Fréttablaðið - 05.12.2019, Page 10

Fréttablaðið - 05.12.2019, Page 10
BRETLAND Eftir viku fara fram þing- kosningar í Bretlandi og spennan magnast með hverjum deginum. Fylgi Íhaldsflokksins virðist standa í stað eða fara aðeins minnkandi undanfarna daga. Verkamanna- flokkurinn heldur hins vegar áfram að bæta við sig og hefur fylgið aukist um 10 prósent á einum mánuði. Samkvæmt nýjustu könnun mælist Íhaldsf lokkurinn með 42 prósenta fylgi, Verkamannaflokk- urinn með 35, Frjálslyndir demó- kratar með 13, Brexitf lokkurinn með þrjú og Græningjar tvö prósent en það eru f lokkarnir sem bjóða fram á landsvísu. Í ljósi þess að í Bretlandi eru ein- menningskjördæmi er erfitt að reikna út nákvæman þingmanna- fjölda miðað við þessa könnun. En búast má við að Íhaldsflokkurinn myndi ná hreinum meirihluta og bæta við sig 20 þingsætum, Verka- mannaflokkurinn tapa 30 sætum og bæði Frjálslyndir demókratar og Skoski þjóðarf lokkurinn bæta við sig sex eða sjö sætum. Boris Johnson forsætisráðherra hefur lagt upp með þá stefnu að vinna þingsæti af Verkamanna- f lokknum í Norður-Englandi og Miðlöndunum. Kjördæmi þar sem kjörfylgi hefur verið óbreytt ára- tugum saman, eins og Ashfield, Barrow og Newcastle-under-Lyme. Samkvæmt könnunum yrði honum eitthvað ágengt í mörgum af þess- um kjördæmum enda hefur hann boðað að snúa við niðurskurðar- stefnunni sem f lokkurinn hefur haldið í áratug. Þá hamrar Johnson á því að hann muni klára útgönguna úr Evrópusambandinu, en mörg af þessum kjördæmum kusu með henni. Á móti kemur að Johnson fórnar nokkrum kjördæmum í Suður-Englandi, London og Skot- landi, sem kusu gegn útgöngunni. Jeremy Corbyn, formaður Verka- mannaf lokksins, hefur gengið ágætlega að beina umræðunni frá útgöngunni og að öðrum málum, sér st a k lega vel ferða r má lu m . Umræða um gyðingahatur innan f lokks virðist ekki heldur koma niður á honum. Corbyn hefur þó sent út her fótgönguliða sem styðja útgöngu í þessi tæpustu kjördæmi með boðskap um að samningur Johnsons tryggi ekki réttindi verka- fólks, Corbyn geti gert betur. Fylgi f lokkanna sem hafa beint allri athyglinni að útgöngunni, Frjálslyndra demókrata og Brexit- flokksins, hefur hrunið undanfar- inn mánuð. Á einum tímapunkti í vor mældust Frjálslyndir stærstir allra f lokka og fram á haustið héldu þeir 20 prósenta fylgi. Kjós- endur eru hins vegar farnir að líta á hann sem eins máls f lokk, og líf þeirra snýst um svo margt annað en útgönguna úr Evrópusambandinu. Brexitf lokkurinn hefur aldrei farið í grafgötur með að hann sé eins máls f lokkur og að flokkurinn yrði lagður niður þegar takmarkinu væri náð. Búist var við sóknarfæri fyrir Brexitf lokkinn þegar ljóst var að Bretland myndi ekki yfirgefa Evr- ópusambandið þann 31. október, en röng viðbrögð og hálfkák foringjans Nigels Farage hafa orsakað að traust á f lokknum hefur hrunið og á hann nú litla sem enga möguleika á að ná inn manni. Eins og áður segir er vika til stefnu og enn getur allt gerst. Viku fyrir síðustu kosningar, árið 2017, var Íhaldsflokknum spáð 80 manna meirihluta á þinginu en raunin varð sú að flokkurinn tapaði meirihluta sínum og þurfti að stóla á norður- írska sambandssinna til að mynda stjórn. kristinnhaukur@frettabladid.is Verkamannaflokkurinn upp um 10 prósent á einum mánuði Boris Johnson og Jeremy Corbyn í minningarathöfn um fórnarlömb árásarinnar á Lundúnabrú. NORDICPHOTOS/GETTY Kosningar í Bretlandi fara fram eftir viku og það dregur saman með stóru flokkunum tveimur, Íhaldsflokkn- um og Verkamanna- flokknum. Á meðan hefur fylgi flokkanna sem leggja alla áherslu á útgöngumál hrunið. Samkvæmt nýjustu könnun mælist Íhaldsflokk- urinn með 42 prósent og Verkamannaflokkurinn með 35. UTANRÍKISMÁL Breski f lugher- inn lýkur brátt loftrýmisgæslu á Íslandi en hann hefur staðið vakt- ina fyrir Atlantshafsbandalagið í um mánuð. „Þetta er í fyrsta skipti sem við komum hingað. Verkefnið er mjög þægilegt og allir hér hafa verið hjálplegir og jákvæðir,“ segir Ellis Williams, leiðtogi f lugsveitarinnar. Um 120 manns eru hér á vegum breska f lughersins til að sinna fjórum þotum af gerðinni Euro- fighter Typhoon. Þar af eru fimm f lugmenn og 60 vélfræðingar, sem og fólk í stjórnun, f lutningum, samskiptamálum, ljósmyndun, heilbrigðisþjónustu, gerð veður- spár og f leiri. Ellis og sveit hans hafa verið úti um allan heim í loftrýmisgæslu, en Ísland er norðlægasti staðurinn hingað til. Mestur hluti vinnunnar er þó gæsla heima í Bretlandi, með aðstöðu í Skotlandi. Hlutverk vélanna er að vera á vakt og mæta óþekktum aðilum, eða aðilum sem eiga ekki að vera á ákveðnum stöðum. „Oft vantar mennsk augu til að skoða hvað er að mælast,“ segir hann. En Land- helgisgæslan sér um kortlagningu og ratsjárvakt allan sólarhringinn fyrir Atlantshafsbandalagið. „Við sjáum meiri virkni Rússa á norðurslóðum í kjölfar hlýnunar- innar og samkeppni þjóða á svæð- inu milli Íslands og Grænlands,“ segir Ellis. „Þetta er friðartíma verkefni og engin ákveðin ógn, en við erum alltaf vopnaðir í loftinu.“ Aðspurður um áhuga Bretlands á norðurslóðum segir Ellis hann tvímælalaust vera til staðar, bæði í gegnum tvíhliða samtöl við ein- staka ríki og að Bretland vilji ef la stöðu sína á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins. Ellis er 39 ára gamall og alinn upp í f lughernum. Foreldrar hans kynntust í þjónustu hennar hátign- ar og Ellis gekk í f lugherinn 18 ára. Í fjögur ár f laug hann hinni frægu orrustuþotu Harrier sem hægt var að stjórna eins og þyrlu. „Það var sko svöl vél,“ segir hann og hlær. „En það er hætt að nota hana.“ Aðspurður um hvort þetta sé gott líf segir Ellis þetta geta verið ákaf- lega ævintýralegt og spennandi, en henti ekkert sérstaklega vel fyrir fjölskyldufólk. – khg Ekki hentugt starf fyrir fjölskyldulíf Ellis Williams, breskur orrustuflugmaður og liðsforingi í Konunglega breska flughernum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI +PLÚS SAMFÉLAG Tæplega sextán þúsund einstaklingar, eða 4,5 prósent lands- manna, bjuggu á heimilum sem höfðu verið í vanskilum með hús- næðislán eða húsaleigu á síðustu tólf mánuðum árið 2018. Árið 2004 voru 12,2 prósent heim- ila á leigumarkaði í vanskilum en í fyrra voru þau 5,3 prósent. Hlutfall vanskila af heimilum fólks sem bjó í eigin húsnæði árið 2018 var lægra en þeirra sem bjuggu í leiguhúsnæði, eða 3,1 prósent. Frá þessu er greint í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands fyrir árin 2017 og 2018. Í fyrra bjuggu 31 þúsund ein- staklingar á Íslandi, eða 8,9 pró- sent, á heimilum með íþyngjandi byrði húsnæðiskostnaðar. Telst það íþyngjandi þegar heildarkostnaður við húsnæði nemur meira en 40 pró- sentum af ráðstöfunartekjum. Hlutfall þeirra sem búa á heimil- um í vanskilum minnkar eftir því sem tekjur eru hærri og hækkar meðal þeirra sem yngri eru. Rúm- lega tíu prósent þeirra sem bjuggu á heimilum í vanskilum voru í lægsta tekjufimmtungi. Einnig má sjá tengsl á milli menntunar og vanskila en þau eru lægst meðal háskólamenntaðra en fóru hækkandi milli ára. Árið 2017 bjuggu 4,4 prósent háskóla- menntaðra á heimilum í vanskilum en 2,6 prósent árið á eftir. Hlutfall einstaklinga með grunnskólapróf var 3,3 prósentustigum hærra árið 2018 en þeirra sem höfðu lokið menntun á háskólastigi. Þá bjuggu 5,9 prósent grunnskólamenntaðra á heimilum í vanskilum. Meiri munur er á hlutfalli í vanskilum hjá körlum en konum eftir menntun og er hlut- fall karla með grunnmenntun hæst. 8,4 prósent karla með grunnskóla- próf sem hæsta menntunarstig voru í vanskilum árið 2018. – bdj Mörg þúsund í vanskilum með leigu eða lán 8,4 prósent karla með grunnskólamenntun voru í vanskilum í fyrra. 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.