Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 78
LEIKHÚS
Eyður
Marmarabörn í samstarfi við
Þjóðleikhúsið
Höfundar og flytjendur: Katrín
Gunnarsdóttir, Kristinn Guð-
mundsson, Saga Sigurðardóttir,
Sigurður Arent Jónsson, Védís
Kjartansdóttir og Gunnar Karel
Másson
Sviðsmynd og búningar: Guðný
Hrund Sigurðardóttir
Tónlist: Gunnar Karel Másson
Við byrjum á endalokunum.
Heimurinn undirlagður plasti og
braki. Manneskjurnar utangátta.
Síðastliðinn miðvikudag frum-
sýndu Marmarabörn sviðsverkið
Eyður í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Marmarabörn hafa verið að hasla sér
völl síðustu misseri og stíga nú fram
sem einn áhugaverðasti og djarfasti
sviðslistahópur landsins.
Hópurinn samanstendur af lista-
fólki úr ýmsum kimum listanna, þar
má telja myndlist, dans og leiklist.
Þau vinna verkið í sameiningu og
flytja saman. Ekki er hægt að tala um
eiginlegan söguþráð, frekar saman-
safn hugmynda og svipmynda sem
allar tengjast. Eyðilegginguna end-
urvinna þau og allt sem á sviðinu er
í byrjun er notað til að skapa nýja
heima af öryggi, húmor og takt-
festu, þó hæg sé. Nálgun þeirra er
glettin og frumleg og kemur stöðugt
á óvart. Hver og einn meðlimur
sáldrar persónutöfrum yfir sviðið,
hver flytjandi hefur um leið sinn ein-
staka tón. Samvinnan einkennist af
einstaklega fallegri hlustun og mýkt.
Gunnar Karel Másson hefur
komið víða við, bæði sem tónskáld
og meðlimur sviðslistahópa. Hann
semur tónlistina, útsetur lög og
styður Marmarabörn með lifandi
tónlistarflutningi. Tónheimur hans
smellpassar sýningunni, aflíðandi
tónar í bland við barokk. Listræn
vinna Guðnýjar Hrundar Sigurðar-
dóttur færir sýninguna á annað plan.
Orð fá varla lýst hugmyndaauðgi
hennar. Hvert atriði ber með sér
nýjan fagurfræðilegan brag. Fyrsta
atriðið eftir hlé, þar sem Marmara-
börnin endurfæðast sem plast-
furðuverur, er ógleymanlegt. Sviðs-
myndin er stórbrotin og umbreytir
stóra sviðinu í afstæðan hliðarheim
þar sem allt virðist mögulegt. Allar
listrænar ákvarðanir styðja hver við
aðra. Lýsing Halldórs Arnar Óskars-
sonar skyggir og lyftir upp atriðum,
þá sérstaklega eftir hlé þegar myrkr-
ið umkringir og einangrar þessar
örvæntingarfullu verur.
Vinna dramatúrga er oft óljós
og að mörgu leyti óskilgreind í
íslenskum sviðslistum. En í Eyðum
má greinilega sjá mikilvægi þessa
hlutverks enda hnýtir Igor Dobri-
cic hugmyndaþræðina fast saman
og setur síðan fallega slaufu ofan á.
Slíkt auga og handbragð er ómetan-
legt þegar sviðshópur bæði semur og
framkvæmir sýninguna.
Við endum á byrjuninni. Ekkert
nema úthafið. Ölduniður. Tilvistin
er hringrás af fæðingu og tortím-
ingu, nema núna er mannveran að
tortíma sjálfri sér á hraða sem aldrei
áður hefur sést. Eyður verður ein-
ungis sýnd einu sinni enn og áhorf-
endur eru hvattir til að láta þennan
viðburð ekki fram hjá sér fara. Þjóð-
leikhúsið á heiður skilið fyrir að
hafa þor til að sviðsetja gjörning á
borð við Eyður á Stóra sviði hússins.
Framúrstefnan boðar það sem koma
skal í listum og Marmarabörn boða
aldeilis góða tíma. Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Einstæð og eftirminni-
leg sýning.
Hafsjór hugmynda
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Laugardagur
hvar@frettabladid.is
18. JANÚAR 2020
Orðsins list
Hvað? Íðorð í prjóni
Hvenær? 12.00-13.30
Hvar? Fyrirlestrasalur Þjóðminja-
safns Íslands
Ásdís Jóelsdóttir, Guðrún Hannele
Henttinen og Herborg Sigtryggs-
dóttir standa að kynningunni.
Aðgangur er ókeypis.
Hvað? Ljóðasmiðja, óháð tungumáli
Hvenær? 13.00-15.00
Hvar? Bókasafn Kópavogs
Smiðja þar sem orð úr gömlum
bókum og tímaritum verða klippt
og límd svo úr verði ljóð. Ljóða-
smiðjuna leiðir Markús Már
Efraím. Þátttaka er ókeypis.
Myndlist
Hvað? Vessel
Hvenær? 18.00
Hvar? Harbinger, Freyjugötu 1
Daniel Reuter opnar sýningu sem
er hluti af verkefninu Latent Sha-
dow, sýningarstjórar eru Claudia
Hausfeld og Daría Sól Andrews.
Hvað? Tvær ljósmyndasýningar
Hvenær? 14.00
Hvar? Þjóðminjasafn Íslands
Í ljósmálinu – Gunnar Pétursson
er í Myndasal og Horft til norðurs
með myndum eftir hina kanadísku
Jessicu Auer er á Vegg.
Hvað? Stóla á þig
Hvenær? 14.00-16.00
Hvar? Litla Galleríið, Strandgötu 19
Rósa Sigurbergsdóttir sýnir.
Hvað? Tvær sýningar
Hvenær? 15.00
Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði
Í aðalsal er sýningin Þögult vor
með verkum eftir Herttu Kiiski,
Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birg-
isdóttur. Í Sverrissal er sýningin
Far, verk Þórdísar Jóhannesdóttur í
samtali við verk Ralphs Hannam.
Hvað? Kynslóðabil
Hvenær? 16.00
Hvar? Midpunkt, Hamraborg
Curver Thoroddsen opnar sína
fyrstu einkasýningu.
Hvað? Samsetning/Assemblage
Hvenær? 16.00-19.00
Hvar? Forsetabarinn – 12 Tónar,
Valdís Thor sýnir úrklippumyndir
(collage) sem hún hefur unnið úr
gömlum National Geographic
blöðum. Dj Anna Margrét, AKA
Barbarella, sér um tónlistina.
Leiklist
Hvað? Leiksýningin Dansandi ljóð
Hvenær? 20.00
Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Leikritið byggist á ljóðum Gerðar
Kristnýjar og einnig á tónlist og
dansi.
Tónlist
Hvað? Night of Improvised Music
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu 1
Kvöldstund tileinkuð spunaform-
inu. Ýmsir tónlistarmenn og -konur
koma saman með sín hljóðfæri og
sjá hvað gerist.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Sunnudagur
hvar@frettabladid.is
19. JANÚAR 2020
Myndlist
Hvað? Listamannsspjall
Hvenær? 15.00
Hvar? Gallery Grásteinn, Skóla-
vörðustíg 4.
Guðrún Nielsen spjallar við gesti
um seríuna Auðn og tengingu
verka í henni við eldri umhverfis-
verk sín er spanna um 30 ár.
Tónlist
Hvað? Söguhringur kvenna/List-
smiðjan Paradísarfuglar
Hvenær? 13.30-17.00
Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðu-
bergi
Í listsmiðjunni er tónlist og fjöl-
breytt myndlistartækni.
Hvað? Söngstund
Hvenær? 14.00
Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg 10
Harpa Þorvaldsdóttir, kórstjóri í
Laugarnesskóla, stjórnar fjölda-
söng við undirleik tónlistarmanns.
Hvað? Tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins
Hvenær? 16.00
Hvar? Norðurljósasalur Hörpu
Þau Páll Palomares fiðluleikari,
Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari
og Bjarni Frímann Bjarnason, sem
leikur á píanó, flytja tónlist úr
austurvegi.
Leikhús
Hvað? Leiksýningin Dansandi ljóð
Hvenær? 16.00
Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn.
Leikritið byggist á ljóðum Gerðar
Kristnýjar og einnig á tónlist og
dansi.
Bjarni Frímann, Ólöf Sigursveins og Páll Palomares leika úrvalsverk í Hörpu
á vegum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna fyrir grunn-
skólastarf í Reykjavík sem er í samræmi við stefnu um
skóla án aðgreiningar. Starfið einkennist af fjölbreytni
og viðurkenningu á mismunandi þörfum nemenda, þar
sem allir nemendur taka virkan þátt í skólastarfinu og
margbreytileikinn er sýnilegur og virtur.
Arthur Morthens, sem lést árið 2016, helgaði starfsævi sína
börnum sem áttu á brattann að sækja og var jafnframt
talsmaður þeirra í réttindabaráttu sem oft á tíðum var erfið.
Hann vann ötullega gegn einangrun barna með sérþarfir, stóð í
fylkingarbrjósti í stefnumótun fyrir mannréttindum þeim til
handa og barðist fyrir því að öll börn hefðu sömu tækifæri til
náms í skóla án aðgreiningar.
Skilafrestur tilnefninga er til 7. febrúar 2020. Eyðublöð og
nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is. Allir geta
sent inn tilnefningar á: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur,
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða á netfangið
sfs@reykjavik.is.
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur
1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING