Fréttablaðið - 04.02.2020, Side 1

Fréttablaðið - 04.02.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Hlaðinn búnaði! Volkswagen Crafter Tilboðsverð 4.830.000 kr. Volkswagen Crafter sendibíll. Sjálfskiptur. Atvinnubílar HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · Volkswagen.is án vsk. IÐNAÐUR Hópur manna undir for- ystu Ólafs Joshua Baldurssonar bílahönnuðar undirbýr opnun þróunarmiðstöðvar og bílaverk- smiðju hér á landi. Fyrirhugað er að þróa, hanna og framleiða ofur- sportbíla sem fengið hafa nafnið Viking Union. Ólafur hefur unnið við bíla- framleiðslu tvo síðustu áratugi, meðal annars fyrir bílaframleið- andann Koenigsegg þar sem hann bar ábyrgð á samsetningu véla. Á síðustu árum hefur hann unnið í Bretlandi við hönnun sportbíla og mótorhjóla, meðal annars fyrir fyrirtækið Supercars System við sérsmíði sportbíls. Áætlanir fyrirtækisins Viking Union Auto Motive, sem Ólafur stýrir, er að þróa, hanna og fram- leiða mjög dýran sportbíl undir nafninu Viking Union sem væri tveggja manna götubíll með yfir- byggingu og einrýmishönnun úr koltrefjum. Gangi áformin eftir verður þetta fyrsti bíllinn sem framleiddur er á Íslandi fyrir almenna notkun og í raun og veru fyrsta íslenska bílamerkið. Í upp- hafi er ætlunin að framleiða um 10-14 bíla á ári, eða um það bil einn á mánuði. Framleiðsla yfir 60 bíla á ári kallar á mun strangari fram- leiðslureglur. Að mati Ólafs eru á Íslandi góðar aðstæður til að hanna, þróa og jafn- vel smíða bíla á Íslandi. „Fyrir mér er Ísland óskaland fyrir þetta verkefni, ekki bara fyrir sérstöðu þess heldur einnig að hér eru þær aðstæður sem til þarf,“ segir hann. Hann segir að áhugi sé hér á landi á sérsmíði bíla. Þá sé málmsmíði mjög sterk hér sem þróast hefur út frá sjávarútvegi. Næstu skref séu að finna hér hentugt húsnæði með aðgengi að prófunarbraut auk fjármagns. Hann segir að nú þegar sé um borð stór erlendur fjárfestir. Ólafur er í viðtali í Bílablaðinu, fylgiriti dagsins. – ng, ds Hyggst framleiða bíla á Íslandi Íslenskur bílahönnuður undirbýr þróun, hönnun og framleiðslu á Íslandi á tveggja manna sportbíl í fáum en dýrum eintökum. Þetta yrði fyrsti bíllinn framleiddur hér á landi fyrir almenna notkun. Fyrirtækið Viking Union Auto Motive ætlar að fram- leiða dýra sportbíla undir nafninu Viking Union. UTANRÍKI S M ÁL Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, sendi allt kínverska starfs- fólkið heim vegna kórónaveir- unnar og aðeins Íslendingar eru að störfum. Á rúmlega eitt hundrað Íslendingar eru í Kína en enginn á einangraða svæðinu við Wuhan. Um fjörutíu eru í Peking, nokkrir tugir í Shanghaí og Hong Kong og svo fólk víða um landið. „Andrúmsloftið er frekar þrúgandi, fáir á ferli, allir með grímu,“ segir Gunnar. – ab / sjá síðu 4 Enginn héðan á Wuhan svæðinu Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína. Hún beið lengi eftir stoðsendingu frá stúdínum álftin sem vappaði ein og frí á kanti ísilagðrar Reykjavíkurtjarnar í gær meðan fótboltaleikur menntaskólastúlkna stóð sem hæst á ísnum. Þær létu álftina ekki truf la leikinn og ekki þýddi að gefa á hana svona kolrangstæða. Einhver bið verður nú á frekari fótboltaiðkun á tjörninni enda hlýindi í kortunum. FÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.