Fréttablaðið - 04.02.2020, Síða 26

Fréttablaðið - 04.02.2020, Síða 26
Alveg síðan Ford tilkynnti á Bíla- sýningunni í Detroit árið 2017 að Bronco nafnið yrði notað aftur á jeppa hafa bílaáhugamenn beðið spenntir eftir því hvers er að vænta. Ford hefur gengið vel að halda útliti jeppans leyndu og aðeins látið hafa eftir sér nýlega að bíllinn verðir frumsýndur vorið 2020. Stóra sýningin á vorin í Bandaríkjunum er New York Auto Show sem fram fer fyrri hluta aprílmánaðar. Ford hefur þó sagt aðeins meira, eins og að nýr Ford Bronco sé byggður á grind, sem er orðið fátítt þessa dagana. Það þýðir einfald- lega að um er að ræða alvöru jeppa sem mun geta glímt við meiri tor- færur en jepplingar. Hann mun líka nota sömu vélar og Ford Ranger pallbíllinn og reyndar undirvagn líka. Það þýðir ekki að V8 vél sé í kortunum en 2,3 lítra EcoBoost vélin skilar 270 hestöflum og er því verðug. Það þýðir líka að Bronco getur fengið nýju 10 þrepa sjálf- skiptinguna. Orðrómur er líka um nýjan sjö gíra beinskiptan gírkassa sem verður notaður við 2,7 lítra EcoBoost V6 vélina sem yrði heldur ekki leiðinlegur pakki, sú vél er 325 hestöfl og skilar 542 Newtonmetra togi. Við vitum líka að hann verður boðinn bæði þriggja og fimm dyra, og von er á Bronco pallbíl Verður nýr Ford Bronco frumsýndur í apríl? Þessar njósnamyndir á Ford Bronco í miklu dulargervi birtust í netheimum á dögunum og sýna bílinn á hærri fjöðrun og verklegan dekkjabúnað. Lifandi þátttaka í helgihaldi 2024 svo að samkeppni við Jeep er greinilega í kortunum. Heyrst hefur einnig að hægt verði að losa hurðir og þak og koma þeim fyrir í f lutningsrými bílsins. Hvort við fáum svo að sjá Bronco 7.-8. apríl á pressudögum New York sýningar- innar kemur í ljós. Það eru margir spenntir yfir því hvernig nýr Ford Bronco verður útbúinn. Verður hann jeppi eða ekki? Ný kynslóð Kia Sorento er á næstu grösum og samkvæmt fréttum frá bílablaðamönnum í Suður- Kóreu verður hann frumsýndur eftir fáeinar vikur. Netveitan The Korean Car Blog hermir að frum- sýning nýja bílsins verði í Suður- Kóreu þann 17. febrúar næstkom- andi, sem er sami dagur og opið er fyrir pantanir á heimamarkaði. Það þýðir að öllum líkindum að Evrópufrumsýning hans verði þremur vikum síðar, á bílasýning- unni í Genf. Kia Sorento keppir við bíla eins og Skoda Kodiak, Land Rover Discovery Sport og Nissan X- Trail, en Sorento er byggður á sama undirvagni og Hyundai Santa Fe. Samkvæmt nýjum njósnamynd- um af bílnum lítur hann út fyrir að vera með hvassari línum en áður og hafa hið einkennandi grill sem kallað er tígrisnef. Sorento verður líklega boðinn með 2,2 lítra dísil- vél en einnig sem tengiltvinnbíll. Í þeirri útgáfu er líklegt að hann noti 1,6 lítra vélina úr Niro með forþjöppu, ásamt rafmótor fyrir afturhjólin. Nýr Sorento frumsýndur í febrúar Þessi njósnamynd af Sorento með feludúkinn á náðist á dögunum. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið Bílaframleiðendur hafa þurft að bregðast við á margan hátt vegna kórónavírussins. Honda og Nissan hafa meðal annars þurft að flytja starfsfólk frá Kína og forstjóri Tesla, Elon Musk, lét hafa það eftir sér að tafir yrðu á framleiðslu Model 3 í Shanghaí. Renault hefur lokað verksmiðju sinni í Wuhan fram í miðjan febrúarmánuð að minnsta kosti. Vírusinn hefur þó mest áhrif á framleiðendur íhluta eins og Bosch og Magna Inter- national sem reka margar verk- smiðjur í Kína með tugþúsundir starfsmanna. Verstu spár gera ráð fyrir að vírusinn minnk- bílafram- leiðslu ársins í Kína um 32% eða um 1,7 milljónir ökutækja að sögn IHS Markit. Ekki eru allar fréttir þó slæmar því að samstarfsaðili Ford, Jiangling Motors Corp., hefur þurft að auka framleiðslu sína á sjúkra- bílum um 1.900 eintök. Kórónavírus hefur áhrif á bílaframleiðslu 4. febrúar 2020 Þriðjudagur12 bílar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.