Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2020, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 18.01.2020, Qupperneq 76
Gátur Doctor Doolittle, eða Dagfinnur dýralæknir, er ný bíómynd sem fjallar um dýralækninn John Doo- little sem getur talað við dýr og og skilið þau og er þess vegna mjög farsæll dýralæknir. Sagan er byggð á bókum eftir Hugh Lofting sem voru mjög vin- sælar, sú fyrsta kom út í Bretlandi árið 1920. Svo kom ein af annarri og þær urðu strax vinsælar og voru þýddar víða um lönd. Eins voru gerðar kvikmyndir eftir þeim. Nýja bíómyndin fylgir sögu- þræði bókanna. Dagfinns bíður hvert ævintýrið á fætur öðru. Aðal- leikarar eru Iron Man sjálfur, Robert Downey Jr., auk Óskarsverðlauna- leikkonunnar Emmu Thompson. Myndin var tekin upp í Wales. Mynd úr fyrstu bókinni, Dagfinnur dýralæknir í apalandi. Hér eru rott- urnar að yfirgefa skipið, ein af annarri, og það veit aldrei á gott. Þær Eva Arnarsdóttir sjö ára og Eik Arnarsdóttir fjögurra ára eru systur sem eiga heima í Reykjavík. Hafið þið alltaf búið í borginni stelpur? Já, en við förum stundum í sveit í Engjarnar rétt fyrir utan Selfoss. Þar sjáum við dýr, mest hesta. Hafið þið farið á hestbak? Eva: Já, ég hef, held ég, farið tvisvar, mér fannst það skemmtilegt. Kemur ykkur tveimur alltaf vel saman? Eik: Eiginlega alltaf – nema stund- um. Sláist þið? Eva: Við sláumst ekki en stundum rífumst við. Hvað finnst ykkur mest gaman að gera? Eva: Mér finnst gaman að leika við vini mína og líka í fimleikum. Eik: Mér líka. Ég var að koma úr fimleikatíma. Mér finnst gaman í leikskólanum, föndra og leika með kubba og búninga. Eva: Mér finnst líka gaman í skólan- um, mest í stærðfræði og íslensku. Svo er gaman að spila á spil. Ég kann svakalega mörg spil, Veiðimann, Ólsen Ólsen, Únó, Apaspil, Bixed … Hvor svindlar meira í spilum? Eva: Ég man ekki eftir að hafa svindlað. Eik: Ekki ég heldur. Ég svindla aldrei. Hvernig leikið þið ykkur helst saman? Eva: Við förum í mömmó, til dæmis. Eik: Stundum förum við kollhnís og leikum okkur í rúmi mömmu og pabba og stundum syngjum við í karókí (bendir á tæki á stofu- gólfinu). Eva: Það er hægt að tengja þetta við sjónvarpið og þá koma textarnir á skjáinn. Við kunnum helling af lögum. Eik: Ég læri þau á leikskólanum. Svo dönsum við líka. Eva: Ég dansa oft í skólanum, við lærum alveg slatta af dönsum þar. Munið þið eftir einhverju fyndnu sem hefur komið fyrir ykkur? Eva: Mér fannst mjög fyndið þegar ég var lítil og ég kúkaði á pabba! Eik: Það er líka fyndið þegar pabbi er alltaf að segja einhverja brandara. Svo er líka fyndið þegar mamma er alltaf að prumpa! Fara kollhnís í rúmi mömmu og pabba Systrunum Eik og Evu kemur oftast vel saman. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þessi þraut er þannig að við eigum að reikna út táknið sem vantar,“ sagði Lísaloppa. „Reikna út?“ sagði Kata spyrjandi. „Það eru engir tölustafir til að reikna með, hvernig getum við þá reiknað þetta út?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Táknin í hverri línu lesið frá vinstri til hægri fylgja ákveðnu lögmáli. En það vantar eitt táknið og hvert af táknunum A,B eða D passar í stað spurningamerkisins.“ Kata horfði tortryggin á dæmið nokkra stund. „Lögmáli! Mér litist nú betur á þrautina ef þetta væru bara tölustafir, en hver þremillinn, við hljótum að geta leyst þetta.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 387 Getur þú reiknað út hvaða tákn á að vera þar sem spurninga- merkið er? ? ? ? A B D Lausn á gátunni SVAR:A? ÞAÐ ER LÍKA FYNDIÐ ÞEGAR PABBI ER ALLTAF AÐ SEGJA EINHVERJA BRANDARA. SVO ER LÍKA FYNDIÐ ÞEGAR MAMMA ER ALLTAF AÐ PRUMPA! 1. Hvenær hafa fílar tólf fætur? 2. Ef ég á það deili ég því ekki. Ef ég deili því, á ég það ekki. Hvað er það? 3. Hvað er á enda regnboga? 4. Hvort er þyngra kíló af ull eða kíló af grjóti? 5. Hvaða orð mynda stafirnir l og n? 6. Getur þú stafað þurrt gras með þremur bókstöfum? 7. Hvað hangir úti í horni en ferðast samt um heiminn? Svör: 1. Þegar þeir standa þrír saman, 2. Leyndarmál, 3. Bókstaf- urinn A, 4. Hvorugt, bæði vega eitt kíló, 5. Logn, 6. Hey, 7. Frímerki Dagfinnur var farsæll dýralæknir 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.