Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 36
Meðal þess sem járnsmiðir fást við eru stigahandrið sem yfirleitt setja mjög
mikinn svip hvort sem er á heimili
eða fyrirtæki. Tískan er marg-
breytileg þegar kemur að stiga-
handriðum og margar útfærslur
hafa litið dagsins ljós í áratugi.
Stiginn getur verið þungamiðja
heimilisins þar sem hann er oft
hluti af stóru rými, til dæmis
opnum stofum. Í sumum húsum
er stiginn það fyrsta sem ber fyrir
augu gesta þannig að fólk vill að
þeir séu glæsilegir.
Sumir vilja hafa gamaldags
stigahandrið á meðan aðrir velja
nýmóðins útlit. Sum stigahandrið
hafa gríðarmikinn sjarma og íburð
á meðan léttleiki er yfir öðrum.
Undanfarið hefur mikið borið á
gleri við stiga en alltaf þarf járn til
að halda því uppi. Val á efnum og
frágangur stigans hafa mikil áhrif.
Vanda þarf til verksins hvort sem
notað er tré, gler, steypa, akrýl, stál
eða hvað annað.
Málmsmíði hefur þekkst á Íslandi
frá örófi alda þrátt fyrir að hvorki
nytjamálmar né steinkol séu hér í
jörðu. Landsmönnum tókst engu að
síður að smíða talsvert af nauðsyn-
legustu áhöldum úr málmi ásamt
fögrum listgripum. Íslendingar
hafa átt marga frábæra járnsmiði í
gegnum aldirnar. Í gömlum húsum
má oft sjá afar falleg stigahandrið,
oft útskorin úr tré en einnig úr járni.
Hér á myndunum má sjá nokkrar
hugmyndir að stigahandriðum þar
sem járn eða stál er notað.
Stiginn getur verið
andlit heimilisins
Málmsmíði er fjölbreytt atvinnugrein. Innan grein-
arinnar eru stálsmiðir, rennismiðir, blikksmiðir og
málmsuðumenn ásamt málmsteypumönnum.
Fallegur stigi þar sem tré og járn mætast. Léttleiki er yfir þessu handriði.
Hér er járn-
handrið með
skreytingu
við tréstiga.
Glæsilegt
saman.
Glæsilegur bogadreginn stigi með íburðarmiklu handriði, rétt eins og í gömlum Hollywood-kvikmyndum.
Stál og gler við parketklæddan stiga getur skapað létt og fallegt umhverfi.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Íslendingar hafa átt
marga frábæra
járnsmiði í gegnum
aldirnar.
Vélsmiðja Suðurlands
Selfossi • Gagnheiði 5 • 482 1980
MIÐHRAUN 2 · 210 GARÐABÆ · 587 1300 · KAPP@KAPP.IS · WWW.KAPP.IS
úr öllum gerðum
af málmum
· Stál
· Ryðfrítt stál
· Ál
Áratuga reynsla
KAPP leggur ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk
enda eru einkunnarorð fyrirtækisins í stóru sem smáu
„Þú finnur traust í okkar lausn“
Rennismíði og fræsivinna
á öllum tegundum af málmum
og plasti, m.a.:
• Málmfylling og slípun
• Öxlar
• Pottsuða
• O.fl.
Ryðfrí stálsmíði
fyrir matvælaiðnaðinn, m.a.:
• Sérsmíði
• Karahvolfarar
• Færibönd
• Flökunarlínur
• Öryggisbúr
• Stálborð
• O.fl.
MÁLMSMÍÐI
8 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RMÁLMIÐNAÐUR