Fréttablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 11
+PLÚS
Loftrýmisgæsla
breska flughersins
Breski flugherinn lýkur brátt loftrýmisgæslu á Íslandi en hann hef-
ur staðið vaktina fyrir Atlantshafsbandalagið í um mánuð. Flug-
sveitin hefur haft aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia.
Í samtali við Fréttablaðið segir Ellis Williams, breskur orrustu-
flugmaður og liðsforingi, að þeir sjái meiri virkni Rússa á norður-
slóðum í kjölfar hlýnunarinnar og samkeppni þjóða á svæðinu
milli Íslands og Grænlands. „Þetta er friðartíma verkefni og engin
ákveðin ógn, en við erum alltaf vopnaðir í loftinu,“ segir Ellis.
Alls eru um 120 manns hér á vegum breska flughersins til að sinna fjórum þotum af gerðinni Eurofighter Typhoon í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þar af eru fimm flugmenn og
60 vélfræðingar, sem og fólk í stjórnun, flutningum, samskiptamálum, ljósmyndun, heilbrigðisþjónustu, gerð veðurspár og fleiri. MYNDIR/MOD AND CROWN COPYRIGHT
Jason Neal, varnarmálafulltrúi Bandaríska sendiráðsins, Peter Lisney, upplýsingafulltrúi
breska flughersins, Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, Michael Nevin, sendiherra
Breta, og Mark Baker flugsveitarforingi.