Fréttablaðið - 19.12.2002, Síða 33
33FIMMTUDAGUR 19. desember 2002
Myndlistamennirnir Bryndís Brynjars-
dóttir, Elsa Soffía Jónsdóttir, Hilmar
Bjarnason og Þórdís Þorleiksdóttir sýna
málverk, þrívíð form og hljóðverk í Banka-
stræti 5 (fyrrum húsnæði Íslandsbanka).
Sýningin stendur til 23. desember og er
opin mánud.-laugard. kl. 13-18.
Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir
sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í
Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin
eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir
málverk, teikningar og lágmyndir frá ýms-
um tímabilum. Sýningin stendur út des-
ember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla
daga nema sunnudaga.
Einar Hákonarson og Óli G. Jóhannsson
sýna verk sín í Húsi málaranna við Eiðis-
torg. Í nýjum sýningarsal í Húsi málaranna
sýna Bragi Ásgeirsson, Einar Þorláks-
son, Guðmundur Ármann, Jóhanna
Bogadóttir og Kjartan Guðjónsson. Sýn-
ingin stendur til 23. desember og er opin
frá 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga.
Sýning á frummyndum Brians Pilkington
úr bókinni Jólin okkar stendur yfir í Hafn-
arborg. Sýningin stendur til 22. desember.
Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg
skartgripaverslunarinnar Mariellu á Skóla-
vörðustíg 12. Sýningin stendur til 5. janú-
ar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem
stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur,
í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýn-
ingin er opin alla daga klukkan 12-17 og
stendur til 2. febrúar.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unn-
in á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í
kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn
og eilífðin. Sýningin í Hallgrímskirkju er
haldin í boði Listvinafélags Hallgrímskirkju
og stendur til loka febrúarmánaðar.
Sýningin Heimkoman eða: heimurinn
samkvæmt ART stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Sýningin
samanstendur af málverkum og ljós-
myndum danska myndlistarmannsins
Martin Bigum frá árunum 1997-2002.
Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur
sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Banka-
stræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00
og stendur til 10. janúar.
Sýningin Reyfi stendur yfir í Gallerí
Skugga, Hverfisgötu 39. Myndlistarkonurn-
ar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunn-
arsdóttir vinna saman undir nafninu Tó-Tó
og á sýningunni sýna þær flókareyfi úr
lambsull. Sýningin stendur til 22. desem-
ber og er opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 13-17.
Sýning á jólamyndum teiknarans Brians
Pilkington stendur yfir í Kaffistofu Hafnar-
borgar. Sýningin er opin alla daga og lýkur
22. desember.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir smá-
myndir og skúlptúra sem unnin eru í anda
jólanna í Kompunni, Kaupvangsstræti 23,
Listagili á Akureyri. Sýningin stendur til 23.
desember og er opin alla daga frá klukkan
14 til 18.
Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sam-
bönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátt-
töku erlendra listamanna sem hafa heim-
sótt Ísland og íslenskra listamanna bú-
settra erlendis. Sýningin stendur til 22.
febrúar.
Samsýning Bryndísar Jónsdóttur, Ásu
Ólafsdóttur, Kristínar Geirsdóttur,
Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og
Þorgerðar Sigurðardóttur, Samspil,
stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin
alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17
og henni lýkur 22. desember.
Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café
Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið
10-23 virka daga og 12-18 um helgar.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Sýndar verða myndskreytingar úr nýút-
komnum barnabókum. Sýningunni lýkur
6. janúar 2003.
Hildur Margrétardóttir myndlistarkona
sýnir nokkur óhlutbundin málverk á
Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. janú-
ar.
húsinu.
Stærsta sýning á íslenskri samtímalist
stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýnd eru
verk eftir um 50 listamenn sem fæddir eru
eftir 1950 og spannar sýningin árin 1980-
2000.
Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokilis
sýna ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýn-
ingin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru
velkomnir.
Flökt - Ambulatory - Wandelgang er sam-
sýning Magnúsar Pálssonar, Erics Ander-
sens og Wolfgangs Müllers í Nýlistasafn-
inu.
Ágústa Oddsdóttir sýnir í gluggum Vatns-
stígs 10.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá
klukkan 11 til 17.
Árný Birna Hilmarsdóttir heldur sýningu
á íslensku landslagi unnið í gler í Galleríi
Halla rakara, Strandgötu 39, gegnt Hafn-
arborg.
Sýning á bútasaumsverkum eftir 10 kon-
ur stendur nú yfir í Garðabergi, félagsmið-
stöð eldri borgara að Garðatorgi 7 í Garða-
bæ. Sýningarnar verða opnar alla daga
nema sunnudaga frá kl. 13 til 17.
Leður- og
rúskinns-
jakkarnir
komnir
St. 2x-8x
Pantanir óskast
sóttar sem fyrst
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76,
s. 551 5425
Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er
í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur
frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er
ætlað að varpa ljósi á heim araba.
Sýning á nokkrum verkum Guðmundar
Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í
Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykjavíkur-
minningar en myndirnar tók Guðmundur
um miðja síðustu öld í Reykjavík.
Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista-
safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og
endurvekur draumsýnina um hið full-
komna samfélag. Hún leggur fram hug-
mynd að milljón manna borgarskipulagi í
Borgarfirði og á norðanverðu Snæfellsnesi.
Hrafnhildur Arnardóttir sýnir „Shrine of
my Vanity“ sem útleggst á íslensku „Helgi-
dómur hégóma míns“ í Gallerí Hlemmi.
Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða
IVD (intensive vanity disorder) eða hé-
gómaröskun en það heilkenni verður æ
algengara meðal þeirra sem temja sér lífs-
stíl Vesturlandabúa.
Kyrr birta - heilög birta er heitið á sýn-
ingu sem stendur yfir í Listasafni Kópa-
vogs. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergs-
son.
Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn-
ingu sem Edward Fuglö heldur í Norræna