Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 51
Í dag verður kynnt ný lína frá 66°Norður þar sem sjálf­bærni og endurnýting er höfð að leiðarljósi, en hún hefur einnig sögulegar skír­skotanir. Hún er unnin úr íslenskri sauðargæru og er fram­ leidd algjörlega á Íslandi. Fyrir­ tækið reynir sífellt að finna nýjar og öðruvísi leiðir til að hámarka nýtingu þeirra hráefna sem notuð eru. Framleiddur á stríðsárunum „Línan er sniðin í kringum jakk­ ann Sölvhól, en hann á sér langa sögu hjá Sjóklæðagerðinni,“ segir Sæunn Huld Þórðardóttir, hönn­ uður hjá fyrirtækinu. Hún segir jakkann líklega hafa verið framleiddan fyrst í kringum stríðsárin, en fyrirtækið hefur sökkt sér niður í sögu jakkans og leitað heimilda víða, þá mest í myndum og frásögnum. „Við erum ekki með nákvæma dagsetningu á því hvenær hann var fyrst framleiddur. Það voru náttúrulega mörg fyrirtæki og vörumerki sem framleiddu undir nafni Sjóklæðagerðarinnar. Það var til dæmis fyrirtæki sem heitir Vír og gerði vinnufatnað og annað sem hét Max. Okkur þykir líklegt að Sölvhóll hafi fyrst verið gerður fyrir hafnarverkamenn. Þá var þetta vaxborinn klútur með gæru­ skinni innan í. Skinnið entist svo vel að menn komu aftur með það í 66°Norður og létu sauma nýja jakka yfir,“ segir Sæunn. Þakka sögunni Eftir að farið var að g ren n sl a st f y r ir um sög u Sölvhóls, þykir líklegt að hann hafi verið fram­ leiddur fyrir her­ inn á einhverjum tímapunkti, þó að það sé ekki staðfest. Þykir hönnun hans u m m a r g t minna á jakka s em her i n n n o t a ð i o g s t y ð s t þ a ð við þá kenn­ ingu að fram­ leiðslan hafi hafist um það leyti. „Allt til árs­ ins 1990 var verið að taka við þessum jökkum og gera við þá. Við höfum gert aðra útgáfu af þessum jakka undir heitinu Arnarhóll í langan tíma, en hann er 66°Norður leitar til fortíðar Fatamerkið 66°Norður kynnir í dag nýja línu en í henni er sjálfbærni og endurnýting í forgrunni. Hún var unnin sérstaklega í kringum jakkann Sölvhól, sem kom fyrst á sjónarsviðið fyrir meira en hálfri öld. Sæunn Huld Þórðardóttir starfar sem hönnuður hjá 66°Norður. MYND/BENJAMIN HARDMAN Í Sölvhóls-káp- una var gæran nýtt í kraga og beltið kemur frá framleiðslu á sjómanns- fatnaði. Sæunn segir að ákveðið hafi verið að gera mittistöskur til að nýta ullina til fulls. Jakkinn Sölvhóll er ætlaður báðum kynjum og fæst í tveimur litum. Innra lagið á Sölvhóli er úr lambsskinni, en hægt er að nota það sem sér jakka eins og sést hér. ekki fóðraður með ekta gær usk inni eins og Sölvhóll. 66°Norður er með þessar i línu að vinna með arf leifð sína og að þa k k a sög­ unni, ef svo má að orði komast. Þetta fyrirtæki á sér svo ótrúlega ríka sögu. Þessu gerðum við okkur enn frekar g rein f y r ir þegar v ið fórum að skoða gamlar myndir og gamlar f líkur. Íslendingar þekkja merkið svo vel, afi þinn eða langafi átti kannski þennan gæruskinns­ jakka,“ segir Sæunn. Allt nýtt til hins ýtrasta Fatamerkið hafi orðið sér úti um gamla jakkann og í kjölfarið farið að stúdera hvernig hægt væri að betrumbæta hann. „Við skoðuðum uppbygginguna á þeim og fórum að velja í hann nútímaefni. Svo fengum við eina helstu gæruskinnsverkunarkonu landsins í lið með okkur. Sunneva hefur verið að vinna með mokka­ f líkur í alveg fjöldamörg ár og er með algjöra sérfræðiþekkingu. Hún handvaldi allar gærurnar sem eru notaðar. Það er líka svo frábært að nota íslensku gæruna af því hún er svo vistvæn, hún er aukaafurð af matarframleiðslu. Það er verið að nýta allt til hins ýtrasta, eins og var gert í gamla daga.“ Þau hjá 66°Norður hafi tekið eftir því að það var ytra byrði eldri útgáfu jakkans sem trosnaði fyrst. „Pálína sem er hérna yfir sauma­ stofunni mundi sjálf eftir að hafa gert við þá. Hún sagði: „Nei, er þessi kominn aftur! Setjið nú eitt­ hvað almennilegt í ytra byrðið.“ Við erum með ofið ullarefni líka, en það er í þremur lögum eins og tæknijakkarnir okkar. Þetta er allt framleitt hér. Það er mikið lagt í það að heiðra þennan jakka,“ segir Sæunn. steingerdur@frettabladid.is 66°Norður á sé langa sögu. Fyrirtækið var stofnað árið 1926 á Suður- eyri, þá undir nafninu Sjó- klæðagerðin. Nafnið kom til vegna þess að Suður- eyri er við Súgandafjörð, sem stendur á breiddar- gráðu 66°N. Upphaflegur tilgangur fyrirtækisins var að búa til betri fatnað fyrir sjómenn. 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.