Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 53
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
KANNSKI HVERFUR
HANN BARA NÚNA,
GUFAR UPP. BIRTIST JAFNVEL
AÐ ÓVÖRUM Á EUROVISION-
SVIÐINU EFTIR ÖNNUR TÍU ÁR.
ÉG ER Í RAUN AÐ GEFA ÞAÐ ÚT
NÚNA FYRST AÐ TÍMI PRINSINS
SÉ LIÐINN.
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
hátíðí bæ
Svavar Eysteinsson hefur síðasta áratug skemmt la nd smön nu m u nd i r listamannsnafninu Prins Póló. Í tilefni af því gefur hann nú út bókina Falskar
minningar, sem fjallar um tíu ára
feril hans hátignar. Með bókinni
fylgir svo stafræn plata með „skástu
lögum Prinsins“, að eigin sögn.
En nú eru blikur á lofti.
Langaði að gera froðupopp
Það var fyrir tíu árum sem Svavar
gekk um götur Seyðisfjarðar og hug-
myndin að nafninu kom til hans.
Hvað er það sem Íslendingar elska
mest? Prins póló. Og þar með var
það komið.
„Það eru tíu ár síðan alteregóið
Prins Póló fæddist í hausnum á
mér. Mig langaði til þess að gera
eftirlíkingu af þeirri tónlist sem
ég ólst upp við sem krakki. Íslensk
dægurlög. Mig langaði að prófa að
gera froðupopp. Ég ákvað náttúru-
lega að nefna þetta Prins Póló vegna
þess að það er eitthvað sem allir
Íslendingar elska, og spilar til undir-
meðvitundarinnar,“ segir Svavar.
Stefndi alltaf á Eurovision
Svavar rekur áhuga sinn á tónlist-
argerð til þrettán ára aldurs þegar
Ísland hóf þátttöku í Eurovision.
„Ég sá Gleðibankann og f leira.
Þá hugsaði ég að þetta væri algjör-
lega eitthvað til að stefna að. Hug-
myndin var alltaf sú að vera með
Prinsinn í gangi í einhver ár og
taka svo þátt í Eurovision, og
gjörsamlega slátra honum þar.
Fórna honum á altari listarinn-
ar.“
Hann segist þó enn sem
komið er ekki hafa haft það í sér
að semja Eurovision-lag eða að
sækja um.
„Svo hefur líka enginn beðið
mig um það,“ segir Prins Póló
og heldur svo áfram: „En nú er
þetta orðið of seint finnst mér.
Tíu árin eru liðin. Kannski
hverfur hann bara núna, gufar
upp. Birstist jafnvel að óvörum á
Eurovision-sviðinu eftir önnur tíu
ár. Ég er í raun að gefa það út núna
fyrst tími Prinsins er liðinn,“ segir
Svavar.
Prinsinn leggur
kórónuna á hilluna
Það var fyrir áratug sem Prins Póló fæddist á haustdegi á Seyðis-
firði í hausnum á Svavari. Af því tilefni hefur hann gefið út bókina
Falskar minningar, sem er nokkurs konar yfirlit yfir feril Prinsins.
Nýr prins?
Svavar segir að það sé aldrei að vita
nema hann rísi upp aftur, þá í öðru
formi, hann sé ekki að gefa tónlist-
ina upp á bátinn.
„Ég verð bara að taka ákvörðun
um þetta, það er alveg eins gott að
gera það hér. Maður getur ekki gert
eitthvað svona endalaust. Svo getur
einhver annar mögulega tekið við
krúnunni. Mér finnst það mjög
spennandi pæling. Eins og þegar
Sálin hans Jóns míns hætti, mér
fannst það dálítið sorglegt. Þeir
hefðu alveg getað fengið einhverja
aðra til að taka við sem hefðu haldið
áfram að vera Sálin hans Jóns míns.
Ég get alveg látið kórónuna ganga,
því minn tími sem prins er liðinn í
bili,“ segir Svavar.
Það má því kalla bókina nokkurs
konar kveðjugjöf Svavars sem Prins
Póló.
„Ég er búinn að taka þetta saman.
Þetta eru myndir, textar og skissur
meðal annars. Ég hef hannað allt
sjálfur fyrir Prins Póló frá upphafi,
þannig að ég átti þetta allt til.“
Svanasöngur Prinsins
Þegar litið er yfir farinn veg segir
Svavar Póllandsför hafa staðið upp
úr.
„Mér fannst það mjög skemmti-
legt, að geta farið með Prins Póló
til Póllands. Það var geggjuð upp-
lifun. Það var svo gaman að geta
farið með íslenskan Prins Póló
út. Ég vissi ekkert hvernig þessu
yrði tekið, hvort þeim þætti þetta
skrýtið. Við spiluðum fyrir ungt
fólk og á elliheimili, við spiluðum
fyrir alveg helling af fólki við
alveg ótrúlega góðar viðtökur.
Það stendur upp úr.“
Fólk á enn möguleika á að sjá
Svavar stíga á svið í síðasta sinn
sem hinn upprunalega Prins Póló.
„Síðustu bókuðu tónleikarnir
eru 14. desember í Gamla bíói.
Prinsinn kveður þá, viðeigandi
svona yfir hátíðirnar,“ segir hann.
Fólk getur nýtt tækifærið og kvatt
prinsinn í kvöld í útgáfuhófi Falskra
minninga á Röntgen, Hverfisgötu
12, klukkan 20. Hægt er að nálgast
miða á tónleikana í Gamla bíói á
tix.is.
steingerdur@frettabladid.is
„Á fögrum haustdegi austur á
Seyðisfirði röltir ungur maður
út í sjoppu í leit að hress-
ingu. Hann á sér draum um
að verða tónlistarmaður en
vantar listamannsnafn. Hvað
er það sem allir Íslendingar
elska skilyrðislaust? Hann
kaupir sér Prins póló og fer
heim að semja lög.“
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð