Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 17
Stórskemmtileg, tæpitungulaus og dramatísk saga
frumkvöðlanna í íslensku atvinnuleikhúsi. Glæsilegt
verk eftir Jón Viðar Jónsson.
Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Saga revíunnar á
Íslandi í máli og
myndum.
Einstök upprifjun
á vinsælustu
skemmtunum
Íslendinga á 20. öld.
Ein frægasta saga Balzacs.
Breska blaðið The Guardian
setti hana á lista yfir 100
bestu skáldsögur allra tíma
árið 2006.
Hvalreki fyrir alla þá
sem unna klassískum
bókmenntum.
Höpp og glöpp Óla
Schram eru full
af frásagnargleði,
gálgahúmor og
óvæntum uppákomum.
Ein skemmtilegasta bók
ársins!
SKRUDDA
www.skrudda.is
skrudda@skrudda.is
Dreifiveitan RARIK mun ekki áfrýja
úrskurði kærunefndar útboðsmála
sem kvað á um að RARIK þyrfti að
bjóða út kaup á raforku sem ætlað
er að mæta orkutapi í dreifikerfinu.
Forstjóri RARIK segir að fyrirtækið
sé nú þegar byrjað að undirbúa
útboð. Viðskiptin við Orkusöluna
hafi ekki verið á háum verðum.
„Við erum ekki ósátt við þennan
úrskurð og hann er alls ekki slæmur
fyrir okkur. Undirbúningur að
útboðsferli er þegar hafinn og nú er
hægt að framkvæma það með góðri
samvisku,“ segir Tryggvi Þór Har-
aldsson, forstjóri RARIK, í samtali
við Fréttablaðið.
Eins og greint var frá í Markað-
inum í gær úrskurðaði kærunefnd
útboðsmála að dreifiveitan RARIK
þyrfti að bjóða út þau raforkukaup
er ætlað væri að mæta orkutapi í
dreifikerfinu. RARIK hefur eingöngu
keypt rafmagnið af dótturfélaginu
Orkusölunni, sem starfar á sama
markaði og Íslensk orkumiðlun, sem
kærði málið til nefndarinnar. Fram-
kvæmdastjóri smásölufyrirtækis á
raforkumarkaði sagði úrskurðinn
losa um mjög umfangsmikil við-
skipti en þau hlaupa á hundruðum
milljóna króna á hverju ári.
Viðskipti RARIK og Orkusölunnar
eru ekki einsdæmi. Allar dreifiveit-
ur, að Veitum undanskildum, hafa
keypt rafmagn af tengdu félagi til að
mæta dreifitapi án útboðs. Þá hefur
flutningsfyrirtækið Landsnet keypt
raforku til að mæta tapi í flutnings-
kerfinu í gegnum útboðsferli um
nokkurra ára skeið.
„Það hefur verið erfitt fyrir okkur
að bjóða þetta út nema að setja þung
skilyrði fyrir orkusala, til dæmis
háar tryggingar, þar sem miklar
ófyrirséðar sveiflur eru í töpunum
á milli ára. Við höfum talið að með
útboði séu meiri líkur en minni á því
að verðið muni hækka vegna þessara
skilyrða,“ segir Tryggvi.
„Svo er það hitt að okkur ber
skylda til að útvega raforku vegna
þessara tapa en eins og staðan er í
dag er ekkert framleiðslufyrirtæki
ábyrgt fyrir því að útvega okkur raf-
orku svo að við getum uppfyllt þessa
skyldu. Ef orkusölufyrirtæki býður
í eitt árið hjá okkur en næsta ár sér
það hag sinn í því að selja orkuna
til annars fyrirtækis þá getum við
setið uppi með það að öll orkan sé
frátekin. Þess vegna höfum við talið
að kvöðin sé best sett á dótturfélagið
í bili þangað til stjórnvöld hafa skil-
greint eitthvert fyrirtækið ábyrgt
fyrir grunnorkuþörf almennra not-
enda,“ segir Tryggvi.
Samningur RARIK og Orkusöl-
unnar nær aftur til ársins 2008 þegar
Orkusalan var stofnuð, en þá tók
hún yfir tólf ára bundinn samning
sem gerður hafði verið við Lands-
virkjun við breytingu raforkulaga
2003. Í honum felst að RARIK greiðir
Orkusölunni heildsöluverð Lands-
virkjunar auk 2,5 prósenta álags.
Tryggvi segir að álagið megi rekja
til þess hversu mikil óvissa er um
endanlegt magn dreifitaps hvers árs.
Álagið lágt
Í málf lutningi sínum dró Íslensk
orkumiðlun fram upplýsingar um
tap í f lutningskerfi Landsnets og
meðalverð þess. Bent var á að meðal-
verð RARIK vegna raforkukaupanna
hefði verið 5,676 krónur á kílóvatt-
stund árið 2017 á meðan Landsnet
greiddi 4,572 krónur. Munar rétt
tæplega 20 prósentum.
„Munurinn er mjög lítill í ljósi þess
að töpin hjá Landsneti eru jafnari og
fyrirsjáanlegri. Hann ætti í raun að
vera meiri miðað við þann eðlismun
sem er á töpum Landsnets annars
vegar og töpum RARIK hins vegar,“
segir Tryggvi. Hann nefnir sem
dæmi að raforkukaup RARIK vegna
dreifitaps hafi numið 207 milljónum
árið 2016, 650 milljónum árið 2017
og 321 milljón árið 2018. Sveiflurnar
séu því miklar. Þá býður Landsnet
út fyrir þrjá mánuði í senn á meðan
RARIK þyrfti að bjóða út að lág-
marki heilt ár vegna aflestra af sölu-
mælum. Það hafi talsverð áhrif.
Hefur RARIK verið að greiða hátt
verð til Orkusölunnar samanborið
við verðið sem RARIK hefði getað
fengið með því að bjóða raforku-
kaupin út? Og hefur það haft áhrif á
verðskrá RARIK?
„Alls ekki, það er eitthvað sem ég
gæti aldrei samþykkt. Við höfum
talið að álagið sem Orkusalan hefur
tekið fyrir að hafa umsjón með og
bera áhættuna af innkaupunum sé
lágt. Hins vegar geta komið tíma-
punktar, eins og núna í augnablik-
inu, þar sem boðin eru verð sem eru
nokkuð undir heildsöluverði Lands-
virkjunar. Þá er að losna orka frá not-
endum, til dæmis gagnaverum eða
öðrum, sem eru að draga úr notkun.
Hversu lengi það stendur yfir veit
ég ekki en horft til lengri tíma er ég
sannfærður um að verðin hafi verið
lág.“ thorsteinn@frettabladid.is
RARIK sættir sig við
úrskurð um orkukaup
RARIK mun ekki áfrýja úrskurði kærunefndar útboðsmála, að sögn forstjóra
fyrirtækisins. Hafa þegar hafið undirbúning að útboðsferli. Segir að viðskiptin
við Orkusöluna hafi ekki verið á háum verðum. Orkusalan gæti tapað veltu.
Útgjöld RARIK vegna raforkutapa í dreifikerfinu hafa verið að sveiflast mikið á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Orkusalan gæti tapað
meiri hlutdeild
Raforkukaup RARIK af Orku-
sölunni hafa verið töluverð.
Í samstæðureikningi RARIK
kemur fram að innri sala vegna
raforku hafi numið 804 millj-
ónum króna árið 2017 og 502
milljónum króna árið 2018. Það
jafngildir um 16 prósentum af
heildarveltu Orkusölunnar árið
2017 og 9 prósentum árið 2018.
Raforkuviðskiptin verða nú
boðin út og því gæti svo farið
að Orkusalan tapi töluverðum
viðskiptum.
„Orkusalan er á almennum
markaði og verður að taka
því eins og öðru. Það ekkert
áhyggjuefni en vissulega er
alltaf slæmt að tapa markaðs-
hlutdeild,“ segir Tryggvi.
Þá hafa orkusölufyrirtæki
verið að tapa stórum við-
skiptum við félög sem tengjast
eigendum Íslenskrar orkumiðl-
unar samkvæmt heimildum
Markaðarins. Á meðal eigenda
eru Kaupfélag Skagfirðinga,
smásölurisinn Festi og Ísfélag
Vestmannaeyja. Íslensk orku-
miðlun velti um einum milljarði
króna í fyrra sem var fyrsta heila
rekstrarár fyrirtækisins.
Það hefur verið
erfitt fyrir okkur að
bjóða þetta út nema að setja
þung skilyrði fyrir orkusala
þar sem miklar ófyrirséðar
sveiflur eru í töpunum á
milli ára.
Tryggvi Þór
Haraldsson,
forstjóri RARIK
MARKAÐURINN
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð