Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 8 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Skannaðu kóðann eða kíktu á elko.is til að lesa blaðið 100 bls. af frábærum hugmyndum er komin út jólagjafahandbókin STJÓRNSÝSLA Stjórnarformaður RÚV og framkvæmdastjóri Capa- cent vísa hvor á annan um hvers vegna ekki var tekið fram í auglýs- ingu um starf útvarpsstjóra að listi yfir umsækjendur yrði ekki birtur. Ákvörðun þess efnis var tekin á stjórnarfundi RÚV 13. nóvember, áður en auglýsingin fór í birtingu. Sú ákvörðun var tekin að ráði Capa- cent sem taldi að með því myndu líklega berast f leiri umsóknir. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál segir RÚV heimilt að birta ekki listann. Ha l ldór Þorkelsson, f r a m- kvæmdastjóri Capacent, veit ekki hvers vegna það er ekki tekið fram í auglýsingunni. „Það er ekki okkar að segja til um það,“ segir Halldór. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, segir ákvörðunina á vegum Capacent. „Þeir sjá um þetta. Við treystum þeim fyrir þessu. Við komum ekki nálægt þessu umsókn- arferli.“ – boa Vísa ábyrgð hvor á annan Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir glaðbeitt til leiðtogafundar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Lundúnum í gær. Leiðtogarnir hittust í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá því að bandalagið var stofnað. Katrín ræddi á fundinum meðal annars um áskoranir í öryggis- og varnarmálum, afvopnunarmál og lofslagsmál. NORDICPHOTOS/AFP SAMHERJAMÁL Samherji hyggst birta tölvupósta uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, fyrr- verandi stjórnanda Samherja- félaganna í Namibíu. Ekki verða þó birtir póstar sem snúa að per- sónulegum málefnum Jóhannesar, heldur eingöngu þeir sem snúa að starfi hans. Einnig verða birt önnur gögn. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. Jóhannes af henti uppljóstr- unarsíðunni WikiLeaks meira en 18 þúsund tölvupósta frá árunum 2014 til 2018. Gögnin voru notuð í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Afríku. Gefa þau til kynna að háar mútu- greiðslur hafi ratað til ráðamanna í Namibíu í skiptum fyrir fiskveiði- kvóta og að háum fjárhæðum hafi verið stungið undan skatti. Bæði sjávarútvegsráðherra og dóms- málaráðherra Namibíu hafa sagt af sér og verið ákærðir ásamt f leirum fyrir að þiggja rúmlega 860 millj- ónir króna í mútugreiðslur. Málið er einnig til rannsóknar hjá Emb- ætti héraðssaksóknara. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem Jóhannes er sagður hafa einungis af hent WikiLeaks hluta af tölvupóstum sínum, sem telja í heild 44 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tregða við að birta þá af ótta við að brjóta persónuverndarlög. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, vildi ekki staðfesta að póstarnir yrðu birtir. Hann segir það þó koma til greina að birta alla póstana. „Það kann alveg að vera. Ég hef ekki sjálfur litið á þessa tölvupósta en mér finnst það hljóta að koma til greina, ef það er eitt- hvað í þeim sem styður þá skoðun okkar að starfsemin hafi ekki verið eins og lýst hefur verið í þessum þáttum,“ segir Björgólfur. „Mér finnst það vera alvarlegt áhyggjuefni að aðeins 42 prósent af tölvupóstunum séu birt inni á WikiLeaks og að þarna vanti heilt ár. Mér finnst það vekja upp spurn- ingar og maður veltir því fyrir sér hvað sé í hinum tölvupóstunum, hvort það sé verið að teikna upp einhliða frásögn og birta eingöngu þau gögn sem styðja við þær ásak- anir.“ Allir póstarnir verða af hentir lögmannsstofunni Wikborg Rein sem rannsakar nú málið fyrir hönd Samherja, lýkur þeirri rann- sókn eftir nokkra mánuði. Björg- ólfur segir niðurstöður þeirrar rannsóknar verða opinberaðar og að henni megi treysta þar sem Wikborg Rein færi ekki að leggja orðspor sitt að veði fyrir Sam- herja. – ab, ds Ætla að birta Namibíupósta Samherji hyggst birta tölvupósta uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Forstjóri Samherja telur að póstarnir sem ekki voru afhentir WikiLeaks geti dregið upp aðra mynd af starfseminni í Namibíu. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.