Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 70

Fréttablaðið - 18.01.2020, Page 70
ÞAÐ ÞARF AÐ FRAMKALLA NÝJAR OG STERKAR TILFINNINGAR SEM HAFA BURÐI TIL AÐ YFIRVINNA MÁTT EFASEMDA OG ÓTTA. Cristiana og Áshildur eru báðar með víð­tæka menntun og reynslu á bakinu en það var í tengslum við markþjálfastarfið sem leiðir þeirra lágu saman fyrir nokkrum árum. „Við Cristiana hittumst fyrst á viðburði í Alicante á Spáni sem nefnist European Transformational Teachers Gath­ ering. Röð atvika varð til þess að við hófum samtal þar sem við sáum í hvorri annarri ástríðuna fyrir auknu dýpi í vinnu með tilfinningar og ég sá þá hversu mikla þekkingu og reynslu hún hafði á málefninu,“ segir Áshildur. „Áhrifin af vinnu Áshildar virk­ uðu afar sterkt á mig, þetta var ekki eins og hefðbundin gongslökun heldur náðu áhrifin á einhvern hátt mun dýpra,“ segir Cristiana en Áshildur hefur meðal annars nýtt áratuga reynslu sína af hljóðfæra­ námi til að halda slökunarstundir með gonginu. „Við hófum samstarf­ ið í Róm í byrjun síðasta árs þegar Áshildur kom með gongin þangað til að vinna með hóp af mínum marksækjendum. Námskeiðið gekk framar öllum vonum svo við ákváðum að bjóða upp á annað dagsnámskeið á Íslandi í júní í fyrra. Í haust var okkur boðið að taka þátt í viðburði í Cannes sem nefn­ ist Global Luminary Activation Experience, þar sem við vorum með sérsmíðaða hugleiðslu samtvinn­ aða við gongstund fyrir 50 manns. Sú stund var afar mögnuð og það var mjög áhugavert að heyra hvað fólk upplifði innra með sér þessa stund. Það tókst reyndar svo vel að við vorum beðnar um að endurtaka vinnuna aftur um kvöldið, sem við og gerðum,“ segir Cristiana. Rökhugsun ekki alltaf lausnin Tilfinningar, draumsýn og hljómur gongsins eru efni námskeiðsins Dreaming from Emotions and the Gong Experience sem þær stöllur standa fyrir helgina 24.–26. janú­ ar. Þar er ætlunin að vinna með umbreytingu á þeim tilfinninga­ mynstrum sem þátttakendur kjósa í gegnum verklegar æfingar og upp­ lifanir. „Að uppgötva og dreyma nýjar jákvæðar tilfinningar er afar sterk leið til að brjóta upp gömul nei­ kvæð tilfinningamynstur. Þegar við stöndum frammi fyrir hindrunum í lífinu liggur ekki alltaf augljóst fyrir hver raunveruleg ástæða þeirra er. Okkur er kennt að leita eftir rök­ réttum, svarthvítum ástæðum. En sum vandamál, og þar með niðurstöðurnar líka, er ekki hægt að finna með rökhugsun. Þegar fyrirstöður persónulegs vaxtar og velgengni okkar liggja í undirmeð­ vitundinni erum við í raun að kljást við efni sem talar annað tungumál en við tölum dagsdaglega. Þegar við beitum þessari aðferð losnar um þessar fyrirstöður svo hægt er að vinna með vandamálin. Það sem kemur í ljós er oftast mynstur sem þú sérð birtast á ýmsum sviðum lífs þíns, allt frá nánum samböndum yfir í frammi­ stöðu í starfi. Þegar þetta mynstur liggur skýrt fyrir getum við byrjað að umbreyta því yfir í annað nýtt og heillavænlegra,“ útskýrir Áshildur. Erum öll forrituð í barnæsku „Öll erum við forrituð í barnæsku af ákveðnum viðmiðum; fólki, fjöl­ miðlum og þjóðfélagsreglum. Þetta forrit skapar síðan ákveðnar tilfinn­ ingar, bæði góðar og slæmar. Orku­ svið okkar skilgreinist út frá þeim tilfinningum sem við upplifum og laðar þannig til okkar og myndar raunveruleika sem passar við þær. Sem dæmi, ef mér líður eins og fórnarlambi aðstæðna lifi ég á lágu orkusviði og laða þannig til mín aðstæður sem staðfesta þessa til­ finningu og þær geðshræringar sem henni tengjast. Fólk kemur síðan fram við mig samkvæmt því og það Brjóta upp neikvæð tilfinningamynstur Markþjálfararnir Áshildur Hlín Valtýsdóttir og Cristiana Durante hittust fyrst á Spáni en báðar hafa þær ástríðu fyrir aukinni dýpt í tilfinningavinnu og vilja koma þekkingu sinni áleiðis til fleiri. Báðar hafa þær Cristiana og Áshildur lokið námi á há­ skólastigi auk markþjálfara­ námsins en Cristiana er auk þess menntuð í höfuðbeina­ og spjaldhryggs­ meðferð og Ás­ hildur jákvæðri sálfræði.  hreyfir við mér, ég verð reið, í upp­ námi, pirruð og svo framvegis. En allt eru það afleiðingar djúpstæðari tilfinninga frá því í æsku af því að upplifa það að vera til dæmis ekki nógu gáfuð, góð eða dugleg. Við skoðum hvaða tilfinning liggur að baki þessum pirringi eða reiði, það gæti verið óöryggi, og finnum út hvaða jákvæða tilfinn­ ing vegur þar sterkast á móti. Þegar við framköllum þá tilfinningu sem við viljum hafa í okkar lífi erum við mun betur í stakk búin að skil­ greina drauma okkar og markmið þar sem tilfinningar virka eins og vegvísar sálar okkar. Í þessu sam­ hengi ættum við að spyrja okkur hvaða tilfinning það er sem gefur okkur kraft og lífsorku.“ Nýjar tilfinningar yfirvinna efasemdir og ótta Aðspurð hvort hægt sé að breyta til­ finningum svarar Áshildur ákveðið játandi. „Við upplifum endurtekið tilfinningar sem við viljum samt ekki upplifa. Þetta er vinna sem krefst hugrekkis, ákveðni og vilja. Breyting á tilfinningum okkar er tengd breytingu á hugarfari okkar. Það þarf að framkalla nýjar og sterkar tilfinningar sem hafa burði til að yfirvinna mátt efasemda og ótta sem vilja frekar beina okkur að örygginu sem felst í þeim þekktu slæmu tilfinningamynstrum sem fyrir eru. Það er enginn mælikvarði á hvað er rétt eða rangt þegar að tilfinningum kemur. Í nær öllum Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is tilfellum er um ákveðið mynstur að ræða sem fer einn daginn að tala mjög hátt til þín. Það er eins og ákveðið korn hafi fyllt mælinn og þú finnur að tími er kominn til að gera eitthvað í málunum. Þessi tímapunktur brýst út á ýmsan hátt hjá okkur, við upplifum að vera allt í einu komin með nóg af einhverri manneskju eða aðstæðum, við bregðumst mögulega harkalegar við en vanalega, reiðumst, f lýjum eða förum í vörn, en það er ein­ mitt vísbending um að breytinga sé þörf.“ Gongið hefur bein áhrif á taugakerfið Eins og fyrr segir hefur Áshildur mikið unnið með hljóðbylgjur gongsins og segir gongið talið eitt elsta hljóðfæri veraldar sem sé lýst sem frumhljóði sköpunarinnar. „Það gefur frá sér afar magnaðar bylgjur sem ná djúpt inn í kerfið okkar, hugtakið inn að beini á vel við í þessu samhengi þar sem við erum einnig að vinna með aðferðir höfuðbeina­ og spjaldhryggs­ meðferðar. Markmið okkar er að nýta hljóðbylgjurnar til að koma beinum líkamans í kyrrðarpunkt sem þekktur er í höfuðbeina­ og spjaldhryggsmeðferð, en beinin í líkama okkar eru alltaf á örlítilli ósjálfráðri hreyfingu. Þar getur líkaminn heilað sig, tekið á móti nýju tilfinningunni og fært í undir­ meðvitundina þar sem upprunalega forritunin átti sér stað.“ 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.