Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 6
JEEP® RENEGADE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 4.990.000 kr. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK - Verð á sýningarbíl: 5.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.490.000 kr. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY - Verð á sýningarbíl: 7.990.000 kr. JEEP® CHEROKEE LIMITED - Verð á sýningarbíl: 8.790.000 kr. jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF TILBOÐ Á VÖLDUM SÝNINGARBÍLUM ERUM Í SAMNINGSSTUÐI JEEP© WRANGLER TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 11.590.000 KR. JEEP© GRAND CHEROKEE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 9.990. 00 KR. JEEP© CHEROKEE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 7.490.000 KR. JEEP© RENEGADE TILBOÐSVERÐ Á SÝNINGARBÍL FRÁ: 4. 90. 0 KR. SKIPULAGSMÁL Gerðar verða breyt- ingar á golfvelli í Mosfellsbæ til að bæta við fjórum lóðum undir einbýlishús með sjávarútsýni við Súluhöfa. Fram kemur á vef Mosfellsbæjar að um sé að ræða fjórar síðustu lóðirnar við Súluhöfða og að fyrr á árinu hafi fimmtán lóðum verið úthlutað við götuna. „Þessar fjórar lóðir voru ekki til úthlutunar áður þar sem þær þóttu liggja of nálægt golfvell- inum. Nú liggur fyrir hvernig legu brautar golfvallarins verður breytt og því verður þeim nú úthlutað,“ segir í gögnum bæjarins. „Þær lóðir sem eru fyrir neðan götu liggja samkvæmt deiliskipu- lagi að sjó með óskert útsýni yfir voginn og f lóann auk þess að vera í næsta nágrenni við útivistar- svæði og golfvöll,“ segir í aug- lýsingu. Tekið er fram að einungis ein- staklingar megi kaupa lóðirnar. Sami einstaklingur megi bjóða í þær allar en hver og einn megi þó á endanum aðeins kaupa eina lóð. Reglan er sú að sá sem á hæsta til- boðið fær viðkomandi lóð keypta svo fremi sem tilboðið sé yfir lág- marksverði sem bærinn setur upp. Það er á bilinu 14,5 til 18,5 millj- ónir króna. Tilboðsfrestur er til 20. desember. Umræddur golfvöllur heitir Hlíðavöllur og er á vegum Golf- klúbbs Mosfellsbæjar. – gar Breyta golfvelli fyrir einbýlishús með sjávarútsýni Hlíðavöllur við Leirvog er rómaður fyrir fagurt umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Í nýjum lögum um ökutækjatryggingar, sem taka gildi um næstu áramót, er sú skylda eigenda léttra bifhjóla í f lokki I að tryggja ökumenn tækjanna sérstak- lega afnumin. Um er að ræða tæki á borð við vélsleða, fjórhjól og torfær- umótorhjól. Tryggingarskylda eig- enda þessara tækja hefur verið við lýði frá árinu 1988 og telur Óðinn Elísson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Fulltingis, að afnám henn- ar geti haft alvarlegar af leiðingar. Hann kveðst furðu lostinn yfir laga- setningunni. „Það er með ólíkindum að þetta mál hafi farið í gegn á Alþingi. Það hefur verið reynt lengi að koma þessum breytingum í gegn en núna hafðist það,“ segir Óðinn. Að hans mati verða af leiðing- arnar víðtækar. „Þetta er ef laust til hagsbóta fyrir fyrirtæki í ferða- þjónustu en á mannamáli þýðir þessi breyting einfaldlega að tekju- tap vegna óvinnufærni, útlagður kostnaður vegna læknismeðferðar og varanlegar af leiðingar slysa á þessum tækjum fást ekki bættar. Það þýðir til dæmis að frá og með áramótum munu viðskiptavinir fara í vélsleðaferðir á eigin ábyrgð,“ segir hann. Af leiðingarnar séu líka miklar fyrir aðra hópa. „Þetta hefur af leiðingar fyrir þá sem nota slík tæki reglulega. Til dæmis bændur, hjálparsveitafólk og veiðimenn,“ segir Óðinn. Fyrirtæki hans hefur sérhæft sig í að sækja bætur fyrir einstaklinga sem lenda í slysum og segir Óðinn Afnám tryggingarskyldu gæti haft alvarleg áhrif á slysabætur Um áramótin taka gildi ný lög um ökutækjatryggingar. Þar er afnumin sú skylda eigenda tækja á borð við snjósleða, fjórhjóla og torfærumótorhjóla að tryggja ökumenn tækjanna sérstaklega. Hæstaréttar­ lögmaður sem sérhæfir sig í skaðabótarétti segir að um verulega afturför í tryggingavernd sé að ræða. Frá og með áramótum munu eigendur og ökumenn vélsleða ekki geta keypt sér slysatryggingar. MYND AÐSEND að hin nýju lög flæki málið verulega. „Ég sé fyrir mér að núna verðum við að skoða mögulega bótaskyldu á grundvelli sakarreglu ef einhver verður fyrir alvarlegu slysi til dæmis hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Það gæti byggst á því hvort viðskipta- vinurinn hafi fengið nægilegar leiðbeiningar eða verið upplýstur um mögulegar hættur,“ segir Óðinn. Hann segir að lagabreytingin sé vond en öllu verri sé sú ákvörðun f lestra tryggingafélaga að ákveða að hætta að selja eigendum slíkra tækja slysatryggingar ökumanns og eiganda frá og með áramótum. „Þetta þýðir einfaldlega að eigandi fjórhjóls eða vélsleða getur ekki keypt þá tryggingu sem áður var lögbundin, þrátt fyrir að hann óski eftir því og sé tilbúinn að greiða fyrir það iðgjald,“ segir Óðinn og hvetur eigendur torfærutækja til að kanna hvernig þessu verður háttað hjá sínu tryggingafélagi. „Viðskiptavinir verða að átta sig á því að almenn slysatrygging, sem tryggingafélögin bjóða, er allt önnur og lakari vernd en slysa- trygging ökumanns og eiganda var áður,“ segir Óðinn. Að hans sögn er tryggingavitund fólks almennt ekki beysin og því hefur hann áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef verulegar áhyggjur af því að fólk noti þessi tæki og átti sig ekki á því að venju- legar slysatryggingar dugi ekki til ef alvarleg slys eiga sér stað.“ bjornth@frettabladid.is 1 Glæfr a akst ur á bíl um við skipt a v in a Bíla stæða­ þjónustan Base Parking á Kefla­ víkur flug velli er sökuð um ó lög­ lega starfs hætti. Mynd bönd sýna starfs menn aka bílum í leyfis leysi. 2 Myndir: Borgarfulltrúar borða saman Borgarfulltrúar tókust á í borgarstjórn en tóku sér hlé til að snæða saman kvöldverð. 3 Georgísku fjöl skyldunni vísað úr landi „Þau vísa brott for eldrunum og láta barnið fylgja með eins og far angur.“ 4 Enginn hefur beðið Emilíu Rós af sökunar Enginn sem tók af­ stöðu með þjálfaranum hefur haft sam band við Emilíu og enginn hjá ÍSÍ vill svara spurningum. 5 RÚV heimilt að birta ekki nöfn umsækjenda Úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði að RÚV hefði verið heimilt að leyfa umsækjendum um starf útvarps­ stjóra að njóta nafnleyndar. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is LEIÐRÉTTING Í blaðinu í gær var ranglega sagt frá því að virðisaukaskattur hefði verið afnuminn af bókum á þessu ári eins og ráðherra stefndi að. Stuðningurinn er 25 prósent af beinum útgáfukostnaði. Ég hef verulegar áhyggjur af því að fólk noti þessi tæki og átti sig ekki á því að venjulegar slysatryggingar dugi ekki til Óðinn Elísson lögmaður 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.