Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 29
FIMMTUDAGUR 19. desember 2002
8 . 9 0 0
Sigurjón Kjartansson, útvarpsmaður:
Hræðist breytingar
Jólahátíðin í fyrra gekk ekkistórslysalaust í garð fyrir Sig-
urjón Kjartansson í fyrra. Þannig
var mál með vexti að sjálf jólamál-
tíðin, hinn árlegi hamborgarhrygg-
ur á aðfangadag, mislukkaðist.
„Það var brimsaltur hamborg-
arhryggur,“ segir hann og enn má
heyra djúpa sorg í rödd hans. „Ég
gerði þau mistök að kaupa þann
hrygg sem einhverjir sérfræðing-
ar hjá DV eða Mogganum mæltu
með. Þeir sögðu að það væri besti
hryggurinn. Þetta verður í síðasta
skipti sem ég fer að ráðum sér-
fræðinga í þessum efnum. Hér eft-
ir treysti ég bara konunni minni.“
Hann segist þó ekki muna hvaða
tegund þetta var og það kemur
ekki til mála að skipta yfir í rjúp-
urnar í ár, þrátt fyrir slæmt ham-
borgarhryggsár í fyrra.
„Ég er lítið fyrir að gera tilraun-
ir. Sérstaklega á svona degi.“ Hann
hræðist því breytingar á aðfanga-
degi jóla.
Sigurjón er þriggja barna faðir,
segist eiga „þrjá brjálæðinga“, og
árlega tekur fjölskyldan á móti
gestum í mat á aðfangadagskvöld.
Sigurjónssynir eru á aldrinum 3 til
11 ára. „Það er afar mikil fjöl-
skylduskemmtun á mínum bæ. Við
fáum í heimsókn fólk konunnar
minnar og gleðjumst,“ segir Sigur-
jón að lokum. ■
SIGURJÓN KJARTANSSON
Lenti illa í hamborgarhryggnum í fyrra. Mælir ekki með því að fólk fari að ráði svokallaðra „sérfræðinga“ í vali á jólamatnum.