Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2019næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 29
Ég hef lagt hart að mér til að láta drauma mína rætast og vil vera góð fyrirmynd. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það vakti athygli að 19 ára stúlka, Adut Akech, var kosin fyrirsæta ársins en hún hefur verið ein af eftirsóttustu fyrirsætum heims undanfarið. Saga hennar hefur ekki síst vakið athygli. Fjölskylda hennar flúði frá Suður-Súdan og dvaldi í f lótta- mannabúðum í Kenýa þar sem Adut fæddist og ólst upp til fimm ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan frá búðunum en bjó áfram í Kenýa, meðal annars til að fá vegabréfs- áritun til Ástralíu en þangað flutti Adut þegar hún var 6 ára. Í viðtali við tímaritið Marie Claire sagðist Adut hafa átt óvenjulega bernsku en minntist hennar þó með hlýju. „Ég var mjög spennt að flytja til Ástralíu, sérstaklega að fá að fara í skóla sem var of dýrt í Kenýa. Frænka mín og eldri systir bjuggu í Ástralíu en ég talaði einungis svahílí og dinka sem var móður- málið mitt. Ég byrjaði þess vegna í alþjóðlegum skóla til að læra ensku. Þegar ég fór síðan í venju- legan skóla var ég lögð í einelti vegna þess hversu hávaxin ég er,“ sagði hún. Adut segist fyrst hafa komið fram á tískusýningu þegar hún var 13 ára. Hún vissi þá þegar að hana langaði til að verða fyrirsæta. „Þegar ég var 16 ára fór ég til Par- ísar og tók þátt í tískusýningu fyrir Saint Laurent. Þá virkilega hófst ferillinn,“ segir hún. „Þetta gerðist Adut Akech er fyrirsæta ársins 2019 Það var mikið um dýrðir á The Fash­ ion Awards sem fram fór í Royal Al­ bert Hall í London á mánudagskvöld. Þar voru stór nöfn í heimi tískunnar verðlaunuð og Giorgio Armani var sérstaklega heiðraður fyrir störf sín. Adut Akech var í grænum síðum kjól með slaufu frá Valentino þegar hún tók á móti viður- kenningu sem fyrirsæta ársins. NORDICPHOTOS/ GETTY Adut Akech á sýningu Versace á tískuviku í Mílanó. Fyrirsætan Adut Akech og Stella McCartney á galahátíðinni Global Voices í Oxfordshire á Englandi. Adut Akech er glæsileg þegar hún sýnir sumartísku 2020 fyrir Haider Ackermann á tískuvikunni í París. Adut á leið á Versace-tískusýningu fyrir 2020 í Mílanó. allt mjög hratt. Ég hef lagt hart að mér til að láta drauma mína rætast og vil vera góð fyrirmynd,“ segir hún. Adut hefur starfað með Sam- einuðu þjóðunum til stuðnings flóttamönnum. Hún segir að það sé ekki val að vera flóttamaður. „Ég vil sýna heiminum að við erum eins og annað fólk.“ Adut var forsíðustúlka breska Vogue í ágúst síðastliðnum en þar fjallaði hún líka um stöðu flóttafólks í heiminum. Það voru fleiri verðlaunaðir á tískuhátíðinni í London. Hönnuð- ur ársins var Daniel Lee og merki ársins Bottega Veneta. Það var þó Rihanna sem var stjarna kvöldsins þegar hún mætti í glæsilegum kjól frá Fenty á rauða dregilinn ásamt tónlistarmanninum ASAP Rocky. Giorgio Armani var sérstaklega heiðraður fyrir starf sitt sem hönnuður en það voru engar aðrar en Julia Roberts og Cate Blanchett sem kynntu honum þann heiður. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS SMART JÓLAFÖT, FYRIR SMART KONUR 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 284. tölublað (05.12.2019)
https://timarit.is/issue/406853

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

284. tölublað (05.12.2019)

Aðgerðir: