Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 16

Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 16
1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Liverpool hefur leikið 38 leiki í deildinni án þess að tapa. Það er þriðja lengsta sigurganga í sögu Úrvalsdeildarinnar. Arsenal spilaði 49 leiki án þess að tapa árið 2004 og Chelsea spilaði 40 leiki ári síðar með Jose Mourinho við stjónvölinn. Bæði lið töpuðu fyrir Manchester United. Það eru fáir sem búast við einhverju krafta- verki á Anfield og að Manchester United hafi einfaldlega getuna til að velgja Liverpool undir uggum en stuðningsmenn Manchester-liðsins trúa því og rökin þeirra eru einföld. Í leikjum gegn Liverpool getur allt gerst. Það sýndi sig vissulega í fyrri leik liðanna á Old Trafford þegar Manc- hester-liðið náði jafntef li. Ekkert annað lið hefur stöðvað Liverpool- hraðlestina á þessu tímabili. Stuðningsmenn Liverpool hafa skipulagt að taka vel eða illa á móti leikmönnum Manchester eftir hvernig á það er litið. Ætla þeir að raða sér frá The King Harry pöbbn- um, meðfram götum Liverpool alla leið að Anfield. Eru menn hvattir til að koma með blys, fána og bjór til að sýna leikmönnum Manchester hvað þessi leikur þýði fyrir borgina og liðið. Liverpool hefur fengið 17 þúsund punda sekt fyrir svipaðar móttökur gegn Manchester City en þá brutu stuðningsmenn reyndar rúðu í rútu City. Þeir hafa einnig tekið svona á móti Barcelona fyrir 4-0 sigurinn margfræga í Meistara- deildinni. Í pósti stuðningsmanna segir einmitt að f lestir viti hvað svona móttökur geta gert liðum. Lögð er áhersla á að skapa spennu- þrungið andrúmsloft en of beldi sé ekki liðið. Manchester-liðið verður trúlega án Marcus Rashford og munar um minna. Liverpool-vörnin hefur haldið marki sínu hreinu í sex síð- ustu leikjum en síðan í desember hefur liðið fengið á sig þrjú mörk. Tvö gegn Everton og eitt gegn Monterrey. Það er því ekkert grín að komast í gegnum varnarmúr Liverpool. Liðið spilar þó ekki varnarbolta. Langt frá því. Það hefur skorað 50 Geta endað þriðju sigurgönguna Einn stærsti leikur ársins í enska boltanum er um helgina þegar erkifjendurnir Liverpool og Man. Utd etja kappi á morgun. Liðin eru á ólíkum stað en Utd hefur stöðvað tvær lengstu sigurgöngur enska boltans og í svona leik getur allt gerst – þó það sé ólíklegt. mörk það sem af er deildinni eða 2,38 mörk að meðaltali í leik. Aðeins Manchester City hefur komið tuðrunni oftar í markið. Liverpool spilar þannig fótbolta að þeir hlut- lausu stilla inn á leiki Liverpool til að njóta. Það er einhver fegurð sem fæðist á grasinu í hvert sinn sem þeir spila. Á meðan er allt svolítið þungt hjá Manchester United en liðið hefur aðeins unnið níu leiki í deildinni og eru 27 stigum á eftir erkióvini sínum fyrir leikinn. Þrátt fyrir muninn er þetta vissulega leikur þar sem allt getur gerst þótt stuðullinn á veðmálasíðum sé minni á sigri Liverpool. Liðin hafa unnið 38 deildar- titla, níu Meistaradeildarbikara, 19 FA-bikara, 13 deildarbikara og 36 Samfélagsskildi. Þá eru ótaldir aðrir bikarar. Þetta eru sigursæl- ustu lið enska boltans og önnur lið geta aðeins dreymt um söguna sem þessi tvö lið eiga. Manchester hefur unnið 66 titla en Liverpool er með 63 og á góðri leið með að bæta þeim 64. í safnið í vor en fátt getur komið í veg fyrir að Liverpool fagni sínum fyrsta deildartitli í 30 ár. Það er alveg ástæða að þessi slagur sé talinn einn sá stærsti – ekki aðeins á Englandi heldur í heiminum. benediktboas@frettabladid.isStjórarnir fyrir leikinn á Old Trafford. Báðir hafa verið með létt skot í aðdraganda leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 31. mars 2001 2–0 4. nóvember 2001 3–1 1. desember 2002 1–2 9. nóvember 2003 1–2 15. janúar 2005 0–1 18. september 2005 0–0 3. mars 2007 0–1 16. desember 2007 0–1 13. september 2008 2–1 25. október 2009 2–0 6. mars 2011 3–1 15. október 2011 1–1 23. september 2012 1–2 1. september 2013 1–0 22. mars 2015 1–2 17. janúar 2016 0–1 17. október 2016 0–0 14. október 2017 0–0 16. desember 2018 3–1 ✿ Leikir liðanna á Anfield síðan árið 2000 HANDBOLTI Íslenska karlalands- liðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð á Evrópumótinu í hand- bolta í gær þegar Slóvenar unnu 30-27 sigur á Íslandi. Strákarnir okkar eru því án  stiga þegar þrír leikir eru eftir af milliriðlinum og sæti í undanúrslitunum nánast úr sögunni. Þá verður erfitt fyrir íslenska liðið að tryggja sér þátt- tökurétt í undankeppninni fyrir Ólympíuleikana úr þessu en ásamt Evrópumeisturunum komast tvö efstu  liðin í umspilið sem hafa ekki þegar tryggt sér þátttökurétt. Landsliðið fær ekki langan tíma til að dvelja á þessu tapi þar sem leikur gegn spútnikliði Portúgals bíður á morgun. Sóknarleikur Íslands var lengi af stað og voru fyrstu mínúturnar keimlíkar því sem íslenska liðið sýndi á upphafsmínútunum gegn Ungverjum. Slóvenar nýttu sér liðsmuninn þegar Íslendingar léku manni færri vel og náðu fimm marka forskoti, 7-2, strax á tíundu mínútu leiksins. Leikhlé Guðmundar Guðmunds- sonar á 8. mínútu virtist vekja leik- menn íslenska liðsins til lífsins. Ólafur Andrés Guðmundsson fór fyrir sókn íslenska liðsins næstu mínúturnar þegar Ísland jafnaði metin á tíu mínútna kafla þar sem íslenska liðinu tókst að auka hrað- ann. Ísland náði forskoti í eina skiptið í leiknum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Slóvenar náðu að stela forskotinu með tveimur síð- ustu mörkum hálfleiksins. Annan leikinn í röð hélt íslenska liðið sjó fyrstu mínútur seinni hálf- leiksins en þurfti að horfa á eftir andstæðingum sínum um miðbik seinni hálfleiks. Á sautján mínútna kafla missti Ísland jafnan leik í sex marka forskot og Ísland hefði aðeins tíu mínútur til að jafna metin. Íslandi tókst að minnka muninn í þrjú mörk á lokamínútum leiks- ins en nær komust strákarnir ekki og þriggja marka sigur Slóvenanna staðreynd. Slóvenska liðið reyndist einfald- lega sterkara í gær og fór miðju- maðurinn Dean Bombac þar fremstur í f lokki. Bombac fór oft illa með íslensku vörnina, bæði þegar kom að markaskorun og að mata liðsfélaga sína því hann kom að 21 marki hjá slóvenska liðinu. Slóvenar eru með fullt hús stiga eftir sigurinn á Íslandi og eru líklegir til frekari afreka á mótinu. – kpt Farið að fjara undan Ólympíudraumnum hjá Strákunum okkar Strákarnir okkar réðu ekkert við Dean Bombac í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Viktor Gísli Hallgríms- son varði þrjú af sex víta- köstum Slóvena í gær og hefur alls varið fimm af tíu vítaköstum sem hann hefur tekist á við.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.