Fréttablaðið - 27.12.2002, Side 28

Fréttablaðið - 27.12.2002, Side 28
28 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli JÓHANN HLÍÐAR HARÐARSON Þarf hugsanlega að „koma út úr skápnum“ hvað varðar flugeldana þegar börnin eldast. Jóhann Hlíðar Harðarson: Fer á huggu- legheitunum inn í nýja árið GAMLÁRSKVÖLD „Ég elda góðan mat fyrir fjölskylduna, bræður mína og þeirra fjölskyldur og móður mína, þetta eru um það bil tíu manns,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður á Stöð 2. „Ég fer á eina brennu og svo í Öskjuhlíðina til að horfa á flug- eldana lýsa upp Reykjavík. Þetta með Öskjuhlíðina kom til eftir að við fluttum í Hlíðarnar.“ Jóhann segir einu hefðina varðandi matseldina þá að hefðin sé engin. „Ég ákveð matseðilinn meðan ég melti jólarjúpurnar,“ segir hann og viðurkennir að hann sé mikill flugeldamaður. „Ég nota þá afsökun að þetta sé allt fyrir börnin gert, það versnar í því þeg- ar þau fara að eldast, þá neyðist maður til að koma út úr skápn- um,“ segir Jóhann hlæjandi. Eftir flugeldana á miðnætti fer Jóhann heim og fær sér kaffi og koníak og fer á huggulegheitun- um inn í nýja árið. ■ SVERRIR STORMSKER Flugeldaglaður á gamlárskvöld eftir að hafa etið hefðbundið hangiket. Sverrir Stormsker: Sama gamla hangiketið GAMLÁRSKVÖLD „Hefðir á gamlárs- kvöld? Já, já, við borðum,“ segir Sverrir Stormsker. „Ég og mitt fólk, það er okkar hefð. Hvað við borðum? Sama gamla hangiketið, það er núna að verða um 40 ára.“ Sverrir viðurkennir að hann fari hamförum í skoteldunum um áramótin. „Ég skýt á hverju gamlárskvöldi,“ segir Sverrir „og skýt mikið.“ ■ Nei! Mér er slétt- sama hva›a leikur er! Taktu fletta af! Djö...! Gó› tilraun, pabbi! En vi› náum seinni hálf- leik hjá ömmu ef vi› höldum 350 km me›- alhra›a! Hvar hefur verið gengið til góðs... og hvar ekki Stjörnurnar líta um öxl á áramótum Það skiptast á skin og skúrir hjá fræga fólkinu eins og öðrum dauðlegum. Á áramótum er venja að líta yfir farinn veg og skoða árið sem er að líða. Það gera stjörnurnar líka. Þrátt fyrir að Vinona Ryder fáiað meðaltali 5 milljónir doll- ara fyrir leik sinn í kvikmynd var hún staðin að búðarhnupli í des- ember árið 2001. Árið sem er að líða hefur því verið vont fyrir Vinonu, sem hefur margoft þurft að mæta fyrir rétti og útskýra af hverju hún borgaði ekki fyrir Gucci-dressið, Marc Jacobs-bol- inn, Dolce & Gabbana-töskuna, hárbandið og sjö pör af sérhönn- uðum sokkabuxum, sem er hluti af því sem hún hafði á brott með sér úr versluninni Beverly Hills Saks í Hollywood. Góssið mun hafa verið að andvirði 5,600 doll- ara. Til að bíta höfuðið af sköm- minni birtist leikkonan á forsíðu tímaritsins W í bol með áletrun- inni: Bjargið Winonu, og komst þar með endanlega í flokk fár- veikra og „dysfunctional“ leik- ara. Winona var dæmd til að inna af hendi 480 stunda samfélags- þjónustu og vonir standa til að leikkonan fullorðnist og þroskist á nýju ári. ■ BÚÐARHNUPL Aumingja Vinona hef- ur ekki átt sjö dagana sæla og spurning hvort frami hennar í kvikmyndum er end- anlega fyrir bí. Vinona Ryder: Hundfúlt ár Jennifer Aniston: Blómstraði sem aldrei fyrr FRIENDS-LEIKKON- AN SKEMMTILEGA JENNIFER ANISTON Vann marga sigra á ár- inu og sannaði að hún getur jafnt leikið drama og grín. Þegar Jennifer Aniston var senthandrit að kvikmyndinni The Good Girl, og boðið að leika fýldu, stríðhærðu og sérlega „ó-Rakelar- legu skrifstofustúlkuna í mynd- inni, var hún sannfærð um að handritið hefði lent hjá rangri leikkonu. Þegar hún hafði áttað sig þáði hún hlutverkið og þykir hafa staðið sig sérstaklega vel, meira að segja hefur Óskarinn verið nefndur í sömu andránni. Aniston var með verðlaun í farteskinu þegar hún hélt heim af Emmy-verðlaunahátíðinni og óhætt að segja að árið hafi verið henni hliðstætt, en hún þjáðist lengi vel af óöryggi og segist á tímabili hafa verið sannfærði um að hún yrði aldrei annað en geng- ilbeina. Meðleikarar hennar skilja ekk- ert í óöryggi stúlkunnar og Matt- hew Perry segist ekki geta hugsað sér neitt sem Aniston ráði ekki við. „Ég held hún hafi ekki blómstrað neitt sérstakleg þetta ár,“ segir eiginmaðurinn, Brad Pitt. „Hún hefur alltaf verið stór- kostleg, það er bara fyrst núna sem heimurinn er að vakna og átta sig á því.“ ■ Sara Jessica Parker ljómaði einsog sól á árinu sem er líða, en hún fékk þann draum sinn upp- fylltan að verða þunguð og eign- aðist myndarlegan strák í lok október. Óléttan kom þó aðeins niður á aðdáendum The Sex sand The City, því fimm þættir af þrettán voru blásnir af. Sara Jessica er ein af fáum kvik- myndastjörnum sem er lukkulega gift, en eiginmaður hennar til sjö ára er leikarinn Matthew Broder- ick. Hún segir fæðinguna standa upp úr því sem gerðist á árinu. „Ég var með hríðir í átta klukku- stundir,“ segir Jessica, „en það var þess virði. Ég er reyndar sí- þreytt, en þessi reynsla hefur kennt mér að meta mömmu mína. Hvernig fór hún eiginlega að með átta stykki?“ spyr Jessica, sem segir það forréttindi að fá að vera örmagna vegna umönnunar barns. Upptökur á sjónvarpsþáttun- um hefjast að nýju í mars á næsta ári, en þá undir nýju nafni, Bassinets and the City. En móð- urhlutverkið verður ekki til þess að hlutverk Söru Jessicu breytist í þáttunum. „Hún verður áfram sú sem eyðir öllum sínum pening- um í skó,“ er haft eftir framleið- anda þáttanna, Michael Patrick King. ■ NÝBÖKUÐ MÓÐIR Er örmagna af þreytu eftir barneign, en þó alsæl. Sara Jessica Parker: Fæðing sonarins merkilegust Eminem má muna sinn fífilfegri sem „mesta sjokk“ Bandaríkjanna síðan Elvis var og hét. Hann er nú orðinn þrítugur, ábyrgur faðir sem býr í fínu hver- fi í Dretroit. Grannarnir þekkja hann hvorki sem Eminem eða Slim Shady, heldur undir nafninu sem honum var raunverulega gef- ið, sumsé Marshall Mathers. Í nóvember síðastliðinum sló hann í gegn sem leikari í kvikmyndinni 8 Mile, sem byggir reyndar laus- lega á ævi rapparans sjálfs, og fjallar um strák sem rís upp úr fá- tæktarslömminu. Eminem fékk dúndur dóma fyrir frammistöð- una og þótti túlka berskjaldaða og óörugga aðalpersónuna af næmni og mýrkt. Eminem skoraði líka í tónlist- inni því þrátt fyrir að The Mars- hall Mathers LP, sem kom út árið 2000, hafi kostað ramakvein og áköf mótmæli til dæmis lessa og homma sem sögðu rapparann haldinn viðurstyggilegum for- dómum. Þrátt fyrir það seldist síðasti diskur hans, The Eminem Show, í sjö milljónum eintaka. Þó kannski sé helst til langt gengið að líkja Eminem við sætan bangsa eins og slúðurdálkahöfundurinn Maureen Dowd gerði í The New York Times er greinilegt að rapp- arinn grófi sem hefur hneykslað milljónir er að eldast „illa“ og all- ur að mýkjast. Sem kannski opnar honum leið að þotuliðinu í Hollý, en þangað hefur hann svarið að komast. „Ég er að ala dóttur mína upp og verð að vera góð fyrirmynd,“ útskýrir rapparinn, en mörgum finnst að minna hafi nú mátt gagn gera. ■ EMINEM Þykir hafa átt gott ár, en áhangendum hans líst ekki á hvað töffarinn er að verða ráðsettur. Eminem: Mýktist upp á árinu JÓLABARN Rohitash Singh, sem er eins árs gömul, einbeitti sér að því að drekka úr pela á meðan jólin gengu í garð á Indlandi. Þrátt fyrir að meirihluti Indverja séu hindúar halda fjölmargir upp á jólin með margvís- legum hátíðarhöldum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.