Fréttablaðið - 27.12.2002, Page 30
30 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR
DÝRT
Er stoltur
Vesturbæingur
Bjarni Felixson á afmæli í dag. Hann er upp-
alinn Vesturbæingur. Varð sjö sinnum bikar-
meistari í fótbolta og er stoltur af viðurnefn-
inu „Rauða ljónið.“
AFMÆLI Bjarni Felixson, íþrótta-
fréttamaður, er 66 ára í dag. Hann
ætlar ekki að gera neitt sérstakt í
tilefni dagsins. „Ég hef sjaldan eða
aldrei haldið upp á afmælið. Það
hefur fallið inn í jólin og það er
mjög þægilegt,“ segir Bjarni.
„Þegar ég var yngri var haldið upp
á það. Þá var það mjög gott því ég
fékk auka dag á jólunum. Fékk
uppáhaldsmatinn minn á þriðja í
jólum.“
Bjarni er uppalinn og afar stolt-
ur Vesturbæingur. Hann hóf
menntagönguna í Miðbæjarskólan-
um en tíu ára fluttist hann yfir í
Melaskólann. Þá tók Gagnfræða-
skólinn við Hringbraut við og síðar
Gagnfræðaskóli Vesturbæjar, þar
sem hann lauk landsprófi. Þá lá
leiðin í Menntaskólann í Reykjavík
og útskrifaðist Bjarni þaðan árið
1955.
Nánasti vinur Bjarna og sessu-
nautur á menntaskóla árunum var
Friðrik Ólafsson, stórmeistari og
skrifstofustjóri Alþingis. Auk hans
voru Birgir Ísleifur Gunnarsson
og Guðrún Helgadóttir í bekk með
Bjarna.
Bjarni segist ekki hafa verið
mikill skákmaður líkt og Friðrik
félagi hans, þótt hann væri þó oft
bendlaður við hana. „Í næsta húsi
við okkur bjó Guðmundur Ágústs-
son sem var skákmeistari mikill.
Þangað sóttu allir skákmeistarar
bæjarins þekkingu. Kannski var
það út af vináttu minni við Friðrik
að ég fór snemma að hjálpa til á
skákmótum. En skákmeistari er ég
ekki.“
Bjarni fékk snemma áhuga á
íþróttum. Hann segir að í næsta
nágrenni hafi hálft KR-liðið búið.
„Ég byrjaði að æfa fótbolta sjö
ára gamall þegar KR fékk enskan
þjálfara. Síðan gerðist ég frjáls-
íþróttamaður og æfði þær sem
drengur en fór að stunda fótbolt-
ann af kappi ellefu eða tólf ára,“
segir Bjarni sem lagði skóna á hill-
una árið 1968. Hann varð sjö sinn-
um bikarmeistari, eitthvað sem
fáir eða enginn hefur leikið eftir.
Bjarni fékk snemma viðurnefn-
ið „Rauða Ljónið“, þegar hann var
eldrauðhærður og þótti harður í
horn að taka. „Þeir gáfu mér þetta
viðurnefni félagarnir í fótboltan-
um. Ég er afar stoltur af því viður-
nefni,“ segir Bjarni Felixson, af-
mælisbarn.
kristjan@frettabladid.is
AFMÆLI
Almar Örn Hilmarsson varnýverið ráðinn forstjóri Aco
Tæknivals. Almar er aðeins 29
ára gamall og trúlega með yngri
forstjórum á landinu. „Aldurinn
segir nú ekki allt,“ segir Almar.
„Ég er gömul sál og þrjóskur og
fastheldinn á marga hluti.“
Almar sem hefur áður unnið
sem framkvæmdastjóri Banana
ehf. samþykkir ekki að tölvur
úreldist hraðar en ávextir. „Það
hefur hægst á þeirri þróun,“
segir hann. „Tæknibyltingin
ekki jafn hröð og hún var.“
Áhugamál Almars snúast um
íþróttir, tónlist, veiðar af öllu
tagi og kvikmyndir. „Ég hef
gaman af íþróttum en eingöngu
sem áhorfandi. Uppáhaldstón-
listin er rokk og hip hop og eig-
inlega allt nema klassík. Mig
dreymdi um að verða rokk-
stjarna þegar ég yrði stór, en
það átti ekki fyrir mér að ligg-
ja.“
Almar lærði þó barnungur á
bassa, en lagði hann fljótlega á
hilluna. Hann hefur brennandi
áhuga á skot- og stangveiðum þó
ekki hafi hann haft erindi sem
erfiði á rjúpnaskytteríum í
haust. „Ég fór fjóra ferðir og
kom alltaf tómhentur heim. Ég
hafði ekkert upp úr þessu nema
kulda og vosbúð,“ segir hann
svekktur. En jólunum var bjarg-
að þar sem pabbi hans og bræð-
ur eru hittnari.
Forstjórinn ungi nýtur þess
líka að horfa á kvikmyndir í frí-
stundum. „Þær verða þó að eiga
eitthvað skylt við raunveruleik-
ann. Ég hef ekki gaman af fjar-
stæðukenndum bíómyndum.“
Nýja starfið leggst mjög vel í
Almar. „Þetta er gríðarlega
spennandi, hér er fullt af góðu
og fersku fólki. Starfsmenn hér
innanhúss eru ljósárum á undan
mér í tölvuþekkingu, en ég
treysti því fullkomlega að þeir
séu þeir færustu á sínu sviði.“
Almar Örn er í sambúð með
Brynhildi Stefánsdóttur. ■
Almar Örn Hilmarsson
er nýr forstjóri Acos Tæknival.
Persónan
Dreymdi um að verða rokkstjarna
BJARNI FELIXSON
Bjarni hóf störf sem hlutamaður á Ríkisútvarpinu veturinn 1968 þegar enska knatt-
spyrnan hóf göngu sína í sjónvarpi. Hann varð fastur starfsmaður árið 1974, eitthvað
sem hann ætlaði aldrei að gera. Bjarni starfaði áður við verslun, skrifstofustjórnun og
sem vélsmiður.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Björn
Bjarnason og Alfreð Þorsteinsson eru
perluvinir
Leiðrétting
ALMAR ÖRN HILMARSSON
Var flugeldasjúkur sem barn, breytti rakett-
um og sprengdi leikföngin sín í loft upp.
Það hefur elst af honum, en hann er nú
orðinn forstjóri aðeins 29 ára gamall.
Porche 911 Carrera hjá BílabúðBenna. Kostar 8.900 þúsund
krónur; átta milljónir og níuhund-
ruð þúsund krónur. Skemmtileg
týpa með einstökum eðliskostum:
320 hestöfl, 6 strokka. Viðbragð:
5,2 sekúndur upp í 100. Bremsun:
100 niður í 0, 2,6 sekúndur. 6 gíra.
18 tommu felgur. Leðursæti. Spól-
og skriðvörn. Dýrgripur á hjólum
með öllu. Kostakaup fyrir þá sem
geta og vilja.
FÓLK Í FRÉTTUM
Samgönguráðuneyti SturluBöðvarssonar sendi út þau
tíðindi að ráðuneytisstjórinn,
Jón Birgir Jónsson hefði fengið
sex mánaða leyfi frá og með 1.
janúar. Sú kenning er uppi að
ráðuneytisstjórinn muni ekki
snúa aftur til síns gamla starfs.
Embætti vegamálastjóra er á
lausu eftir áramót en fregnir
hafa verið af því að Sturla ráð-
herra hafi litið starfið hýru auga
en síðan hrokkið undan. Nú er
hvíslað um það í kerfinu að Jón
Birgir eigi að hreppa hnossið.
Talsvert er um það talað með-al útgerðarmanna að Krist-
ján Ragnarsson, formaður og
framkvæmdastjóri, hverfi ekki
tómhentur frá LÍÚ á næsta ári.
Kristján er einhver öflugasti
talsmaður útgerðarmanna og
hefur þjónað sambandi sínu allt
frá miðri síðustu öld. Í starfs-
samningi hans var ekki kveðið á
um lífeyrisgreiðslur honum til
handa og því þurfti að kippa í
liðinn. Því var samið við Krist-
ján um það að sambandið greid-
di honum vegleg eftirlaun.
Nokkur urgur er innan LÍÚ
vegna þessa og einhverjir
reiknimeistarar hafa fundið út
að lífeyrissamningurinn kosti
sambandið 70 milljónir króna.
En í höfuðstöðvum LÍÚ neita
menn að staðfesta upphæðir og
samningurinn er aðeins á vitorði
örfárra aðila sem sátu í fram-
kvæmdaráði þegar samið var
við þáverandi framkvæmda-
stjóra.
Hvernig heldurðu ljósku upp-tekinni? (Sjá hér fyrir neðan).
Hvernig heldurðu ljósku upp-tekinni? (Sjá hér fyrir ofan).
Urbi et Orbi, til borgarinnar
og heimsins.
16, frá 22. september.
Árni Sigfússon, þrjá mánuði.
1.
2.
3.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6