Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2020, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.02.2020, Qupperneq 18
Eftir aðeins tæp þrjú ár í framleiðslu hefur Mercedes ákveðið að hætta framleiðslu á pallbíl sínum í júní næstkomandi. Frankfurt bílasýningin var haldin í fyrra sem endranær en 30% minni aðsókn á hana olli miklum vonbrigðum. Þess vegna hafa samtök bílaframleiðanda í Þýska- landi ákveðið að flytja sýninguna og komst Frankfurt ekki einu sinni á lokalistann yfir hvaða borg yrði fyrir valinu. Þær borgir sem koma til greina eru Berlín, Hamborg eða München. Sýningin hefur verið haldin í Frankfurt í 70 ár en hún er haldin annað hvert ár, til móts við bíla- sýninguna í París. Sýningin er ásamt bílasýningunni í Genf stærsta bílasýning álfunnar. Hún hefur verið kölluð Alþjóðlega bílasýningin og verið mikilvæg fyrir frumsýningar og kynningar á nýjum módelum. Kannanir hafa sýnt að um þriðjungur þeirra sem heimsækja sýninguna munu kaupa bíl á næst sex mánuðum. Sýningin er stór og mikið í hana lagt og er þar af leiðandi dýr fyrir framleiðendurna, sem hafa undanfarið kosið að halda eigin kynningar sem auðvelt er að streyma yfir netið fyrir brot af þeim kostnaði sem þátttaka í stórri sýningu kostar. Samtök bílaframleiðanda hafa sagt að breyta þurfi áherslum og setja fókusinn á samgöngur í borgum framtíðarinnar og þess vegna eru stórborgirnar Berlín, Hamborg og München í lokaval- inu sem tilkynnt verður á næstu vikum. Frankfurt bílasýningin flytur sig um set Mercedes-Benz hefur ákveðið að hætta framleiðslu á X-línu pall- bílnum eftir aðeins þrjú ár í fram- leiðslu. Bíllinn var kynntur árið 2017 og var ætlað að keppa við VW Amarok, Ford Ranger og Toyota Hilux á hinum vinsæla pallbíla- markaði. Kaupendur voru hins vegar ekki tilbúnir til að kaupa bíl með Benz stjörnunni sem var í raun og veru Nissan Navara undir niðri og borga aukalega fyrir það. Salan 2018 var aðeins 16.700 eintök á heimsvísu og um það bil 10.000 bílar seldust á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Í Banda- ríkjunum var ásóknin sem áður mest í stærri pallbíla en X-línuna. Síðasti bíllinn mun renna út af færibandinu í Barcelona í júní og hætt verður að taka við pöntunum í bílinn í næstu viku. Mercedes hættir framleiðslu X-línu Kaupendur voru ekki tilbúnir að borga aukalega fyrir Benz merkingu á Navara pallbíl. MYND: TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Mikil mótmæli einkenndu bílasýninguna í Frankfurt í fyrra og hér hefur hópur mótmælenda lokað innganginum að sýningunni. NORDICPHOTOS/GETTY 410 4000landsbankinn.isLandsbankinn Lægra lántökugjald við kaup á vistvænum bílum Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir. 4. febrúar 2020 Þriðjudagur4 bílar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.