Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 8
NEYTENDUR Alþingi samþykkti í gær frumvarp um breytingar á lögum um neytendalán sem ætlað er að efla neytendavernd í viðskipt- um við smálánafyrirtæki. Í aðdraganda lagasetningarinnar fór að bera á breytingum hjá umræddum fyrirtækjum. Þann- ig hefja þau innheimtu strax við vanskil sem ber hærri kostnað en íslensk lög heimila. Dæmi eru um að fyrirtækin hafi skráð starfsemi sína erlendis til að komast fram hjá íslenskum lögum en Neytendastofa hefur þegar stað- fest að íslensk lög gildi um lánin. Neytendasamtökin segja að samt sem áður komist smálánafyrirtæki upp með að brjóta innheimtu- lög þar sem enginn fer með eftirlit með því. „Við höfum dæmi um að 10.000 króna lán hafi verið komið upp í 18.500 krónur tólf dögum eftir eindaga,“ segir Brynhildur Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna. Neytendasamtökin telja laga- breytingarnar til mikilla bóta. Fyrirtækin hafa þó ítrekað komist upp með að brjóta lög án þess að það hafi haft neinar af leiðingar í för með sér. „Eftirlitsúrræðin verða að vera þannig að hægt sé að stöðva ólög- lega starfsemi á upphafsstigum og ekki síður innheimtuna sem okkur virðist í raun hluti af smálánastarf- seminni,“ segir Brynhildur. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að félög Kredia Group væru hætt að lána á allt að 3.000 prósenta vöxtum, þess í stað væru vextir komnir niður í löglegt hámark sem er 53 prósent ofan á heildarlán- tökukostnað. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og stjórnandi Almennrar innheimtu, segir að breytingin hafi verið gerð að kröfu Almennrar inn- heimtu sem innheimti ekki lán sem eru á meira en hámarksvöxtum. Þetta er að mati Brynhildar lýsandi fyrir æpandi úrræðaleysi og skort á neytendavernd. „Það lá fyrir í mörg ár að verið var að veita ólögleg okurlán en það var ekki fyrr en fyrirtækið ákvað sjálft að fara að lögum að eitthvað gerðist.“ Samtökin hafa sent erindi á félagsmálaráðherra, forsætisráð- herra og iðnaðar- og viðskipta- ráðherra þar sem farið er fram á að stjórnvöld aðstoði lántakendur við að ná til baka þeim fjármunum sem ofgreiddir hafa verið. „Stjórn- völd hafa ekki staðið vaktina hvað þennan hóp varðar og það er ótækt að hann eigi nú sjálfur og á eigin kostnað að sækja þessar kröfur.“ – ab Það lá fyrir í mörg ár að verið var að veita ólögleg okurlán en það var ekki fyrr en fyrrtækið sjálft ákvað að fara að lögum að eitt- hvað gerðist. Brynhildur Pétursdóttir Reykjavík er fjölmenn- asta sveitarfélagið mest fámenni var í Árneshreppi í upphafi árs með 40 íbúa. ALÞINGI Samþykkt var á Alþingi í gær að fela dómsmálaráðherra að vinna lagafrumvarp um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfshátt- um lögreglu. Í nefndaráliti allsherj- ar- og menntamálanefndar er lagt til að byggt verði á grunni starfsemi eftirlitsnefndar sem starfað hefur um nokkurra ára skeið en starfssvið hennar og eftirlitsheimildir verði víkkaðar frá því sem nú er. Í ályktun þingsins segir að þeir sem falin verði framkvæmd eftir- litsins samkvæmt frumvarpinu fái þau verkefni meðal annars að taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið á rétt- indum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kyn- ferðislega áreitni innan lögreglu og rannsaka efni nafnlausra ábend- inga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá geti eftirlitsaðili einnig hafið athugun að eigin frumkvæði. Kveða á sérstaklega á um sjálf- stæði eftirlitsaðilans í frumvarpi ráðherra en samkvæmt ályktuninni á að leggja það fram ásamt kostn- aðargreiningu, eigi síðar en á vor- þingi 2021. Í umsögnum um málið til Alþing- is töldu bæði héraðssaksóknari og formaður eftirlitsnefndarinnar að gera mætti betur í eftirliti með lög- reglu. Eftirlitsnefndin hafi engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir í dag og geti hvorki beitt lögreglu- menn né lögreglustjóra viðurlögum vegna brota í starfi. Þá myndi auka slagkraft nefndarinnar ef bæði laga- heimildir hennar og starfsumhverfi gerðu nefndinni kleift að hafa starf- andi rannsakanda „sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Ályktunin sem samþykkt var á Alþingi í gær byggir á tillögu sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, lagði fram. Í tillögu hans var lagt til að sérstök stofnun yrði sett á fót á vegum Alþingis en með því verði sjálfstæði hennar frá framkvæmdarvaldinu betur tryggt. Í nefndaráliti allsherjarnefndar kemur fram að ráðherra hafi nú þegar til skoðunar hver aðkoma Alþingis að eftirliti með lögreglu eigi að vera. Nefndin mælist til þess að ráðherra haldi þeirri athugun sinni áfram. Nefndin telur mikil- vægt að hæfilegrar fjarlægðar verði gætt á milli hefðbundinna hand- hafa ákæruvalds og þeirra sem rannsaka og ákæra brot lögreglu í starfi. Nauðsynlegt sé að sú fjarlægð verði tryggð í lagafrumvarpinu sem ályktunin mæli fyrir um. Því er einnig beint til ráðherra að hafa til hliðsjónar niðurstöðu skýrslu lagadeildar Kaupmanna- hafnarháskóla frá 2017 um mat á árangri af sjálfstæðu eftirliti með lögreglu við endurskoðun mála- flokksins. adalheidur@frettabladid.is Alþingi felur ráðherra að auka sjálfstætt eftirlit með lögreglu Tillaga Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi lögreglu var samþykkt á Alþingi í gær með nokkrum breytingum. Ráðherra verður falið að leggja fram frumvarp sem tryggi sjálfstæði eftirlits og heimildir til að rannsaka kvartanir og mál að eigin frumkvæði. Umsagnaraðilar sammála um að þörf sé fyrir hendi. Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ekki nægilegar rannsóknarheimildir að mati formanns. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR LÖGREGLUMÁL „Ríkissaksóknari hefur ekki ástæðu til að ætla annað en að lögreglustjórinn á Vesturlandi muni fara eftir tilmælum ríkissak- sóknara í málinu,“ segir Stefanía G. Sæmundsdóttir, saksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara. Eins og Fréttablaðið greindi frá eru meint brot Hvals hf. á reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðir nú til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Er þetta í þriðja skiptið sem Ríkis- saksóknari felur honum að rann- saka málið, en í tvígang hefur hann hætt rannsókn. Tók Ríkissaksóknari ástæðurnar ekki gildar. Stefanía segir að samkvæmt lögum hafi Ríkissaksóknari mjög víðtækar heimildir, geti meðal ann- ars tekið saksókn í sínar hendur og gefið út ákæru hvenær sem embætt- ið telur þess þörf. Einnig geti Ríkis- saksóknari gefið öðrum ákærendum fyrirmæli um einstök mál og kveðið á um rannsókn. „Jafnframt getur Ríkissaksóknari falið mál lögreglustjóra, öðrum lög- reglustjóra eða héraðssaksóknara,“ segir hún. – khg Telur lögreglustjórann fara eftir tilmælum um rannsókn á Hval hf. Hvalur er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIK Smálánafyrirtæki hafa þegar fundið leið fram hjá nýjum lögum SAMFÉLAG Í upphafi þessa árs var íbúafjöldi á Íslandi 356.991 manns. Það er 2,5 prósenta fjölgun frá því á sama tíma árið á undan. Þá voru íbúar landsins 348.450 talsins. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2018 fæddust 4.228 börn og 2.254 manns létust, voru því fæddir umfram dána 1.974. Alls f luttust 7.719 manns af landi brott árið 2018 en nánast helmingi f leiri, eða 14.275 manns, f luttust til landsins. Aðfluttir umfram brott- f lutta voru því 6.556, 2.418 konur og 4.138 karlar. Fjölmennasta sveitar félagið var Reykjavík þar sem bjuggu 128.793 manns og það fámennasta var Árneshreppur með 40 íbúa. Í upphafi þessa árs voru þéttbýlis- staðir með 200 íbúa eða f leiri 62 talsins. 334.404 íbúar landsins bjuggu í þéttbýli 1. janúar 2019 sem er 3.845 einstaklingum meira en á sama tíma árið áður. 22.587 manns bjuggu í dreif býli og smærri byggðakjörnum.  – bdj Landsmönnum er enn að fjölga VIÐSKIPTI Neytendastofa hefur auglýst tíu 200 kílóa lóð til sölu. Hægt er að kaupa stykkið á 200 þúsund krónur en hægt er að senda tilboð til stofnunarinnar fyrir 15. janúar næstkomandi. Eru lóðin nú geymd hjá kvörtunarþjónustu Neytendastofu í Borgartúni. Benedikt G. Waage, sérfræðing- ur hjá Neytendastofu, segir ekki algengt að slíkt sé til sölu hjá þeim. Það sé í raun mjög sjaldgæft. „Um er að ræða lóð sem hafa verið nokkuð lengi í eigu Neytendastofu en eru ekki notuð lengur,“ segir Benedikt. „Því var ákveðið að auglýsa þau og athuga hvort þau gætu nýst ein- hverjum öðrum þar sem það eru nokkrir aðilar hér á landi sem eiga og nota lóð af þessari stærð.“ – ab Auglýsa 200 kg lóð til sölu Lóðin sem um ræðir eru geymd í Borgartúni. MYND/NEYTENDASTOFA Dómsmálaráðherra hefur nú þegar til skoðunar hver aðkoma Alþingis að eftirliti með lögreglunni eigi að vera. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.