjór.“ ■
Á síðustu stundu með jólagjafainnkaupin
Halla Viðarsdótt-
ir er farin að
hlakka til þess að
prófunum ljúki
enda ætlar hún að
taka sér frí frá
bæði skóla og
vinnu og eiga náð-
uga daga með fjöl-
skyldunni yfir jólin
HALLA VIÐARSDÓTTIR
Fer í síðasta prófið á laugardaginn og tek-
ur námsbækurnar með sér á kaffistofuna
til að nýta hverja stund til lestrar.
GVENDUR DÚLLARI
Fallegar jólagjafir - með sál
Silfurkertastjakar, silfur kaffi- og tesett, silfurstaup
og bakki, útskorin vegghilla, útskorin bókahilla,
12–14 manna borðstofuborð. Íslandskort anno
1650, málverk, myndir, plattar og að sjálfsögðu
mikið úrval góðra bóka til að gefa og njóta um jólin,
m.a. Ferðafélag Íslands ’28-’80 frump. m/k í glæsi-
bandi, Ísl.sjávarhætti, tölusett glæsiband, Laxness,
Strandamenn, Bergsætt o.fl. o.fl
Opið til kl. 22 til jóla
Gvendur dúllari - góður í gjöfum
Fornbókaverslun með meiru
Klapparstíg 35 • s. 511 1925