Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 43

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 43
Ýmsir hafa bent á að það kunni að hafa neikvæð áhrif á orðspor franska tískuhússins að grípa til aðgerða gegn Disney vegna vöru sem tengd er hinni elskuðu söguhetju Önnu og ætluð börnum Steinar Þór Ólafsson tók við sem markaðsstjóri Skeljungs haustið 2017 eftir útskrift úr MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. Hann hafði áður rekið CrossFit-stöð í Lúxemborg og unnið að innleiðingu á stafrænum ferlum hjá keppinautnum N1. Steinar Þór segir jafn líklegt að hann geti giskað á lottótölurnar eins og að sjá fyrir hvar hann verður eftir tíu ár. Hver eru þín helstu áhugamál? Í frítímanum reyni ég að vera duglegur að taka ljósmyndir. Ólíkt mörgum öðrum reyni ég að fanga hversdagsleikann frekar en að taka landslagsmyndir. Það hefur gengið vel og ég er með yfir 9.000 fylgj- endur á Instagram undir nafninu @steinarthor.is. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég er nú meiri nátthrafn en morg- unmaður en eftir minni bestu getu röltum við feðgarnir saman á leik- skólann og ég er að leggja lokahönd á afnæmingarmeðferð þar sem ég hef tekið frjókornatöflur á hverjum morgni í þrjú ár til þess að losna við frjókornaofnæmi. Meðferðin er sem betur fer að svínvirka. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Rework og It doesn’t have to be crazy at work eftir Jason Fried og David Heinemeier Hansson hafa verið algjört leiðarljós í minni nálgun á vinnuna. Við erum orðin svo gegnsýrð af einhverjum hetju- sögum af fólki sem er alltaf upp- tekið og vinnur myrkranna á milli að við höldum að það eigi að vera normið. Þessar bækur eru afruglari á þá vitleysu. Hvers konar stjórnunarhætti hef- urðu tileinkað þér? Tók skarpa beygju fyrir tíu árum Vörumerki eru hvers kyns sýnileg tákn sem notuð eru til að greina vörur og þjón- ustu eins aðila frá vörum og þjón- ustu annarra. Þannig eru vörumerki tengiliður fyrirtækja við bæði núverandi og nýja viðskiptavini og það liggur því í hlutarins eðli að gott vörumerki getur skipt sköpum í samkeppninni um hylli neytenda. Frá því að vörumerki fóru að gegna mikilvægu hlutverki við markaðssetningu fyrirtækja hefur tíðkast að þau séu skráð í öllum regnbogans litum enda sý na rannsóknir að vörumerki í lit eru almennt eftirminnilegri í hugum neytenda. Margir tengja svo dæmi séu nefnd vörumerkið Coca-Cola við litinn rauðan, vörumerkið Subway við litinn gulan, vörumerk- ið IKEA við litina gulan og bláan, vörumerkið Hagkaup við litinn appelsínugulan og svo mætti áfram telja. Þó að umrædd vörumerki séu skráð í lit eiga þó eigendur þeirra ekki einkarétt á notkun þeirra lita sem um er að tefla til auðkenningar á viðkomandi vörum eða þjónustu heldur vörumerkjunum eins og þau koma fyrir sjónir í heild. Það má til dæmis glöggt sjá á því að litinn gulan er að finna bæði í vöru- merkinu Bónus og vörumerkinu Krónan. Ef eigandi vörumerkisins hefði öðlast einkarétt á gulum lit til auðkenningar á matvöruverslun við skráningu þess árið 1999 hefði vörumerkið ekki fengist skráð fyrir sömu starfsemi árið 2017. Það hefur hins vegar færst í vöxt á undanförnum árum að fyrirtæki freisti þess að fá liti sem slíka skráða sem vörumerki. Líkt og dæmin hér að framan sýna eru í mörgum til- vikum sterk tengsl í hugum neyt- enda á milli vörumerkja og til- tekinna lita og það getur því veitt eigendum slíkra vörumerkja eftir- sóknarvert samkeppnislegt forskot að fá þá liti sem þannig háttar til um skráða sem vörumerki. Takist það veitir skráningin þeim einkarétt til notkunar á viðkomandi lit eða litasamsetningu með þeim hætti sem skráningin segir til um til auðkenningar á tilteknum vörum eða þjónustu og geta þá aðrir sem bjóða upp á sambærilegar vörur eða þjónustu ekki notað sama lit eða litasamsetningu með sama hætti í vörumerkjum sínum, á viðkomandi vörum eða umbúðum þeirra eða annarri markaðsfærslu. Fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu að skrá lit eða litasam- setningu sem vörumerki og sá möguleiki hefur lengi verið viður- kenndur. Enn sem komið er hefur ekkert slíkt vörumerki verið sam- þykkt til skráningar hér á landi en mörg slík merki eru hins vegar skráð erlendis, til dæmis appels- ínuguli liturinn á handfanginu á Fiskars-skærum, ljósfjólublái litur- inn á umbúðunum utan um Milka- súkkulaði, blái liturinn á gjafaöskj- unum frá Tiffany & Co. og svo mætti áfram telja. Disney og rauði skósólinn Litamerki teljast til svokallaðra óhefðbundinna vörumerkja ásamt til að mynda hljóðmerkjum, lyktar- merkjum og bragðmerkjum. Slík merki er unnt að skrá sem vöru- merki að því gefnu að þau teljist sýnileg tákn og uppfylli kröfur um sérkenni, það er, að þau geti þjónað því grundvallarhlutverki sínu að greina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra. Tiltölulega einfalt er að setja liti fram sem sýnileg tákn og er það almennt gert með vísan til númers viðkomandi litar í viðurkenndu litaflokkunarkerfi á borð við Pan- tone auk lýsingar á notkun hans, það er, hvort og með hvaða hætti hann er notaður á umbúðir við- komandi vöru, vöruna sjálfa, á starfsstöðvum fyrirtækisins og svo mætti áfram telja. Til þess að litur sem slíkur teljist uppfylla kröfur vörumerkjalaga um sérkenni þarf sá sem sækist eftir skráningu hans hins vegar almennt að hafa notað viðkomandi lit með umfangsmikl- um hætti í áraraðir á þann hátt sem tilgreint er í umsókninni. Helgast það af því að neytendur upplifa liti sjaldnast sem vörumerki sem gefur til kynna uppruna vöru eða þjónustu nema liturinn hafi verið notaður sem slíkur. Eitt af þeim litamerkjum sem skráð eru víða erlendis er rauði skó- sólinn. Um er að ræða vörumerki í eigu franska tískuhússins Christian Louboutin sem tekur til rauða litar- ins Pantone 18-1663TP á skósóla. Í kjölfar frumsýningar á Disney- myndinni Frozen 2 sem allt stefnir í að hali inn yfir milljarð Bandaríkja- dala í miðasölu hefur vaknað sú spurning hvort Disney hafi brotið gegn vörumerkjarétti Christian Louboutin til framangreinds merkis með vörum tengdum myndinni. Þannig er mál með vexti að í mynd- inni má sjá eina aðalsöguhetjuna, Önnu prinsessu, spranga um á ökklastígvélum með rauðum sóla. Slík stígvél eru jafnframt seld í Dis- ney-verslunum víða um heim sem hluti af Önnu-búningum og svipar þeim óneitanlega nokkuð til ökkla- stígvéla frá Christian Louboutin þó verðmunurinn sé allnokkur. Chirstian Louboutin hefur fram til þessa staðið ötulan vörð um rauða skósólann, enda er hann eitt helsta sérkenni tískuhússins og hefur því þar af leiðandi verið velt upp hvort deila kunni að vera í upp- siglingu. Ýmsir hafa þó bent á að það kunni að hafa neikvæð áhrif á orð- spor franska tískuhússins að grípa til aðgerða gegn Disney vegna vöru sem tengd er hinni elskuðu sögu- hetju Önnu og ætluð börnum enda lítil hætta á ruglingi að því er upp- runa vörunnar varðar. Hvort tísku- húsið leggur í þá vegferð verður hins vegar að koma í ljós og aldrei að vita nema það hafi orð systur Önnu, Elsu prinsessu, að leiðarljósi í því sam- bandi en hún söng eins og f lestir muna „Let it go“. Geta fyrirtæki átt liti?  Svipmynd Steinar Þór Ólafsson Nám Íþróttakennari með MBA-gráðu. Störf Markaðsstjóri Skeljungs. Fjölskylduhagir Í sambúð með Fanneyju Sigurgeirsdóttur lögreglukonu og eigum einn þriggja ára strák. Steinar segir næstu tíu ár hjá eldsneytisfélögum verða þau mikilvægustu í 100 ára sögu þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum orðin svo gegnsýrð af ein- hverjum hetjusögum af fólki sem er alltaf upptekið og vinnur myrkranna á milli að við höldum að það eigi að vera normið. Hulda Árnadóttir lögmaður og meðeigandi hjá LEX Ég kaupi mikið vinnu í útseldri tímavinnu, það er af auglýsinga- stofum, framleiðslufyrirtækjum, hönnuðum, almannatenglum og f leirum og það er eiginlega ekki til verri útgangspunktur á farsælu kreatívu samstarfi en útseld tíma- vinna. Hagur minn er alltaf að verkefnið taki sem stystan tíma og hagur þess sem vinnur fyrir mig að verkefnið taki sem mestan tíma. Ég hef því reynt að horfa á þetta samstarf í öðru ljósi og spegla það í spurningunni „hvers virði er þetta verkefni fyrir mig?“ frekar en að hnýta í að einhver grafík hafi tekið tvo klukkutíma í vinnu sem að mínu mati hefði nú bara átt að vera einn. Þetta hefur að ég tel reynst ágætlega til þessa. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin hjá þér undanfarið og hver eru helstu verkefnin fram undan? Orkan mín hefur síðastliðið árið að mestu farið í að búa til grundvöll að nýju vildarkerfi fyrir viðskipta- vini Orkunnar. Þar geta þeir jafnað sig í merkingu þess að nýta afslátt- inn sinn í að kolefnisjafna akstur- inn. Ég hef mikið fylgst með þróun vildarkerfa og það færist stöðugt í aukana á heimsvísu að einstakling- ar vilji í stað punkta eða afsláttar nota sína vild til góðs. Það sannast ágætlega á þessu verkefni en rúm- lega 5.000 viðskiptavinir okkar kol- efnisjafna eldsneytiskaupin í hvert sinn sem þeir taka bensín á kostnað þess að fá fullan afslátt. Undanfarnar vikur höfum við svo verið að vinna að því að opna búð í Kringlunni sem selur ekki neitt. Okkur langaði til þess að bjóða viðskiptavinum að jafna sig í hinni merkingu orðsins, það er, jafna sig á líkama og sál. Það er örugglega engin vika á árinu þar sem þess er meiri þörf en síðasta vikan fyrir jól. Nú stendur því öllum til boða að heimsækja okkur í þennan bleika geim sem við höfum smíðað, kúpla sig aðeins út og jafna sig á jólaösinni. Ég er ekki að reyna að selja fólki neitt, það kostar ekkert að heimsækja hana og það hangir ekkert annað á spýtunni en að gestir og gangandi geta litið við. Hvaða tækifæri og áskoranir felast í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í rekstrarumhverfinu? Næstu tíu ár hjá eldsneytis- fyrirtækjunum munu verða þau mikilvægustu í 100 ára sögu þeirra. Ferðavenjur fólks eru að breytast og nýir orkugjafar að sækja í sig veðrið eins og rafmagn og vetni. Fyrirtæki vilja stundum halda að þau starfi fyrir eigin tilvist en ekki til að mæta kröfum neytenda. Sýnir það sig best þegar kaupmenn og rekstraraðilar leggjast í skot- grafirnar og eigna einhverjum ytri orsökum eigin bresti. Hvert verður eðli og tilgangur þess sem við köllum „bensín- stöðvar“ í dag er auðvitað áskorun en fyrst og fremst tækifæri. Allur þessi geiri þarf að finna sinn stað í að þjónusta áfram þá sem ferðast og framkvæma miðað við breyttar kröfur neytenda. Ætli kolefnisjöfn- un sé ekki ágætt dæmi um fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Fyrir tíu árum tók ég mjög skarpa beygju þegar ég ákvað að hinn júridíski þankagangur væri ekki minn vegur í lífinu, sagði skilið við lögfræðinámið og ákvað að læra að verða íþróttakennari. Á þeim tíu árum sem eru liðin frá því að ég tók þessa beygju hef ég kennt fullorðnu fólki leikfimi sem sumir kalla CrossFit, bæði hér á landi og í Lúxemborg og starfa í dag sem markaðsstjóri Skeljungs. Af þeirri reynslu að dæma tel ég jafn líklegt að ég geti giskað á lottótölurnar og að ég geti sett á það fingur hvar ég verð eftir tíu ár svo ég ætla ekki einu sinni að reyna. 9M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.