Fréttablaðið - 04.02.2020, Side 2

Fréttablaðið - 04.02.2020, Side 2
Fasteignamatið hefur hækkað úr 362 milljónum í 625 síðan árið 2017. Veður Vaxandi sunnanátt í dag, 10-18 m/s seinni partinn með slyddu eða snjókomu, en síðar rigningu. Heldur hægari og þurrt NA til, en dálítil snjókoma þar í kvöld. Hlýnandi veður. SJÁ SÍÐU 14 Sjómenn læra réttu viðbrögðin Nemendur í endurmenntun Slysavarnaskóla sjómanna við æfingu í Reykjavíkurhöfn. Þegar ljósmyndara bar að garði voru þeir að finna hitamun- inn við loft og gólf. Skólinn er rekinn af Landsbjörg og var stofnaður árið 1985, til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMFÉLAG „Við kölluðum ungl- inga úr öllum félagsmiðstöðvum í Grafarvogi saman á fund þar sem þau ákváðu hvernig verkefnið skildi framkvæmt og hvaða málefni skyldi styrkja,“ segir Helga Hjör- dís Lúðvíksdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Púgyn og verkefnastýra Góðgerðaviku sem nú stendur yfir í Grafarvogi. „Góðgerðavikan var haldin í Grafarvoginum fyrir einhverjum árum síðan og nú erum við að end- urvekja hana,“ segir Helga. „Krakk- arnir sjá um alla skipulagningu og við styðjum við bakið á þeim og reynum að hjálpa eins og við getum,“ bætir hún við. Hópur unglinga úr hverfinu tekur þátt í góðgerðaráði sem sér um að skipuleggja Góðgerðavikuna og valdi ráðið að styrkja við barna- vinafélagið Hróa Hött sem hefur það að markmiði að styðja fjárhags- lega við bakið á þeim grunnskóla- börnum sem líða skort á einhvern hátt. Eydís Birta Aðalsteinsdóttir, nemandi í tíunda bekk í Kelduskóla og meðlimur í góðgerðaráðinu, segir að Hrói Höttur hafi orðið fyrir valinu því að krökkunum hafi þótt málefnið skipta miklu máli. „Þetta tengist unglingum og börnum og þessi viðburður er fyrir börn og unglinga,“ segir hún. „Okkur langaði líka að vekja meiri athygli á þessu félagi vegna þess að margir sem við töluðum við höfðu enga hugmynd um hvað þetta væri,“ segir Eydís. Helga segir að krakkarnir hafi verið sammála þegar kom að því að velja málefnið og að það standi þeim nærri. „Þeim þótti vænt um að geta styrkt krakka á þeirra aldri sem upplifa það að komast kannski ekki með í skólaferðalög eða geta ekki fengið mat í skólanum,“ segir Helga. Á Góðgerðavikunni eru haldnir þrír stórir viðburðir og rennur allt það fé sem krakkarnir safna beint til Hróa Hattar. „Í gær var opið hús þar sem var hægt að gera alls konar skemmtilegt. Til dæmis borga þrjú hundruð krónur fyrir brjóstsykurs- gerð og rjómakast í starfsmenn,“ segir Eydís. „Á morgun höldum við kaffihúsa- kvöld þar sem verða þó nokkrir listamenn sem við fengum til þess að gefa tíma sinn og vera með okkur og svo verða tveir stuttir fyrirlestr- ar,“ segi Eydís. Meðal þeirra sem koma fram á kaffihúsakvöldinu sem haldið verður í Hlöðunni í Gufunesbæ á milli klukkan 19 og 22 eru Alda Dís, Heiða Ólafs og Þorsteinn Ein- ars. „Við erum líka búin að vera að safna mörgum vinningum til þess að geta haldið geggjað happdrætti og verðum með kaffisölu. Við von- umst til þess að sjá sem f lesta og njóta kvöldsins,“ segir Eydís. „Svo á föstudaginn þarf auðvitað að enda svona góða viku á sturluðu balli. Jói P. og Króli munu koma fram ásamt nokkrum unglinga dj-um. Inn á ballið mun kosta 500 krónur og við vonum að allir munu skemmta sér konunglega.“ birnadrofn@frettabladid.is Unglingar í Grafarvogi safna fyrir Hróa Hött Unglingar í Grafarvogi standa nú fyrir viðburðum á góðgerðaviku í Grafar- vogi. Safna fé til styrktar Hróa Hetti, félagi sem styður grunnskólabörn sem líða skort. Listamenn munu gefa vinnu sína á Kaffihúsakvöldi annað kvöld. FASTEIGNIR 570 milljón króna verð- miði hefur verið settur á hið fræga Kirkjuhús við Laugaveg 31, sem Þjóðkirkjan hefur margsinnis sett á sölu á undanförnum árum. Fram að þessu hefur aðeins verið boðið upp á tilboð. Árið 2017 var húsið sett á sölu en ákveðið var að bíða um stund þótt tilboð hefðu borist. Hefur húsið síðan nokkrum sinnum verið sett aftur á sölu. Fasteignamat hússins hefur hækkað mikið á þessum tíma, árið 2017 var það 362 milljónir en er 625 milljónir í dag. Húsið er alls tæpir 1.542 fermetrar og var byggt árið 1945. Biskupsstofa flutti inn í það árið 1994 en hefur undanfarin ár verið að færa starfsemina annað. – khg 570 milljón króna verðmiði á Kirkjuhúsið VERÐ FRÁ 99.900 KR. Á MANN M.V. FYRIR TVO FULLORÐNA OG TVÖ BÖRN FRÁBÆR FJÖLSKYLDUGISTING SMÁHÝSI MEÐ 2 SVEFNHERBERGJUM KANARÍ | 7. -14. FEBRÚAR NÁNAR Á UU.IS | INFO@UU.IS | SÍMA 585 4000 ÍÞRÓTTIR Íþróttafélagið Kórdrengir hafa gert leigusamning við Reykja- víkurborg um afnot af geymslu í frístundaheimilinu Álftabæ við Safamýri 28, sem áður var félags- heimili Fram. Í umsókn félagsins kemur fram að félagið reki lið í fótbolta, handbolta og skák en fót- boltalið félagsins æfi alla virka daga á svæði fyrir framan frístundaheim- ilið. Liðið var eitt af spútnik liðum íslensku deildakeppninnar í fyrra og vann öruggan sigur í þriðju deild. Undirbýr liðið sig nú af kappi fyrir baráttuna í annarri deildinni. Geymslan í Safamýrinni er hugs- uð fyrir æfingadót félagsins. „Ég tel alla okkar starfsemi vera mjög heilbrigða og eingöngu vera húsinu til sóma,“ segir í umsókn sem yfir- þjálfari félagsins, Davíð Lamude, skrifar til borgarinnar. Þá kemur fram í umsókninni að Kórdrengir geri sér fulla grein fyrir því að hús- næðið sé skemmt vegna myglu. Í ljósi ástands húsnæðisins ákvað Reykjavíkurborg að lána félaginu húsnæðið tímabundið án endur- gjalds. – bþ Kórdrengir fá myglugeymslu frá borginni Frá æfingu Kórdrengja í Safamýri. Kórdrengirnir gera sér grein fyrir því að húsnæðið er illa farið vegna myglu og borgin lánar þeim það tímabundið án endurgjalds. Krakkarnir voru sammála um val á málefni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.