Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 27
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Eftir seinni heimsstyrjöldina hófst markaðssetning jólanna á annan hátt en áður þekktist. Eitt af því sem var mikið auglýst var jólapeysan, slíkar peysur höfðu að vísu verið til í einhverju formi frá því seint á 19. öld. Á 6. áratugnum voru peysurnar þekktar sem „Jingle Bell“ peysur eða Klukknahljóms­ peysur ef nafnið er íslenskað. Peys­ urnar voru vinsælar hjá fjölskyldu­ fólki í úthverfum Bandaríkjanna og á þeim tíma var engin kaldhæðni við notkun þeirra. Fjölskyldufeður smöluðu fjölskyldunni saman til að fara út að syngja jólalög fyrir nágrannana og þá var fjölskyldan gjarnan öll klædd í prjónapeysu með jólamynstri. Á 9. áratugnum komst 6. ára­ tugurinn í tísku og jólapeysur urðu aftur vinsælar í Bandaríkjunum. Persónur í gamanþáttum frá þessum tíma klæddust gjarnan prjónapeysum með jólamynstri og litum sem seint myndu teljast smart. Persóna Chevy Chase í hinni sívinsælu jólamynd National Lampoon’s Christmas Vacation frá árinu 1989 átti líka þátt í að auka vinsældir jólapeysanna. Jólapeysupartí vinsæl Vinsældirnar fóru þó að dala fljótt á 10. áratugnum en rétt eftir alda­ mótin fóru peysurnar að dúkka upp aftur, meðal annars í kvik­ myndinni Dagbók Bridget Jones frá árinu 2001 þar sem hinn myndar­ legi Mark Darcy skartar hrein­ dýrapeysu við lítinn fögnuð Bridgetar. Jólapeysupartí fóru fljótlega að skjóta upp kollinum hér og þar í Bandaríkjunum og Kanada. Upphaf jólapeysupartía má líklega rekja til ársins 2002 þegar maður í Vancouver í Kanada hélt veislu til styrkar vini sínum sem greinst Jólapeysur eiga sér langa sögu Ljótar jólapeysur njóta vinsælda og margir vinnustaðir halda sérstakan jólapeysudag þar sem veitt eru verðlaun fyrir ljótustu peysuna. Þó ekki sé löng hefð fyrir jólapeys- um hér á landi eiga þær sér langa sögu vestanhafs. Ekkert lát virðist vera á vinsældum ljótra jólapeysa. Það er algengt að vinnustaðir haldi keppni um ljótustu jóla- peysuna. Chevy Chase í myndinni Christmas Vacation átti sinn þátt í að auka vinsældir jólapeysunnar. NORDICPHOTOS/GETTYLeikarinn Matt Damon mætti í viðtal í ljótri jólapeysu. hafði með krabbamein. Þema veislunnar var ljótar jólapeysur og var veislan haldin árlega þar í borg til ársins 2017. Meira en 100 þúsund dollurum hefur verið safnað til góðgerðarmála þar í landi vegna jólapeysuveislunnar. Vinsældir jólapeysanna fóru fljótt að berast yfir hafið og í kringum árið 2010 fór að bera á jólapeysupartíum á Íslandi og búðir með notuð föt fóru að selja slíkar peysur. Nú er svo komið að hægt er að kaupa misfallegar jólapeysur í flestum stærri tísku­ verslunum hér á landi og vin­ sældirnar virðast ekkert vera að dala. Fyrir þau sem hafa í hyggju að halda jólapeysupartí má benda á að það hefur verið gefin út bók, að vísu hefur hún ekki verið þýdd á íslensku, með leiðbeiningum um hvernig best er að halda slík partí svo þau verði sem hallærislegust. Þá er hægt að finna fjöldann allan af vefsíðum með upplýsingum um hvernig hægt er að búa til sína eigin jólapeysu og gera hana eins ljóta og hugsast getur. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 36-46 FLOTTIR KJÓLAR kr. 7.990.- kr. 9.990.- 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.