Fréttablaðið - 27.12.2002, Qupperneq 6
6 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR
STJÓRNVÖLD
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Hvað nefnist jólaávarp páfa?
Hvað hefur Stoke leikið marga
deildarleiki í röð án þess að
vinna?
Hver var borgarstjóri næst á
undan Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur og hversu lengi?
SVÍÞJÓÐ Lína langsokkur er níu
ára. Astrid Lindgren hugsaði sér
hana þannig. Yfirlýsingar hennar
þessa efnis hafa greinilega ekki
náð eyrum leikfangaframleið-
enda í Kína. Fyrir jólin streymdu
inn í sænskar leikfangaverslanir
Línu langsokksdúkkur fram-
leiddar í Kína. Þetta væri ekki í
frásögur færandi, nema af því að
dúkkan er í gegnsæjum nærbux-
um með brjóst og lendar sem
standa Barbí nær, en hún mun
vera töluvert eldri en níu ára.
Afkomendur Astrid Lindgren
eru æfir yfir dúkkunni. „Þetta er
eins langt frá hugmyndinni um
Línu langsokk og hugsast getur,“
segir dóttursonur Lindgren, Nils
Nyman. Hann segir dúkkuna
gerða án samþykkis og vitundar
ættmennanna og það sé alvar-
legt.
Dúkkan hefur verið fjarlægð
úr dótabúðum í Svíþjóð og seld-
ist illa að sögn. Framleiðsluleyfi
mun hafa fengist frá fyrirtæki
sem fer með höfundarrétt Lind-
gren. Fjölskyldan hefur boðað
að farið verði í hart við fyrir-
tækið. ■
Gemlufallsheiði:
Piltar
í bílveltu
LÖGREGLA Fjórir piltar sluppu án
teljandi meiðsla þegar þeir óku
út af og veltu bíl sínum á Gemlu-
fallsheiði, milli Önundarfjarðar
og Dýrafjarðar, í fyrrinótt.
Sjúkrabílar fluttu drengina á
spítala en þeir fengu fljótlega að
fara heim. Bíll þeirra er stór-
skemmdur og óökufær.
Að sögn lögreglunnar á
Ísafirði voru piltarnir á leið til
Þingeyrar við Dýrafjörð þegar
óhappið varð.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu liggur orsök þess ekki fyr-
ir. Ekki leikur grunur á ölvun-
arakstri. ■
CAPE CANAVERAL, AP Hvernig
stendur á því að fáninn blaktir
þegar enginn vindur blæs á
tunglinu? Þetta er ein þeirra
spurninga, sem efasemdarmenn
um tunglferðir hafa spurt. Þeir
spyrja líka hvers vegna engar
stjörnur sjást á myndum frá
tunglinu. Voru þær kannski
teknar upp í myndveri í Nevada-
eyðimörkinni?
Í þrjá áratugi hefur banda-
ríska geimferðastofnunin NASA
látið spurningar sem þessar sem
vind um eyrun þjóta. Stofnunin
hefur aldrei svarað þeim, sem
halda því fram að tunglferðirnar
hafi verið tómur blekkingarleik-
ur.
Þessar efasemdir fóru reynd-
ar ekki hátt framan af, þótt þær
mætti finna í bókum og á vefsíð-
um. En á síðasta ári var fjallað
um efasemdarmennina á vin-
sælli sjónvarpsstöð í Bandaríkj-
unum.
Í framhaldi af því réð NASA
til sín rithöfund til þess að skri-
fa bók, þar sem helstu spurning-
unum yrði svarað. Bókin átti
ekki síst að nýtast nemendum og
kennurum, enda koma víst einatt
upp heitar umræður um málið í
kennslustundum.
Fljótlega hætti NASA reynd-
ar við. Stofnunin telur betra að
hunsa efasemdirnar með öllu.
En rithöfundurinn, James
Oberg, ætlar að halda ótrauður
áfram og skrifa bókina. Hann
telur ekki vanþörf á. ■
Hafnarfjörður:
Deilt
um einka-
framkvæmd
BÆJARMÁL Meirihluti Samfylk-
ingarinnar í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur ákveðið að fres-
ta framkvæmdum við byggingu
nýs íþróttahúss og sundlaugar á
Hörðuvöllum.
Sjálfstæðismenn gerðu
einkaframkvæmdarsamning
um uppbyggingu á svæðinu
þegar þeir voru í meirihluta í
bæjarstjórn. Samfylkingin hef-
ur ætíð verið mótfallin einka-
framkvæmd og hyggst nú skoða
aðrar leiðir til að sinna brýnni
þörf fyrir auknu sundlauga-
rými. Sjálfstæðismenn vilja
hins vegar að upphaflegum
áformum verði fram haldið. ■
Samfylking þarf
Ingibjörgu Sólrúnu
Jón Baldvin Hannibalsson er hæstánægður með vendingar Ingibjargar
Sólrúnar sem hann telur vera eina mótvægið við Davíð. Segir ekkert
um eigin hugrenningar varðandi fimmta sætið í Reykjavík suður.
STJÓRNMÁL „Ingibjörg Sólrún er það
sem Samfylking þarf,“ segir Jón
Baldvin Hannibalsson, sendiherra
Íslands og fyrrverandi formaður
Alþýðuflokksins,
um boðað þing-
framboð Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra
í fimmta sæti á lista
Samfylkingar í
norðurkjördæmi
Reykjavíkur.
Meðal stuðnings-
manna Jóns Baldvins hefur verið
rætt að heppilegast væri að hann
tæki fimmta sætið í Reykjavík suð-
ur. Ámundi Ámundason, einn trygg-
asti stuðningsmaður Jóns Baldvins,
segir að til að stilla upp hinu endan-
lega stórskotaliði, beggja vegna
Miklubrautar, vilji menn sjá Jón
Baldvin í framboði. „Þá vil ég ekki
að hann drepist úr leiðindum í
Helsinki,“ sagði Ámundi við Frétta-
blaðið. Jón Baldvin segir að enginn
hafi nefnt framboð við sig.
„Ef Ámundi vill eitthvað gera
fyrir mig þá mætti hann senda mér
föðurland svo ég komist af í fimb-
ulkuldanum hér í Finnlandi. Mig
vanhagar ekki um neitt annað og
Ámi má senda þetta í póstkröfu,“
segir Jón Baldvin sem reyndar er
metsöluhöfundur eftir að bók hans,
Tilhugalíf rann út eins og heitar
lummur fyrir jólin.
Aðspurður um það hvernig hon-
um lítist á hugmyndina um að fara í
fimmta sætið í Reykjavík suður
segist hann kjósa að tjá sig ekki um
það mál og ítrekar að enginn hafi
við sig talað.
Jón Baldvin segir ljóst að Ingi-
björg Sólrún muni valda straum-
hvörfum með þátttöku sinni í lands-
málunum. Ingibjörg Sólrún sé tví-
mælalaust eina mótvægið við Davíð
Oddsson forsætisráðherra og því
fagnaðarefni að hún skuli stíga
þetta skref.
„Það er staðreynd að hún er í
raun leiðtogi jafnaðarmanna á Ís-
landi. Með því að vinna Reykjavík
þrisvar og sameina stjórnmálaöfl
vinstra megin við miðju hefur hún
unnið kraftaverk sem er ekki ein-
leikið, Þetta hefur hún gert í and-
stöðu við öflugasta talsmann valda-
kerfisins og það undirstrikar að hún
hefur óvenjulega hæfileika, meðal
annars til að halda saman óstýrilátu
liði. Þetta er það sem vinstri menn
þurfa á að halda,“ segir Jón Bald-
vin.
Hann segist ekki hafa áhyggjur
af óánægju Vinstri grænna og fram-
sóknarmanna vegna vendingar
borgarstjórans.
„Menn eiga bara að lesa jólabæk-
urnar og hugsa málið,“ segir Jón
Baldvin sem heldur að þessu sinni
jól á sínum nýja pósti í Helsinki.
Á Þorláksmessu ætlaði hann að
halda boð fyrir nýja vinnufélaga
þar sem Bryndís, kona hans, ætlaði
að hafa skötu á boðstólum en þá
kom babb í bátinn.
„Ég var með boð fyrir fulltrúa
utanríkisráðuneytisins og ætlaði að
bjóða upp á skötu og hákarl. En
pósturinn týndi sendingunni. Það
varð til bjargar hve fljót Bryndís er
að hugsa því hún sauð hangikjöt og
bauð upp á það heitt,“ segir Jón
Baldvin.
rt@frettabladid.is
MEÐ FULLAR HENDUR FATA
Fyrstu útsölurnar eftir jól hófust strax að
morgni annars í jólum.
Bretland:
Útsölurnar
hafnar
MANCHESTER, AP Jólasteikin var rétt
farin að sjatna í mögum margra
Breta þegar fyrstu útsölurnar eft-
ir jól hófust.
Fjöldi fólks safnaðist saman í
verslunarmiðstöðunni Trafford
Centre í Manchester í Englandi í
gærmorgun. Útsölurnar þar
hófust klukkan sjö að morgni til á
annan í jólum. Hleypa þurfti fólki
inn í fataverslunina Next í hollum
svo mikil var aðsóknin í vörur
sem boðnar voru með helmingsaf-
slætti. Þegar 300 manns voru
komnir inn í verslunina biðu enn
200 manns eftir að vera hleypt
inn. ■
Hagnast á klúðri:
Síbrota-
manni sleppt
við refsingu
DÓMSMÁL Síbrotamanni sem
braust inn í bát á Dalvík og stal
þaðan lyfjum var ekki gerð sér-
stök refsing vegna málsins.
Héraðsdómur Norðurlands-
eystra segir ástæðuna þá að
rannsókn hafi dregist af óút-
skýrðum ástæðum og að maður-
inn hafi ekki notið réttarfars-
legs hagræðis sem hefði verið í
að mál hans væri sameinað öðr-
um málum.
Maðurinn sem er 28 ár gam-
all hefur hlotið 19 refsidóma frá
árinu 1996, meðal annars ítrek-
að fyrir þjófnaði. Síðast var
hann dæmdur í mars á þessu ári
í 60 daga fangelsi fyrir að aka
án ökuréttinda og fyrir fíkni-
efnabrot. ■
SETTUR RÁÐUNEYTISSTJÓRI
Halldór S. Kristjánsson hefur
verið settur ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu í allt að
hálft ár frá áramótum. Halldór
hefur verið staðgengill Jóns
Birgis Jónssonar ráðuneytis-
stjóra sem hefur fengið leyfi
frá störfum.
TÍU ÁRA ENDURBÓTUM LOKIÐ
Nýtt og endurbætt húsnæði
Heilbrigðisstofnunarinnar á
Hvammstanga hefur verið vígt.
Gagngerar endurbætur hafa
staðið yfir í tíu ár, eða frá 1992.
Nýtt þjónustuhús var byggt og
eldra húsnæði endurbyggt.
ALLIR GREIÐA LEIGU Allir íbúar
á sambýlum fatlaðra greiða
húsaleigu frá og með áramótum
samkvæmt reglugerð sem tek-
ur gildi 1. janúar. Íbúarnir eiga
rétt á húsaleigubótum.
SVIÐSETT Í KVIKMYNDAVERI?
Edwin Aldrin geimfari stendur við banda-
ríska fánann 20. júlí 1969. Neil Armstrong
tók myndina. Sumir eru sannfærðir um að
geimfarar hafi aldrei farið til tunglsins. AP
/N
EI
L
AR
M
ST
RO
N
G
, N
AS
A
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
Föðurlandslaus í Helsinki fagnar hann komu Ingibjargar Sólrúnar í landsmálin.
„Það er stað-
reynd að hún
er í raun leið-
togi jafnaðar-
manna á Ís-
landi“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
O
NÍU ÁRA?
Astrid Lindgren hugsaði sér Línu langsokk
sem níu ára stelpuskott. Framleiðendur
Línu Langsokksdúkku hafa greinilega aðrar
hugmyndir.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA:
Vill ekki svara efasemdarmönnum
Línudúkka veldur reiði:
Langsokkur verður langkroppur
Miðbær Akraness:
Ný verslun-
armiðstöð
AKRANES Bæjaryfirvöld á Akra-
nesi hafa ákveðið að lóðaúthlutun
til Gnógs ehf. skuli gilda til 15.
mars. Fyrirtækið hyggst reisa
verslunarmiðstöð í miðbæ Akra-
ness.
Auk 7.500 fermetra verslunar-
miðstöðvar er ráðgert að reisa
tvær tíu hæða blokkir með 80
íbúðum á Skagaverstúninu. Áætl-
aður kostnaður er um 1,5 milljarð-
ur króna.
Skipulags- og umhverfisnefnd
Akraness hefur óskað eftir því að
verkefnið verði unnið í samráði
við nefndina. ■