Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 22

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 22
Strax, sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Pálmasonar og Ingva Tómassonar, er verðmetið 90 prósentum hærra en markaðs- verð í greiningu sænska fjárfesting- arbankans Redeye, sem sérhæfir sig í norrænum vaxtarfyrirtækjum. „Við teljum að markaðurinn horfi fram hjá styrkleika viðskiptamódelsins og sögu Strax þegar kemur að vexti eigin vörumerkja,“ segir í nýju verð- mati sem birt var á fimmtudaginn. Markaðsvirði Strax, sem er skráð í sænsku kauphöllina, er um fimm milljarðar íslenskra króna. Guð- mundur, sem er forstjóri félagsins, á 26 prósenta hlut og Ingvi, sem fer fyrir viðskiptaþróun, á 25,9 prósenta hlut. Guðmundur og Ingi eiga meiri- hluta í VISS sem býður farsímatrygg- ingar og Ingvi er stjórnarformaður Hamborgarabúllu Tómasar sem faðir hans stofnaði. Gengi hlutabréfanna er 3,2. Redeye verðmetur félagið á 6 krónur á hlut. Í greiningunni eru teiknaðar upp þrjár sviðsmyndir. Í svartsýnu spánni er verðmatsgengið fjórir og í þeirri bjartsýnu er gengið tíu. Strax dreifir annars vegar auka- hlutum fyrir farsíma, til dæmis heyrnartólum og hulstrum, og þróar hins vegar eigin vörumerki á sama sviði. Greinendur Redeye telja að öflugar dreifileiðir séu lykillinn að því að knýja áfram vöxt nýrra vörumerkja í eigu Strax. Enn fremur muni aukin áhersla á eigin vöru- merki bæta framlegð. Strax horfi til þess að yfirtaka eitt fyrirtæki á ári. Á árunum 2013-2018 jókst sala Urbanista um 54 prósent ári og tekj- urnar námu 15 milljónum evra við árslok. Tekjur Gear4, sem hefur verið selt, jókst um 45 prósent á ári á tíma- bilinu og veltan nam 34 milljónum evra við sölu vörumerkisins. Strax framleiðir auk þess símahulstur undir merkjum Adidas. Í greiningunni kemur fram að fjár- festar telji, miðað við markaðsvirðið, að stjórnendum muni ekki takast jafn vel upp með önnur vörumerki í framtíðinni. Guðmundur sagði í upphafi árs í viðtali við ViðskiptaMoggann að Strax hafi ráðist í þrjár yfirtökur frá skráningu á markað árið 2016. Einungis einu sinni hafi eigin bréf verið notuð sem gjaldmiðill því þeir telja að félagið sé undirverðlagt á markaðnum. Hann lét þess þó getið að afkoman hafi hvorki verið nægi- lega góð né stöðug að undanförnu og sagði enn fremur að áhættan í rekstr- inum væri frekar mikil. – hvj Verðmeta Strax 90 prósentum hærra en markaðurinn 52% er eignarhlutur hinna íslensku stjórnenda Strax. Lækkandi langtímavextir og vaxandi lífslíkur geta orðið til þess að skuld-bindingar íslensku líf-ey r issjóða nna verði ver u lega vanmet nar ef ekki er byggt á raunsæjum for- sendum. Sjóðirnir geta þurft að fjárfesta í áhættusamari eignum í meiri mæli en áður til þess að eygja möguleika á að ná viðmiðum sínum um ávöxtun. „Það er nauðsynlegt að for- sendur lífeyrisskuldbindinga séu framsýnar og raunsæjar til þess að kerfið standist tímans tönn,“ segir Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármála- eftirlitinu, í samtali við Markaðinn en hann ritaði grein um skuldbind- ingar lífeyrissjóðanna í nýútgefnum Fjármálum sem er vefrit eftirlits- stofnunarinnar. Lífeyrissjóðir núvirða skuld- bindingar sínar miðað við 3,5 pró- senta vexti umfram verðbólgu en sú ákvörðun tók mið af útlánavöxtum Íbúðalánasjóðs á tíunda áratugn- um. „Þegar þetta viðmið í reglugerð- inni var ákveðið á sínum tíma þótti það varfærið. Síðan þá hafa vextir farið lækkandi hér á landi undan- farna áratugi, líkt og í nágranna- löndunum, og ef við berum þetta viðmið saman við vaxtakjör á veð- tryggðum útlánum og ávöxtunar- kröfu ríkisskuldabréfa í dag þá er viðmiðið harla hátt,“ segir Jón Ævar. Eignir lífeyrissjóða hafa ekki jafn langan líftíma og skuldbinding- arnar, sem gerir lífeyrissjóði næma fyrir vaxtabreytingum að sögn Jóns Ævars. Meðallíftími skuldbindinga lífeyrissjóða er breytilegur eftir því hvernig hópur sjóðfélaga er sam- settur. Lífeyrissjóðir sem hafa verið lokaðir nýjum sjóðfélögum hafa að jafnaði eldri sjóðfélaga og styttri meðallíftíma skuldbindinga. Skuld- bindingar vegna loforða til yngri sjóðfélaga leiða til lengri meðal- líftíma skuldbindinga. Í dæmi- gerðum opnum lífeyrissjóðum þar sem dreifing sjóðfélaga er í takt við aldursdreifingu þjóðarinnar má ætla að meðallíftími skuldbindinga liggi á bilinu 20 til 25 ár en að líftími eigna sé styttri. Viðmið lífeyrissjóða orðið harla hátt Viðmið um 3,5 prósenta ávöxtun lífeyrissjóða getur leitt til vanmats á skuldbindingum þeirra upp á tugi prósenta ef vextir lækka áfram. Eignir sjóðanna með styttri meðallíftíma en skuldbindingarnar. Gætu þurft að fjárfesta meira í áhættusamari eignum. Ástæða til að hafa áhyggjur af vanmati Síðustu tvo áratugi hafa forsendur um dánar- tíðni verið endurskoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Jón Ævar segir að það megi áætla að skuldbindingar lífeyrissjóðanna hafi að jafnaði aukist um 0,5 til 0,7 prósent á ári vegna aukins langlífis. Í nóvemberhefti Fjármála árið 2015 var greint frá niðurstöðum athugunar á trygg- ingafræðilegri stöðu miðað við spá um áfram- haldandi lækkun dánartíðni frá þeim tíma. Þar kom fram að áfallnar skuldbindingar lífeyris- sjóða án ábyrgðar launagreiðenda hefðu verið 9,8 prósentum hærri ef miðað væri við spá um áframhaldandi lækkun dánartíðni. Áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóða með ábyrgð launagreiðenda, það er ríkis og sveitarfélaga, hefðu aukist um 7,8 prósent miðað við sömu forsendur. „Þótt nýjustu tölur Hagstofu Íslands geti gefið vísbendingar um að dánartíðni hafi lækkað hægar allra síðustu árin en áratugina þar á undan þá er ástæða til að hafa áhyggjur af að lengri lífaldur leiði til að skuldbindingar sjóðanna séu vanmetnar,“ segir Jón Ævar. Jón Ævar bendir á að takmarkað framboð sé af löngum verðtryggð- um skuldabréfum og sjóðirnir eigi nú þegar bróðurpart lengstu flokka íbúðarbréfa og ríkisskuldabréfa. „Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í eignum sem eru að skaffa nægilega góða ávöxtun í dag en þegar kemur að því að endurfjárfesta gæti ávöxt- unin sem þeir fá verið lægri en vext- irnir sem skuldbindingarnar miða við,“ segir Jón Ævar. Sókn sjóðfélaga í lán á breytilegum vöxtum og þak á uppgreiðslukostnað neytendalána takmarkar einnig möguleika sjóð- anna á að verja sig fyrir vaxtabreyt- ingum, sem eykur vaxtaáhættu. Ef hæfilegt þætti að núvirða skuld- bindingar miðað við 3 prósenta verðtryggða vexti mætti áætla að skuldbindingar dæmigerðra líf- eyrissjóða ykjust um 10-13 prósent, að sögn Jóns Ævars, en eignirnar um 2-4 prósent. Ef miðað væri við 2 prósenta verðtryggða vexti gæti hækkun skuldbindinga numið tugum prósenta. „Það þarf ekki að vera ókostur að lífeyrissparnaður sé að meira marki háður óvissu ef hægt væri að milda áhættu sjóðfélaga eftir því sem þeir nálgast eftirlaunaaldur. Verra væri ef matsforsendur sjóða vikju svo veru- lega frá raunverulegum aðstæðum að það leiddi til þess á endanum að ekki væri hægt að efna skuldbind- ingarnar,“ segir Jón Ævar í greininni. Skuldbindingar vátryggingafélaga eru metnar í samræmi við vaxta- stig á hverjum tíma en löggjöf um lífeyrissparnað á Íslandi hefur ekki fylgt þeirri þróun, sem orðið hefur á öðrum mörkuðum, að þessu leyti. Flest nágrannaríki meta einnig líf- eyrisskuldbindingar út frá þeirri for- sendu að næsta kynslóð lifi lengur en sú fyrri. thorsteinn@frettabladid.is Þegar kemur að því að endurfjárfesta gæti ávöxtunin sem þeir fá verið lægri en vextirnir sem skuldbindingarnar miða við. Jón Ævar Pálma- son, sérfræðingur í áhættugreiningu hjá FME Lotus Pharmaceuticals, dóttur-fyrirtæki Alvogen í Asíu, var í vikunni skráð á aðallista kauphallarinnar í Taívan. Alvogen keypti meirihluta í fyrirtækinu árið 2013 og hefur síðan stutt við uppbyggingu þess og vöxt. Lotus er í dag með starfsemi víða í Suðaustur-Asíu og sérhæfir sig í þróun og framleiðslu krabba- meinslyfja og lyf eru fyrirtækisins einnig markaðssett á alþjóðlegum mörkuðum í gegnum samstarfs- aðila. Markaðsvirði Lotus er nú liðlega 120 milljarðar króna og hafa tekjur fyrirtækisins meira en fimmfaldast á síðastliðnum sex árum. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, tók við stjórnarformennsku Lotus fyrr á þessu ári. Tilkynnt var um sölu Alvogen á starfsemi sinni í Evrópu til lyfja- fyrirtækisins Zentiva fyrr á þessu ári. Í tilkynningu um viðskiptin var ekki greint frá væntu sölu- verði viðskiptanna sem form- lega lýkur eftir áramótin en sam- kvæmt umfjöllun Reuters á síðasta ári má ætla að söluverð sé yfir 100 milljarðar króna. Í fjárfestakynn- ingu kom fram að starfsemin hefði skilað tekjum upp á um 200 millj- ónir dala, sem jafngildir um 20,6 milljörðum króna, á árinu 2017. Alvogen er í dag með starfsemi í 35 löndum og stærstu markaðir þess í Bandaríkjunum, Suðaustur- Asíu og Mið- og Austur-Asíu. Þá er Alvogen stór hluthafi í líftækni- fyrirtækinu Alvotech sem er með höfuðstöðvar á Íslandi. Í vetur var greint frá því að alþjóðlegi fjárfestingasjóðurinn YAS hefði gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja. Virði samkomulagsins er um 45 milljónir Bandaríkjadala og felur í sér að Yas fái markaðsleyfi fyrir þrjú líftæknilyf sem eru í þróun hjá Alvotech og verða markaðssett á næstu árum. Yas verður jafnframt eigandi að 2,5 prósenta hlut í fyrir- tækinu. – þfh Dótturfyrirtæki Alvogen í Asíu skráð á hlutabréfamarkað 120 milljarðar er markaðs- virði Lotus en tekjur fyrir- tækisins hafa fimmfaldast á síðastliðnum sex árum. Íslensku lífeyrissjóðirnir eigi nú þegar bróðurpart lengstu flokka bæði íbúðarbréfa og ríkisskuldabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.