Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 6
 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „Einn af gullmolum jólabókaflóðsins!“ Marta María / smartland.is „Magnaðasta bók sem ég hef lengi lesið.“ Hrafn Jökulsson Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla daga í desember; sjá nánar á www.forlagid.is Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Geiri Sæm er látinn Tón listar­maðurinn og mat reiðslu­ meistarinn Ás geir Magnús Sæ munds son, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu 15. desember. Hann var 55 ára gamall. 2 Bannað að halda á fram í námi vegna kvíða lyfja Nemi í lög­ reglu fræði í HA fær ekki að halda á­ fram í námi eftir ára mót. Ástæðan er að hún er á kvíðalyfjum. 3 Nanna Kristín í skýjunum: „Ég er greini lega að gera eitt hvað rétt“ Nanna Kristín Magnúsdóttir er tilnefnd til verðlauna Norræna kvikmynda­ og sjónvarpssjóðsins fyrir þættina Pabbahelgar. 4 Fór út að borða án þess að eiga fyrir reikningnum Lög­ reglan var kölluð til um helgina vegna manns sem gat ekki greitt reikning sinn á veitingastað. 5 Lætur átta ferðir duga: „Ekki skyn sam legt að leggja í neina ó þarfa á hættu“ Fjallgöngu­ maðurinn John Snorri ákvað að láta staðar numið eftir átta ferðir á Esjuna en hann stefndi á fjórtán. HÚSNÆÐISMÁL Þröngbýli hefur aukist mikið á Íslandi á undan- förnum tveimur árum og mest í lægsta tekjuhópnum. En þröng- býli er þegar heimili uppfyllir ekki ákveðin viðmið um ákveðinn her- bergjafjölda miðað við fjölda og samsetningu heimilisfólks. Samkvæmt nýjum tölum Hag- stofunnar búa rúmlega 14 prósent Íslendinga þröngt og rúmlega 30 prósent þeirra tekjulægstu. Árið 2016 bjuggu tæplega átta prósent Íslendinga þröngt og rúmlega 14 prósent þeirra tekjulægstu. Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir þetta endur- spegla þróun fasteignaverðs síðustu ára, sem hefur hækkað gríðar- lega samfara húsnæðisskorti. „Við höfum sérstakar áhyggjur af unga fólkinu en þröskuldurinn fyrir það að komast úr foreldrahúsum og inn í eigið heimili er orðinn ansi hár,“ segir Drífa. „Þetta er ekki beint fallið til þess að hvetja til barneigna, á tímum þegar þeim fer fækkandi.“ Hækkunin kemur fram í öllum tekjuhópum, ekki aðeins þeim tekjulægstu, og athyglisvert er að bera tölurnar saman við árin eftir bankahrunið. En þá hreyfðist hlut- fallið ekki nema lítillega og hvorki úr takti við árin fyrir eða eftir, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, gengis- hrun og lítinn kaupmátt. Drífa telur einnig að þessar tölur séu vanreiknaðar því að inni í þeim sé væntanlega ekki fólk sem býr í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði, að miklu leyti útlendingar. Reglulega berist fréttir af farandverkamönn- um sem búi ákaflega þröngt. „Þegar húsnæðisverð almennt og leiguverð er orðið svona hátt er hinn almenni launþegi allan dag- inn einungis að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Á hverjum degi Fjölskyldur búa þrengra í dag Svokallað þröngbýli hefur aukist hratt á undanförnum tveimur árum og mest hjá hinum tekjulægstu. Ungt fólk á erfiðara með að komast úr foreldrahúsum og minni áhersla er á að búa í stóru húsnæði. Rúmlega 14 prósent Íslendinga búa þröngt samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. NORDICPHOTOS/GETTY Á hverjum degi eru fjölskyldur hér á landi meira og minna að slökkva elda þegar kemur að húsnæðisafborgunum. Margrét Kristín Blöndal eru fjölskyldur hér á landi meira og minna að slökkva elda þegar kemur að húsnæðisaf borgunum,“ segir Margrét Kristín Blöndal, for- maður Samtaka leigjenda. „Það er því ekkert skrýtið að talað sé um þröngbýli, að fólk minnki við sig í húsnæði og pabbi og mamma sofi bara í stofunni og börnunum sé raðað í rest. Við erum að hverfa til gamalla tíma.“ Segir hún stjórnvöld ekki hafa neinn skilning á þeirri stöðu sem stór hluti landsmanna er í og heyrir hún æ oftar að fólk sé að f lytja úr landi. „Það eru einhver merki þess að það sé að losna um húsnæði í miðborginni vegna þess að færri íbúðir eru í útleigu til erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb. En samt hefur húsnæðisverðið ekkert lækkað,“ segir hún. Húsnæðisverð hefur hækkað um meira en helming á síðustu 10 árum en húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera lækkað á sama tíma- bili fyrir tekjulægsta hópinn. Sam- kvæmt vefsíðunni Tekjusagan sést að það kerfi sem leysti húsaleigu- bótakerfið af árið 2017 gagnaðist aðeins millitekju- og tekjuháu fólki en fólk í tekjulægsta bilinu stóð í stað. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, telur að hluti af ástæðunni fyrir þróun- inni geti verið breytt afstaða yngra fólks til eigna og umhverfissjónar- mið. „Verktakar hafa verið að leggja áherslu á minni íbúðir, og ekki eins flóknar, því undanfarið hefur verið talað um að við höfum verið að breiða of mikið úr okkur.“ Þá geti verið ýmis samnýtingaráhrif af því að búa naumt og að hlutir safnist ekki fyrir í geymslum. Telur hann að á þrengra heimili verði meiri hætta á núningi og því mikilvægara að samskiptin séu góð. „Við erum með á okkar borði alls kyns mál er varða fjöleignarhús og ágreining þar á milli. Eftir því sem f leiri búa saman, því f leiri verða núningsfletirnir.“ kristinnhaukur@frettabladid.is JAFNRÉTTISMÁL Ísland er áfram í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Er þetta í ellefta skiptið í röð sem Ísland er í efsta sæti listans sem hefur verið gefinn út frá árinu 2006. Í skýrslu ráðsins kemur fram að það taki 100 ár að ná fram full- komnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir. Frammi- staða ríkja er metin þegar kemur að stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Ísland mælist með 87,7 stig en 100 stig þýða að fullkomnu jafnrétti hafi verið náð. Af 149 ríkjum bætti 101 sig milli ára. Þrjár Norðurlandaþjóðir raða sér í sætin á eftir Íslandi. Norðmenn eru áfram í öðru sæti en Finnar fara upp fyrir Svía í þriðja sætið. – sar Ísland er áfram efst í jafnrétti ALÞINGI Síðasta þing fundi ársins lauk á Alþingi í gærkvöldi. Á síðasta þingdeginum voru atkvæðagreiðsl- ur um fjölda mála, þar á meðal um frumvarp um lengingu fæðingaror- lofs. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar gagnrýndu stjórnina fyrir hringlandahátt og klúður þegar breytingartillaga við fæðingar- orlofsfrumvarpið kom fram á síð- ustu stundu en um tæknileg atriði var að ræða. Að atkvæðagreiðslum loknum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra þinginu skýrslu um óveðrið í síðustu viku og ráðstafanir stjórn- valda vegna þess. Venju samkvæmt leit forseti þingsins yfir farinn í veg í lok síðasta þingfundar ársins. Í ræðu sinni lýsti Steingrímur J. Sigfússon ánægju með að störf þingsins hefðu að mestu leyti verið í samræmi við starfsáætlun þingsins en gagnrýndi ráðherra hins vegar fyrir seinagang við framlagningu stjórnarfrum- varpa. Sagði hann frammistöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart þing- inu undir væntingum í þeim efnum. „Þessi staða sýnir að seint ætlar ráðherrum og ráðuneytum að lær- ast hversu mikilvægt það er upp á vandaða vinnu og framgang mála á Alþingi að þau berist tímanlega,“ sagði Steingrímur. Á nýliðnu haustþingi voru 33 af 64 framlögðum stjórnarfrum- vörpum samþykkt á Alþingi og 15 stjórnartillögur af 19. Þá voru tvö þingmannafrumvörp samþykkt og níu frumvörp nefnda. Í ræðu forseta kom fram að f leiri mál hefðu ekki verið afgreidd fyrir áramót í tæpan aldarfjórðung eða síðan á árinu 1995. – aá Forseti Alþingis skammaði ráðherra við þinglokin Forseti ávarpaði síðasta þingfund ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.