Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 15

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 15
ALLT ER LYGI NEMA ÁSTIN V E F A R I N N M I K L I F R Á K A S M Í R Hér dregur Pétur Gunnarsson upp forvitnilega og heillandi mynd af Halldóri Kiljan Laxness í upphafi ferils síns, ástum hans og lífsátökum. „Mjög vel lukkuð og forvitnileg.“ EINAR FALUR INGÓLFSSON / MORGUNBLAÐIÐ „Pétur er svo góður sögumaður og það er svo mikil hlýja í frásögninni.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla daga í desember; sjá nánar á www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Yfirlýsing Sigurðar I. Jóhanns­sonar og Dags B. Eggertssonar um f lugvallarmál í lok nóv­ ember var fyrirsjáanleg og pólitískt óhjákvæmileg að mati flestra kjör­ inna fulltrúa, sem Samtök um betri byggð (BB) ræddu við undanfarin misseri. Flestir viðurkenndu þó að stefna BB væri „faglega rétt“ með tilliti til arðsemi, mengunar, CO2, mannvistar, menningar, lýðheilsu o.s.frv. Hvað gerir þroskað samfélag sem verður fyrir barðinu á gjörsamlega forkastanlegum pólitískum móral stjórnmálastéttarinnar? Það beitir sér fyrir betur mannaðri stjórnmála­ stétt og betri pólitík. Þegar lélegir pólitíkusar taka hörmulega ranga og þjóðhagslega skaðlega ákvörðun í f lugvallarmálinu er smíðuð enn ein flugvallarskýrslan með fulltingi aðstoðarliðs til að sanna að hin pólit­ íska vitleysa sé besta lausnin. Töf á brotthvarfi f lugvallar úr Vatnsmýri veldur gríðarlegu tjóni á öllum sviðum samfélagsins. Beint árlegt fjárhagstjón er a.m.k. 5% af bundnu fé í 300 miljarða byggingar­ lóðum undir f lugvallarmalbikinu eða 15 miljarðar. Annað árlegt tjón á sviði rekstrar heimila, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga, á sviði lýð­ heilsu, glataðra tækifæra, landflótta o.s.frv. nemur líklega margfaldri þeirri upphæð. Töfin gerir að engu möguleika borgar og torveldar möguleika ríkis að standa við alþjóðlegar skuld­ bindingar í loftslagsmálum árið 2030. Töfin veldur áframhaldandi útþenslu jafnt innan sem utan núverandi byggðarmarka höfuð­ borgarsvæðisins (HBS). Bílum mun án efa fjölga hlutfallslega og akstur aukast. Rekstrarkostnaður heimila, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga mun aukast enn frá því sem nú er og neikvæð lýðheilsuáhrif bílasam­ félagsins munu eflaust aukast. Fjórða iðnbyltingin mun varla verða jafnkröftug og ella og gæði borgarinnar fyrir mannlíf og menn­ ingu munu fremur hnigna en að hún dafni. Borgarstjóri, í umboði meiri­ hlutans í borgarstjórn, er leiddur að samningaborðum líkt og lamb til slátrunar, til að undirrita fjarstæðu­ kennda afarkosti í lok nóvember sl. Borgarstjórinn hundsar vilja meirihluta kjósenda í Reykjavík í kosningunni 2001 um brotthvarf flugvallar úr Vatnsmýri eigi síðar en fyrir árslok 2016. Hann þverbrýtur einnig samning borgar og ríkis frá 2013 um að flugvöllurinn hverfi fyrir árslok 2022. Og hann beygir sig fyrir kröfum sveitarfélaga í Kraganum um BORGARLÍNU. Samsæri gegn þjóðarhag Áform sveitarfélaga á HBS um BORG­ ARLÍNU, samkomulag ríkis og SSH um fjármögnun BORGARLÍNU og samgöngubóta í okt. 2019 og skýrsla Sigurðar I. Jóhannssonar í nóv. 2019 um flugvallarmál á SV­ landi mynda saman eins konar samsæri um 15­20 ára töf á brottför flugvallar úr Vatns­ mýri. Áform sveitarfélaga á HBS um BORGARLÍNU á næstu 15­20 árum gagnast einkum Kraganum. Þessi áform munu valda áframhaldandi útþensla byggðar innan og utan núverandi byggðarmarka í Krag­ anum. Áformin krefjast „þvingaðrar“ búsetu nýrra kynslóða íbúa á höfuð­ borgarsvæðinu meðfram strætóleið­ unum í átt að ystu jöðrum byggðar í Kraganum, á meðan besta búsetu­ og byggingarlandi Íslands í Vatnsmýr­ Keisarinn er ekki í neinu – Taka tvö inni í Reykjavík er haldið óaðgengi­ legu með „gjaldþrota“ og niður­ greiddri flugstarfsemi næstu 15­20 ár. Skýrsla samgönguráðherra er auðvitað ömurlegt plagg. Niðurstaða hennar lá fyrir fljótlega eftir að vinna við hana hófst sbr. ummæli Njáls alþingismanns norðan frá Akureyri árið 2018. Vinna við skýrsluna hefur líklega miðast við það helst að skila niðurstöðu um 15­20 ára töf á brott­ hvarfi flugvallar úr Vatnsmýri. Í skýrslunni er m.a. byggt á kúvendingu í megináherslum. Nú er millilandaflugvöllur settur í for­ grunn vinnunnar til þess eins að sýna fram á nauðsynlega töf á brott­ hvarfi Vatnsmýrarf lugvallar um 15­20 ár. Áhersla allra fyrri f lugvallar­ athugana miðaði eðlilega við innan­ landsflugvöll svo rýma mætti Vatns­ mýri fyrir miðborgarbyggð. Hönnun, mat á umhverfisáhrifum og bygging innanlandsf lugvallar gæti tekið 3­5 ár. Verðmæti Vatns­ mýrarflugvallar og tengdra mann­ virkja er innan við 12 miljarðar kr. Kostnaður vegna sambærilegrar aðstöðu í Hvassahrauni er einnig um 12 miljarðar kr. Séu uppi áform um lengri flugbrautir og stærri flug­ stöð kostar hver lengdarmetri og hver fermetri einfaldlega ákveðna og fyrirsjáanlega upphæð. Veður­ far í Hvassahrauni er vel þekkt. Þar var veðurstöð á árunum 2001­2009. Starfandi veðurstöðvar eru auk þess í Straumsvík og við Reykjanesbraut. Vatnsverndarpælingar eru að sjálf­ sögðu óþarfar m.a. vegna þess að einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins með u.þ.b. 8­10 milljónir bíla á ári liggur nú þegar á milli f lugvallar­ stæðis í Hvassahrauni og þéttbýlis á Suðurnesjum. Sömu megin við þjóð­ veginn liggur auk þess álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Samgönguyfirvöld halda af ásettu ráði uppi villandi umræðu um vara­ f lugvöll. ICAO, Alþjóða f lugmála­ stofnunin, krefst a.m.k. 183 km (100 sjómílna) fjarlægðar frá áfangaflug­ velli að varaflugvelli í beinni loftlínu. Því gæti í mesta lagi verið um algerar neyðarlendingarbrautir að ræða. Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur og stjórnar- maður í sam- tökunum Betri byggð S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.