Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 31

Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 31
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Þetta kemur fram í útdrætti úr bókinni The Other Side of the Coin: The Queen, the Dresser and the Wardrobe eftir Angelu Kelley, sem hefur séð um klæðnað drottningarinnar frá árinu 2002. Útdrátturinn var birtur í tíma- ritinu Good Housekeeping fyrir skömmu. Kelley segir að drottningin skipti um föt nokkrum sinnum á dag, allt að fimm til sjö sinnum þegar mest lætur. Hún segir reyndar að það sé sjaldgæft að það séu sjö útgáfur af alklæðnaði á einum degi, en það fari eftir dag- skrá og veðri. Dagurinn hefst með morgun- verði og þá er drottningin yfirleitt klædd í einfalda blússu og pils eða dagkjól. Eftir það fara svo einkaáheyrnir fram. Ef konungleg skotveiði fer fram skiptir hún í klæðnað númer tvö. „Sá klæðnaður á að vera hlýr og þægilegur og byggir á því að nota mörg lög,“ segir Kelley. „Drottning- in klæðist buxum, vatnsheldum buxum, langermabol, tveimur peysum, þykkum sokkum og Wellington-stígvélum. Síðast en ekki síst fer hún í hanska, trefil og vatnshelda kápu.“ Eftir að hafa heilsað upp á veiði- mennina fer drottningin aftur á heimili sitt, Sandringham House, og skiptir í þriðja klæðnað dagsins. Það er aftur skyrta og blússa eða kjóll ef hún ætlar að drekka te með gestum seinnipartinn. Kvöldið vandlega skipulagt „Seinnipartinn sendi ég henni skissur af kvöldkjólum svo drottningin geti valið í hverju hún vill vera það kvöldið og einstaka sinnum þarf hún að velja kjól fyrir kokteilboð,“ segir Kelley. Eftir að drottningin hefur valið kjól fyrir kvöldið fá aðstoðar- konur hennar upplýsingar um hvað hún valdi svo þær geti valið viðeigandi kjóla fyrir konurnar sem þær eru að sinna. Kelley segir að drottningin velji yfirleitt ekkert mjög glitrandi fyrir móttöku með starfsfólki set- ursins, en ef um formlegri kvöld- verð er að ræða velur hún oftast gólfsíðan kvöldkjól. Stundum skiptir hún svo aftur um föt fyrir mat. Ef móttakan fyrir kvöldmat endist til um hálf átta og drottn- ingunni finnst það þægilegt er hún í kokteilkjólnum áfram og hefur ekki áhyggjur af því að skipta yfir í kvöldkjól. Ef hún vill hins vegar skipta fyrir matinn velur hún síðan kvöldkjól. Það að klæða sig sérstaklega fyrir kvöld- verðinn er hefð sem móðir hennar viðhélt eftir andlát Georgs V og drottningin hefur fylgt hennar fordæmi. „Það er hér sem fallegu skart- gripirnir hennar hátignar birtast,“ segir Kelley. Drottningin fer líka alltaf í messu á hverju ári með fjölskyldu sinni og klæðnaðurinn fyrir þá kirkjuferð er vandlega skipu- lagður með löngum fyrirvara. „Ég byrja að leggja á ráðin um það bil tveimur mánuðum fyrr,“ segir Kelley. „Ég athuga hvaða litum drottningin hefur verið í síðustu ár því ég vil ekki endur- taka sama litinn í nokkur ár. Ég vil líka sjá til þess að hún sé í hátíðlegum lit svo að velunnarar hennar sjái hana auðveldlega.“ Sjö dress á einum degi Elísabet Bretadrottning verður seint þekkt fyrir að vera nýtin eða spar- söm. Henni dugar ekkert minna en fimm til sjö mismunandi útgáfur af alklæðnaði til að komast í gegnum embættisstörf jóladags. Hér er Elísabet Bretadrottning afslöppuð, nýbúin að taka upp jólaávarp sitt. NORDIC­ PHOTOS/GETTY Drottningin var í rauðu og gráu í jólamessu árið 2008. Angela Kelley valdi bláan lit fyrir kirkjuferð drottningarinnar árið 2012. Frúin tók sig vel út í lillabláu á jóladag árið 2014. HEILSA Laugardaginn 28. desember mun sérblaðið Heilsa fylgja Fréttablaðinu. Fjallað er um allt sem viðkemur bættri heilsu. Í blaðinu verða áhugaverð viðtöl og fróðleiksmolar sem unnið er af blaðamönnum Fréttablaðsins. Boðið er upp á auglýsingapláss í blaðinu af öllum stærðum og gerðum. Einnig er hægt að fá kynningarumfjöllun sem unnin er af blaðamanni Fréttablaðsins. Pantanir og skil á auglýsingum er til og með 27. desember. Kynningarumfjallanir þarf að panta í síðasta lagi miðvikudaginn 18. desember. Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 550 5654 jonivar@frettabladid.is Arnar Magnússon Sími 550 5652 arnarm@frettabladid.is Atli Bergmann Sími 550 5657 atlib@frettabladid.is Ruth Bergsdóttir Sími 694 4103 ruth@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.