Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 59

Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 59
FOOTGUARD kremið hentar sérstaklega vel þeim sem eiga við þrálát sprungu- vandamál á fótum að stríða. Kerecis kynnir MariCell, íslensk krem sem innihalda Omega-3TM fjölómettaðar fitusýrur, ávaxtasýrur og karb- amíð. Kremin eru CE-merkt og flokkast því ekki sem snyrtivörur heldur lækningavörur. Húðlæknirinn Baldur Tumi Baldursson stendur að baki MariCell kremunum sem fást í nokkrum mismunandi gerðum og eru framleidd af Kerecis á Ísafirði. „Það hefur lengi þótt freistandi að nota Omega 3 fitusýrur í meðferð við hinum ýmsu sjúkdómum og þá sérstaklega húðsjúkdómum. Áhrif þeirra eru mjög góð á húðina en lyktin hefur staðið mönnum fyrir þrifum, enda eru fitusýrurnar unnar úr fiskiroði og öðru sjávar- fangi. Við hittum hins vegar á mjög góða blöndu sem hefur virkni án þess að lyktin trufli,“ segir Baldur Tumi. MariCell FOOTGUARD er einstaklega virkt krem sem er sérþróað til meðhöndlunar á siggi, þykkri húð og sprungnum hælum. Mýkri fætur og betri líðan Kremið FOOT- GUARD í MariCell línunni er sérstaklega þróað fyrir fætur og hentar sérstaklega vel þeim sem eiga við þrálát sprungu- vandamál á fótum að stríða og einnig þeim sem þurfa að standa mikið við vinnu og eru með slæma fótaheilsu. Jafnframt er kremið tilvalið til þess að mýkja og fegra fæturna. Auk Omega 3 fitusýra inniheldur kremið ávaxtasýru sem brýtur niður sigg og þykka húð og karbamíð sem er rakagefandi. Sprungur á hælum geta myndast þegar fitusýrurnar í húðinni rýrna og húðin verður þurr. Í kjölfarið minnkar teygjanleik- inn og húðin strekkist þar til hún á endanum gefur eftir og springur. Regluleg notkun á FOOTGUARD getur komið í veg fyrir þetta. Önnur krem í Mari- Cell línunni innihalda mOmega3™ fitusýrur, ávaxtasýrur og karb- amíð í mismunandi styrk. Sölustaðir: Apótek MariCell Footguard Meðhöndlar sigg, þykka húð og sprungna hæla Wound – nýr Omega sáraúði frá Kerecis Wound sáraúðinn er einfaldur og þægilegur í notkun n Hreinsið sárið vel með hreinu vatni og hristið brúsann vel. n Úðið úr fimm til tíu sentimetra fjarlægð á húð og umhverfis sárið. n Hyljið með sáraumbúðum sem henta hverju sinni. Wound sáraúðinn inni-heldur bæði Jóhannesar-jurtarolíu og Neemolíu, en báðar þessar olíur eru þekktar fyrir græðandi eiginleika og inni- halda fjöl ómettaðar fitusýrur. Úðinn er til dæmis hentugur til að meðhöndla núningssár, hruflsár, væg brunasár, sár eftir blöðrur, sár eftir inngróna nögl, litla skurði og skrámur. Úðinn er 100 prósent náttúru- legur og án rotvarnarefna. Hann hefur bakteríuhemjandi eiginleika og samverkandi áhrif olíanna flýta fyrir sáragræðslunni. Sáraúðinn er CE merkt lækn- ingavara og er nú þegar fáanlegur í apótekum. Kerecis kynnir Wound sáraúð- ann sem inni- heldur Omega olíur úr jurtarík- inu og flýtir fyrir náttúrulegri sára- græðslu. Dagur 1 Dagur 1 Dagur 14 Dagur 14 Þórey Sigrún Leifsdóttir hefur upplifað það frá 9 ára aldri að vera með sigg á hælum og tábergi. „Amma kenndi því um að ég gengi um berfætt en seinna kom í ljós að þetta var sóriasis,“ segir Þórey. Sigg og sprungur ágerðust með aldrinum hjá Þóreyju. „Þegar verst lét var ég komin á það stig að vakna á nóttunni vegna kláða og pirrings í fótum, oft með blæðandi sprungur í sigginu. Stundum brá ég á það ráð að raspa fæturna um miðjar nætur og smyrja þá með smyrsli og vanlíðanin var mikil,“ segir Þórey sem fyrir tveimur árum fór til húðlæknis sem benti henni á kremið MariCell FOOTGUARD frá Kerecis. „Hann mælti eindregið með kreminu, bar það á annan fótinn til prufu og eftir aðeins sólarhring fann ég stóran mun. Ég ber nú kremið á mig eftir þörfum og tek skorpur en sprungurnar eru horfnar og ég hef ekki vaknað út af kláða og blæðandi sprungum í tvö ár. Ég hef í raun ekki verið jafn góð síðan ég var barn,“ segir Þórey sem hefur ekki tölu á hversu mörgum hún hefur bent á MariCell FOOTGUARD. „Ég mæli með því fyrir alla sem kljást við sprungur og sigg, því það er það besta sem ég hef notað á mitt vandamál.“ FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.