Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 28
Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju föstudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju laugardag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2019 Piparkökuhús geta reynst for- eldrum og að- standendum öllum þrautin þyngri, einkum þegar kemur að því að líma þau saman. Upp er runninn sá árstími þegar ólíklegasta fólk lendir í störfum arkitekta, hönn- uða, verkfræðinga og steypubíl- stjóra, já, tíð piparkökuhúsanna er gengin í garð. Margir foreldrar alls óreyndir í byggingarlist takast þau verkefni á hendur að hanna, sníða, blanda liti og búa til málningu, reikna burðarþol mismunandi piparkökuuppskrifta og fersenti- metra girðinga og vindubrúa. Og jafnvel þótt húsið sé keypt í búð og skreytt án allra afskipta og ábyrgðar þá vofir alltaf yfir það vandasamasta af öllu: að líma húsið saman sem í næstbesta falli lýkur með því að húsið lítur út fyrir að standa á miðjum Atlants- hafshryggnum í miðju kafinu á flekatilfærslum eða í mýri þar sem það liðast yfirvegað sundur og sekkur hægt og hljótt. Algengustu aðferðir við að líma saman piparkökuhús eru ann- ars vegar að bræða sykur niður í f ljótandi form og flýta sér svo að gluða honum á allar hliðar og klessa saman án þess að brenna sig alvarlega á sjóðheitum sykrinum áður en hann hleypur í hunangs- lita þræði og verður eins og gler. Og hins vegar að nota gæðaglassúr, sem á ensku kallast royal icing. Nokkrar aðferðir eru til að gera hinn fullkomna límglassúr en þær eiga það þó flestar sameiginlegt að innihalda flórsykur og eggja- hvítur. Stöku glassúr er bragð- bættur með dropum, og eru þá möndludropar og vanilludropar algengastir, og litaður með matar- lit þó að hvíti liturinn fari sérdeilis vel í hlutverk snjós á piparköku- húsi um jól. Þá er ekki óalgengt að nota aðstoðarefni eins og cream of tartar sem heitir á íslensku vín- steinslyftiduft og er mikið notað til marensgerðar. Hér fá örvilnaðir foreldrar í piparkökuhúsanauð uppskrift að einu slíku húsalími. Sement fyrir piparkökuhús Piparkökuglassúrlímið lítur út eins og snjór en bragðast talsvert betur. Girnilegt smartíshlaðið piparkökuhús ber við stjörnubláan himin. Mest krefjandi samverustund fjölskyldunnar á aðventunni felst í piparkökubakstri. NORDICPHOTOS/GETTY Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Sement fyrir piparkökuhús 2 eggjahvítur 450 g flórsykur 3 eggjahvítur ½ tsk. vínsteinslyftiduft Þeytið allt saman í sjö til tíu mínút- ur þar til toppar myndast. Glassúr- inn á að vera eins og marenstoppur og jafn stífur. Berið þá rausnarlega á allar hliðar hússins, jafnvel með pokasprautu. Ef límið er ekki nógu þykkt er ráð að bæta örlitlum flór- sykri við. Notið nógu mikið, þrýstið hliðum mátulega þétt saman og vonið það besta. Ef afgangur er af líminu er ráð að pakka því vel inn því annars er hætta á því að hörð skurn myndist. Ef þetta virkar ekki og ekki heldur sykurlímið þá má alltaf seilast í límbyssuna og vonast til þess að enginn hafi lyst á að brjóta piparkökuhúsið og snæða eftir alla vinnuna við að búa það til. Þá getið þið á nokkrum jólum komið ykkur upp myndarlegu piparkökuhúsa- þorpi. Margir foreldrar lenda í hlutverki arkitekta og bygginga- meistara þegar kemur að piparkökuhúsum 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.