Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 39
FIMMTUDAGUR 19. desember 2002
Monica Lewinsky:
Of flekkuð fyrir Ítali
FÓLK Vindlastelpan hún Monica
Lewinsky er ekki samboðin
ítölskum sjónvarpsáhorfendum
að því er virðist. Lewinsky átti
að koma fram í ítalska spjall-
þættinum Domenica In síðast-
liðinn sunnudag á einni af RAI-
stöðvunum, ítalska ríkissjón-
varpinu. Ráðherrar úr hægri
stjórn Berlusconi forsætisráð-
herra, þar á meðal upplýsinga-
ráðherrann, kvörtuðu sáran yfir
því að bjóða ætti siðsömum
áhorfendum upp á að fylgjast
með stúlku með flekkað mann-
orð. Þess má geta að stöðluð
sviðsmynd í ítölskum skemmti-
og spjallþáttum er hópur föngu-
legra stúlkna íklæddra litlu öðru
en bikinum eða álíka illa hylj-
andi klæðnaði. ■
STUÐBOLTI
Fjórum sinnum fleiri mættu í strandpartí
Fatboy Slim en áætlað var, eða um
250.000 manns.
Fatboy Slim:
Ekki annað
strandpartí
FÓLK Svo virðist vera sem plötu-
snúðurinn Fatboy Slim fái ekki
að endurtaka leikinn og halda
heljarmikið strandpartí í enska
strandbænum Brighton. Síðast-
liðið sumar stóð drengurinn fyr-
ir ókeypis strandpartíi þar sem
250.000 ungmenni mættu til að
skemmta sér, fjórum sinnum
fleiri en búist var við. Borgaryf-
irvöldum og íbúum Brighton var
ekki skemmt. Fjöldinn teppti al-
menningssamgöngur og al-
menna umferð og bæjarstarfs-
menn og skipuleggjendur
partísins voru fleiri daga að tína
ruslið eftir gamanið. Borgar-
yfirvöld hafa lítinn áhuga á að
endurtaka leikinn næsta sumar
en útiloka þó ekki að halda slíka
hátíð síðar meir. Fatboy Slim,
skírður Norman Cook, viður-
kennir að þetta hafi verið full-
mikið af hinu góða en er til í að
halda annað partí ef hann fær
leyfi íbúa Brighton. ■
MONICA LEWINSKY
Ítalir kalla yfirleitt ekki allt ömmu sína í
siðamálum en Monica Lewinsky þótti ekki
nógu siðleg fyrir sjónvarpsáhorfendur.
ÍMYNDIÐ YKKUR AÐ VERA FÍLL
Í TÆLANDI
Sundbolafyrirsætan Imogen Bailey situr
hér nakin fyrir og heldur á skilti sem á
stendur „Ímyndið ykkur að vera fíll í
Tælandi.“ Myndatakan er hluti af herferð
gegn misnotkun fíla í Tælandi.