Fréttablaðið - 19.12.2002, Síða 47
FIMMTUDAGUR 19. desember 2002
FÓLK Yoko Ono ætlar ekki að höfða
mál gegn Paul McCartney vegna
brota á höfundaréttarreglum
vegna bítlalaga, að sögn tals-
manns hins aðlaða tónlistar-
manns. Nokkur umræða hefur
verið um málið í erlendum fjöl-
miðlum um að Ono sé að höfða
mál gegn McCartney. Ástæðan ku
vera sú að nafn Lennons hefur
ávallt verið haft á undan sem höf-
undur laga, þ.e. Lennon-McCartn-
ey. Á nýrri tónleikaplötu sinni,
Back in the US, sneri McCartney
þessu hins vegar við. Talsmaður
tónlistarmannsins sagði það fjar-
stæðu að málaferli væru í upp-
siglingu. Hann segir McCartney
hafa viljað rétta við hlut sinn sem
höfund laga Bítlanna. McCartney
gerði svipað á tónleikaplötu sem
hann gaf út með hljómsveitinni
Wings árið 1976. ■
Ono og McCartney:
Engin
málaferli
LENNON OG ONO
Lífseigar vangaveltur um bítlalögin.
Imbakassinn eftir Frode Øverli
Vá!
Hver var
hraðinn á
þessum? Veit það ekki!Þetta er
hárþurrka!
BÆKUR Sverrir Stormsker
hefur vakið athygli með
hvössum en háðskum
pistlum sínum í morgun-
sjónvarpi Stöðvar 2 síð-
ustu mánuði. Hann hefur
nú gefið pistlana út í bók-
inni Hugvekjur og Hroll-
vekjur, ásamt öllum öðr-
um pistlaskrifum sínum
á árabilinu 1990 til 2002.
Hann segir útgáfuna
meðal annars vera við-
bragð við miklum utanað-
komandi þrýstingi.
Sverrir hikar ekki við
að hrista upp í fólki í
skrifum sínum, talar
enga tæpitungu og segir
nánast hvern einasta pistil hafa
valdið einhverju fjaðrafoki en í
greinunum minnir hann meðal
annars á að „Jesú fæddist í fjár-
húsjötu, ekki þeirri ríkisjötu sem
prestarnir vilja vera á“, heldur
því fullum fetum fram að áfengið
hafi „áhrif, ekki bindindispostul-
ar“, og að þegar loksins verði búið
að fjarlægja flugvöllinn í
Vatnsmýri treysti hann „borgar-
skipulagssérfræðimeisturunum
fullkomlega til að klúðra þessu
svæði svo að heildarómynd borg-
arinnar raskist ekki“.
„Ég hef verið spurður mikið að
því hvernig standi á því að ég geri
svona mikið af því að skjóta á
menn og málefni í stað þess að
segja hlutina fallega og á jákvæðu
nótunum. Mér finnst það bara
ekki vera hlutverk pistlahöfunda.
Þeir eru nálastungulæknar og
eiga að finna og pota í veiku
punktana. Ég reyni að gera það
með glott á vör. Uppskurðinn og
umskurðinn eiga svo aðrir að sjá
um. Pistlahöfundar eiga ekki að
nudda bakið og gefa blowjob. Það
er til meira en nóg af flokkshollu
fólki í þjóðfélaginu sem sér um
það. Þeir sem kunna ekki við mín-
ar aðferðir geta huggað sig við að
bókin er ekki gefin út nema í 700
eintökum.“ ■
Hugvekjur Sverris Stormsker:
Gefur út krass-
andi greinasafn
SVERRIR STORMSKER
Ræðir vændi, handtöku Ástþórs Magnús-
sonar og allt þar á milli í pistlunum sem
hann hefur nú gefið út á bók: „Þrælarnir
eru nefnilega ekki inná súlustöðunum
heldur inná Alþingi og í Ráðhúsinu. Þessir
þrælar vanahugsunarinnar halda að
vandamálin leysist með því að banna
kannabis, banna einkadans, afmá súlu-
staði og fjölga pappalöggum.“