Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 13
Þessi skemmtilegi tími ársins er kominn aftur, aðventan er gengin í garð, jólin á næsta leiti. Fólk er farið að skreyta hús og híbýli
og hráslagalegt veðrið setur
mark sitt á umhverfið. Það birtir
seinna á daginn og kvöldar að
sama skapi fyrr. Allir vonast eftir
hvítum jólum, enda mjög hátíð-
legur bragur á öllu í þeim búningi.
Mörgum finnst þetta ósköp kósí,
setjast niður með góða bók og hafa
það huggulegt. Þetta er tími fjöl-
skyldunnar, að hitta vini og kunn-
ingja, fara í bæinn og kaupa
gjafir eða eins og svo margir,
að bregða sér af landi brott
til að fá jólaandann yfir
sig á einhverjum jóla-
markaðnum. Það er ys
og þys á landanum.
Þeir sem eru
í skóla eru í
törn og mjög
uppteknir
framan af
mánuði
og líta
ekki upp
úr bók-
unum
eða
verk-
efnum
þeim sem þeir eru
að vinna að. Aðrir upplifa
álag af því að láta alla hluti
ganga upp, jólagjafirnar
sjálfar auðvitað, fá réttu
hugmyndina eitt árið enn
og passa upp á hár, smink
og heimilisþrif. Þá eru
þeir sem sjá til þess að
við getum verslað langt fram eftir
kvöldi og tryggt að allt muni nú
passa þegar hátíðin gengur loks í
garð.
Því fylgir auðvitað mikil til-
hlökkun svo að fá kærkomið frí,
vera saman, spila spil eða púsla,
njóta útivistar og þannig mætti
lengi telja. Það gildir að setja
fæturna upp í loft, en á sama tíma
að halda jafnvægi. Mjög margir
eru afar uppteknir af því að missa
ekki tökin, þyngjast um of, borða
of mikið og svo framvegis. Reynið
bara að slaka á, það verður nægur
tími til að leiðrétta einhver nokkur
aukakíló síðar komi þau á annað
borð, ekki skapa streituástand,
maður þyngist af því einu saman.
Hófsemi og jafnvægi er rétta
lausnin bæði hvað varðar át og
hreyfingu um hátíðirnar.
Hátíð ljóss og friðar er fyrir
löngu orðin býsna markaðsvædd,
henni fylgir ákveðið hömluleysi
og finnst sennilega flestum nóg
um. Þó eru margir sem lifa sam-
kvæmt orðatiltækinu „sælla er að
gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert
sérstaklega að segja frá slíku, en
maður heyrir af því og þakkar í
huganum fyrir slíkar hetjur sem
þurfa ekki að hreykja sér af því
sem vel er gert, þær vita að þetta
skiptir máli og nægir að það skuli
kæta náungann og gleðja hans
hjarta. Það skiptir ekki máli,
umfang eða verðmæti gjafa eða
greiða, heldur fyrst og fremst
hugurinn og sú vellíðan sem
fylgir því að gera öðrum gott.
Það er merkilega góð tilfinn-
ing!
Það liggur í hlutarins eðli
að ekki eiga allir sömu mögu-
leika á að njóta jóla, því miður.
Þar kemur margt til og of langt
mál að telja upp öll þau atriði
sem geta haft áhrif hér á, hvort
sem þau eru fjárhagslegs
eða félagslegs eðlis, vegna
veikinda eða vinnu. Eitt
er þó víst að öll ráðum
við að mestu tilfinn-
ingum okkar og getum
ákveðið hvernig okkur
líður, hvernig við
högum okkur og hvernig
við horfum á hlutina. Það
er því gríðarlega mikilvægt
að vera þakklátur og njóta
þess sem maður hefur hverju
sinni, gleðjast yfir þessum
annasama tíma ársins
og reyna að láta sér
líða vel og ýta undir
vellíðan annarra, það er
hinn sanni jólaandi.
Aðventublús
Teitur Guðmundsson
læknir
Hátíð ljóss og friðar
er fyrir löngu orðin
býsna markaðsvædd, henni
fylgir ákveðið hömluleysi og
finnst sennilega flestum nóg
um.
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is
Umsókn um að ný hlutabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland
Forgangsréttarútboð og almennt útboð á 93.750.000 nýjum hlutum í TM
Heildarfjöldi útgefinna hluta í TM hf. (“TM”) er 678.142.669 og hyggst félagið gefa út 93.750.000 nýja hluti til viðbótar.
Hver hlutur er 1 króna að nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti með hina nýju
hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu TM (ISIN: IS0000000586).
Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi
almenn útboð. Í auglýsingu þessari er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö.
Útboð 9.-12. desember
TM hf. hyggst selja nýja hluti í útboðinu. Markmið útboðsins er fjármögnun á
kaupum TM á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf.
Stærð útboðsins nemur 93.750.000 hlutum eða sem nemur 13,8% af
útistandandi hlutafé í félaginu. Heildarsöluandvirði útboðsins mun nema 3,0
milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem boðnir eru til sölu í
útboðinu.
Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt:
1. Forgangsréttarútboð til hluthafa í TM
2. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta
Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á
hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á
Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttar-
hafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM
kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa
forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma
samkvæmt reglum útboðsins.
Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangs-
réttar. Verði enn nýjum hlutum í TM óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttar-
hafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða
ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember
2019. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 17. desember 2019
og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti
með þá hefjist þann 18. desember 2019.
Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu.
Helstu skilmálar útboðsins:
Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/
tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019
kl. 17:00 (GMT)
Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á
útboðstímabilinu
Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion
banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til
12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.is
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að
áskrift í útboðinu er bindandi við lok útboðstímabilsins.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um TM og skilmála
útboðsins í lýsingu TM og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði
er varðar rekstur TM og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í
hlutabréfum.
Nánari upplýsingar:
Útgefandi lýsingar er TM hf., kt. 660269-2079, Síðumúla 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má
finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á
www.tm.is/fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.
Reykjavík, 5. desember 2019
Stjórn TM hf.
TM HF. BIRTIR LÝSINGU Í TENGSLUM VIÐ:
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð