Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 60

Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 60
Ég hef verið kenndur við villi-bráð en mest af árinu elda ég um 70% grænmeti, kartöflur og hrísgrjón,“ segir Úlfar léttur í bragði. „En ég hef alltaf haft óskap- lega gaman af því að rækta, ég rækta mikið sjálfur af grænmeti og salati, ætum blómum og krydd- jurtum, allt svona sem hægt er að borða.“ Nýstárlegur náttúrukarl Óhætt er að fullyrða að Úlfar hafi verið dálítið á undan sinni samtíð. „Ég hef alla tíð verið mikill nátt- úrukarl, ég tíni sveppi og jurtir og nýti þetta allt saman og er búinn að gera alveg frá því að ég var krakki.“ Þetta vakti gjarnan undrun. „Það var oft horft á mig með furðulegum augum þegar ég var að koma með alls konar íslenskar kryddjurtir í vinnuna þegar ég var að læra, eins og hundasúrur og svona. Og ég var beðinn um að henda þessum jurtum sem ég kom með. Þetta var öldin önnur. Þegar ég byrja að tína sveppi þá átti ég allar sveppalendurnar nokkurn veginn alveg einn en svo breyttust tímarnir og fleiri fylgdu í kjöl- farið,“ segir Úlfar. „Sú della byrjaði hjá mér þegar ég var að læra, þá fór ég í Blómaval og talaði við Hafstein garðyrkju- meistara og bað hann um að gefa mér lista yfir þær jurtir og blóm og annað sem ég mætti borða úr íslenskri náttúru. Hann sagði við mig: komdu bara á morgun og ég skal gefa þér lista. Og ég kom daginn eftir alveg blýsperrtur og hann réttir mér A4 blað sem á voru skrifaðar fjórar línur. Ég segi: er þetta allt sem má borða? Þá svarar hann: nei, þetta er það sem er eitrað, þú verður að finna út úr restinni. Þannig að ég fékk aðeins lítinn lista yfir hvað mætti ekki borða. Og síðan er ég búinn að vera á fjórum fótum,“ segir Úlfar og hlær. Framsýnin skilaði sér á end- anum. „Svo fékk maður eiginlega uppreist æru þegar nýnorræna línan kemur og tröllríður öllu, þá átti að fara að nýta það sem er nálægt og er í náttúrunni í kring. Þá var þetta allt í einu orðið voða spennandi og allir fóru að nýta sér þetta, alveg frá fjöru og upp úr, bæði þara og auðvitað jurtirnar og berin og sveppina og allt þetta fínerí.“ Eftirvæntingin er áþreifanleg Úlfar segir hlaðborðið hafa átt sér töluverðan aðdraganda. „Við erum búin að vera í startholunum á fjórða ár að vera með vegan hlaðborð á þessum tíma en það hefur einhverra hluta vegna þróast þannig að þegar við erum búin að undirbúa okkur þá eru pantaðar stórar veislur í salinn sem við ætluðum að hafa þannig að það hefur endað á því að detta út. En núna ákváðum við að slá til og halda veglega veislu, þetta er orðið svo spennandi og við erum síðan um áramót búin að vera að setja saman seðla, sérpanta og láta tína fyrir okkur víðsvegar um land.“ Eftirvæntingin sé áþreifanleg. „Þetta er búið að vera rosa skemmtilegt ferðalag hingað til og frá og með mánudeginum þá byrjar fjörið og verður mikil útrás fyrir okkur í eldhúsinu.“ Greina megi breyttar áherslur. „Þó maður sé raunverulega ekki 100% vegan sjálfur þá borðar maður alltaf meira og meira af grænmeti með árunum og það er held ég þróunin hjá flestum. Eftir jól og áramót þá er maður búinn að vera að borða svo mikið af hefð- bundnum jólamat að mann langar aðeins að hvíla sig og fara yfir í léttmetið.“ Ómældir möguleikar Úlfar segir mikið frjálsræði ein- kenna matargerð af þessu tagi. „Maður er einhvern veginn miklu frjálsari þegar maður er að elda vegan- og grænmetisrétti, það er allt leyfilegt. Stundum er græn- metið stökkt eða hrátt, stundum eldað alveg í gegn. Það eru svo miklir möguleikar. Maður þarf bara að vera frjór og leyfa hug- anum að reika.“ „Það þarf enginn að vera hræddur við að elda grænmetis- rétti, þetta er ofsalega skemmti- legur matur. Brögðin geta verið óteljandi, það er ekkert sem getur stoppað mann þar, það er hægt að elda tuttugu grænmetisrétti og það er enginn eins á bragðið og maður tjúllast í alls konar brögðum.“ „Áður fyrr, þegar maður borðaði veganköku fór oft ekki á milli mála að þetta væri vegan. Þetta var of hollt einhvern veginn. En þessar kökur og þessir réttir sem við erum að gera hérna það stendur ekkert á því að þetta sé vegan, þetta er svo gott. Við erum með alls konar heita og kalda rétti og Ætlum að vera best í vegan Á mánudaginn hefst glæsilegt vegan hlaðborð á veitingastaðnum Grand Brasserie á Grand Hóteli Reykjavík. Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslu- meistari og stjörnukokkur, segir mikla möguleika felast í vegan matargerð. Gestir eiga von á góðu á vegan hlaðborðinu á Grand Brass­ erie. Áður fyrr, þegar maður borðaði veganköku fór oft ekki á milli mála að þetta væri vegan. Þetta var of hollt einhvern veginn. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.