Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 28

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 28
Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju föstudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju laugardag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2019 Piparkökuhús geta reynst for- eldrum og að- standendum öllum þrautin þyngri, einkum þegar kemur að því að líma þau saman. Upp er runninn sá árstími þegar ólíklegasta fólk lendir í störfum arkitekta, hönn- uða, verkfræðinga og steypubíl- stjóra, já, tíð piparkökuhúsanna er gengin í garð. Margir foreldrar alls óreyndir í byggingarlist takast þau verkefni á hendur að hanna, sníða, blanda liti og búa til málningu, reikna burðarþol mismunandi piparkökuuppskrifta og fersenti- metra girðinga og vindubrúa. Og jafnvel þótt húsið sé keypt í búð og skreytt án allra afskipta og ábyrgðar þá vofir alltaf yfir það vandasamasta af öllu: að líma húsið saman sem í næstbesta falli lýkur með því að húsið lítur út fyrir að standa á miðjum Atlants- hafshryggnum í miðju kafinu á flekatilfærslum eða í mýri þar sem það liðast yfirvegað sundur og sekkur hægt og hljótt. Algengustu aðferðir við að líma saman piparkökuhús eru ann- ars vegar að bræða sykur niður í f ljótandi form og flýta sér svo að gluða honum á allar hliðar og klessa saman án þess að brenna sig alvarlega á sjóðheitum sykrinum áður en hann hleypur í hunangs- lita þræði og verður eins og gler. Og hins vegar að nota gæðaglassúr, sem á ensku kallast royal icing. Nokkrar aðferðir eru til að gera hinn fullkomna límglassúr en þær eiga það þó flestar sameiginlegt að innihalda flórsykur og eggja- hvítur. Stöku glassúr er bragð- bættur með dropum, og eru þá möndludropar og vanilludropar algengastir, og litaður með matar- lit þó að hvíti liturinn fari sérdeilis vel í hlutverk snjós á piparköku- húsi um jól. Þá er ekki óalgengt að nota aðstoðarefni eins og cream of tartar sem heitir á íslensku vín- steinslyftiduft og er mikið notað til marensgerðar. Hér fá örvilnaðir foreldrar í piparkökuhúsanauð uppskrift að einu slíku húsalími. Sement fyrir piparkökuhús Piparkökuglassúrlímið lítur út eins og snjór en bragðast talsvert betur. Girnilegt smartíshlaðið piparkökuhús ber við stjörnubláan himin. Mest krefjandi samverustund fjölskyldunnar á aðventunni felst í piparkökubakstri. NORDICPHOTOS/GETTY Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Sement fyrir piparkökuhús 2 eggjahvítur 450 g flórsykur 3 eggjahvítur ½ tsk. vínsteinslyftiduft Þeytið allt saman í sjö til tíu mínút- ur þar til toppar myndast. Glassúr- inn á að vera eins og marenstoppur og jafn stífur. Berið þá rausnarlega á allar hliðar hússins, jafnvel með pokasprautu. Ef límið er ekki nógu þykkt er ráð að bæta örlitlum flór- sykri við. Notið nógu mikið, þrýstið hliðum mátulega þétt saman og vonið það besta. Ef afgangur er af líminu er ráð að pakka því vel inn því annars er hætta á því að hörð skurn myndist. Ef þetta virkar ekki og ekki heldur sykurlímið þá má alltaf seilast í límbyssuna og vonast til þess að enginn hafi lyst á að brjóta piparkökuhúsið og snæða eftir alla vinnuna við að búa það til. Þá getið þið á nokkrum jólum komið ykkur upp myndarlegu piparkökuhúsa- þorpi. Margir foreldrar lenda í hlutverki arkitekta og bygginga- meistara þegar kemur að piparkökuhúsum 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.