Fréttablaðið - 27.12.2002, Page 23
Það ætti ekki að koma neinum áóvart að annar kafli í Hringa-
dróttinssögu, „The Two Towers“,
fór rakleiðis á topp bíóaðsóknar-
listans í Bandaríkjunum á fyrstu
viku sinni. Nýja
myndin bætti að-
sóknarmet fyrri
myndarinnar um
einhver 25% og
gagnrýnendur
hrósa flestir
myndinni hástöf-
um. Á Þorláks-
messu var myndin komin í 8. sæti
yfir bestu myndir allra tíma á
Internet Movie Database. Fyrri
myndin situr þar í fjórða sæti.
Rokkrisarnir í Metallica ætla aðleika á tónleikahátíðunum í
Reading og Leeds næsta sumar.
Sveitin er við það að gefa út nýja
breiðskífu og mun því líklegast
verða afar fyrirferðamikil á næsta
ári. Þeir hafa til dæmis þegar stað-
fest að þeir munu koma fram á
Hróarskelduhátíðinni næsta sum-
ar.
Sjálftitlaður konungur poppsins,Michael Jackson, lenti í efsta
sæti lista People Magazine yfir
„Lúða ársins 2002“. Árið sem er að
líða var ekki það besta fyrir hann.
Hann lenti snem-
ma á árinu í skot-
hríð fjölmiðlanna
eftir að hann réðst
á Sony-útgáfuna,
sem hann kallaði
„kynþáttahatara“
og sagði að hefði
reynt að gera allt
til þess að plata hans myndi ekki
seljast vel. Hann komst svo aftur í
fréttirnar þegar fyrrum umboðs-
maður hans kærði hann fyrir
samningsbrot. Síðasta fjölmiðla-
málið var svo þegar hann tók upp
á því að sveifla sex mánaða gömlu
barni sínu fram af svölum á fimm-
tu hæð á hóteli í Berlín.
Leikkonan Kim Cattrall, semleikur Samönthu Jones í sjón-
varpsþáttunum „Sex and the City“,
hefur skilið við eiginmann sinn.
Hún henti honum út og hélt því
fram að hann væri með kynlíf á
heilanum. Eiginmaðurinn fékk
hana til þess að taka þátt í útgáfu
bókarinnar „Satisfaction: The Art
of the Female Orgasm“ í fyrra og
var víst að undirbúa útgáfu fram-
haldsbókarinnar. Cattrall var víst
orðin leið á öllu kynlífstalinu enda
ætti hún að fá nóg af því í vinn-
unni.
Leikstjórinn Quentin Tarantinohyggst gera kvikmynd þar sem
Vega-bræðurnir, Vincent Vega úr
„Pulp Fiction“ sem John Travolta
lék og Vic Vega sem Michael Mad-
sen lék í „Reservoir Dogs“, birtast
á ný. Myndin ger-
ist skiljanlega á
undan hinum
tveimur þar sem
piltarnir létu lífið í
myndunum. Næsta
mynd leikstjórans
heitir „Kill Bill“
og mun skarta Umu Thurman í að-
alhlutverki. Tarantino ætlar að
klára að skrifa handrit „The Vega
Brothers“ snemma á næsta ári og
búist er við því að myndin fari í
tökur næsta sumar. Leikarinn John
Travolta undirbýr því endurkomu
sína í „svalheima“ á nýjan leik.
23FÖSTUDAGUR 27. desember 2002
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 2.20, 3.30 5.45, 7, 9, 10.30 og 12.30
GULLPLÁNETAN kl. 2,4 og 6 ísl. tal
Sýnd kl. 4. 8 og 11.30 VIT 482 b.i. 12 ára
m/ísl. tali 2, 3 og 5 VIT 498
HARRY POTTER m/ísl. tali 2, 5 og 8 VIT468
GULLPLÁNETAN enskt tal 7, 9 og 11 VIT499
GHOSTSHIP 11 og 12.50 VIT487 KNOCKAROUND GUYS
kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
EN SANG FOR MARTIN kl. 4 og 8
JAMES BOND 2.30, 5.30, 8.30 og 11.10
EARNEST 2, 6 og 10
Sýnd kl. 2.30, 6.30 og 10.30
JAMES BOND 8 og 11