Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 22

Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 22
Þann 26. des em ber frum sýn ir RÚV þætt ina Brot (The Val­halla Mur ders) sem eru í leik­ stjórn Þórðar Páls son ar, Davíðs Óskars Ólafs son ar og Þóru Hilm­ ars dótt ur. Brot fjallar um rann­ sóknarlögreglumanninn Katrínu Gunnarsdóttur sem Nína Dögg Filippusdóttir leikur. „Við vorum í miklu samstarfi við lögregluna og tæknideild lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu var okkur mikið innan handar. Við fengum að tala við rannsóknarlög­ reglumenn og fengum innsýn í starf fíkniefnadeilda. Við lærðum alls kyns brögð og það var alveg magnað að fá alla þessa innsýn í starf lög­ reglunnar. Ég ber ómælda virðingu fyrir lögreglunni, störf hennar eru óeigingjörn. Þetta er fólk sem gefur sig allt í starfið og mér finnst það megi kynna inntak starfs þess betur fyrir fólki. En ég sjálf, ég hefði hvorki styrk né taugar í að starfa sem lögreglumaður.“ Katrín rannsakar dularfull morð í Reykjavík, Nína segir hana vera hörkutól. „Við köllum hana okkar á milli Kötu í klandri. Hún er sterk kona, húmoristi, metnaðargjörn og með þykkan skráp. En hún er líka að glíma við ósköp hversdagslega hluti eins og við hin.“ Í tökunum reyndi Nína ýmislegt sem hún hefur ekki gert áður. „Eins og að synda í sjónum um hávetur! Ég geri það nú ekki mikið oftar.“ Jólin hjá Nínu og fjölskyldu verða óvenjuleg, hún og eiginmaður henn­ ar Gísli  Örn Garðarsson  standa í miklum framkvæmdum á heimili sínu á Seltjarnarnesi. „Hefðirnar eru hvort sem er allar að beygjast. Við héldum fast í þá hefð að skreyta jólatréð á Þorláksmessu. En jólin í ár verða öðruvísi, við vitum til dæmis ekki alveg hvar við verðum yfir hátíðarnar. Þurfum að biðja stórfjölskylduna að taka við okkur í mat,“ segir hún og hlær. „Ann­ ars held ég lítið í hefðir fyrir utan það að yfir hátíðarnar verð ég að fá hangikjöt með uppstúf og rófu­ stöppu. Það finnst mér alveg topp­ urinn!“ – kbg Verður að fá hangikjöt með uppstúf og rófustöppu Nína Dögg leikur eitt aðalhlutverka í þáttunum Brot. Ábreiðuhljómsveitin B j a r t a r s ve i f l u r stendur fyrir svoköll­uðu „prom“ á Hressó í kvöld, en þetta er annað árið í röð sem viðburðurinn er haldinn. Gestir klæða sig upp á í anda bandarísku hefðarinnar í kringum lokaböll í gagnfræðaskólum þarlendis. Tísku­ spekúlantarnir Saga Sig og Erna Bergmann velja svo „Prom king“ og „Prom queen“. Strákarnir í hljóm­ sveitinni segjast stefna á að halda hefðinni við um ókomin ár og eru nú þegar farnir að undirbúa Prom 2020.  Fréttablaðið fékk þá til að svara nokkrum léttum spurningum um jólin í tilefni ballsins. Hver er ömurlegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Kári: Leikfangasími frá vini mínum þegar ég var 11 ára. Ég gaf honum geggjaða gjöf. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Dagur: Að vakna á aðfangadag og horfa á barnaefnið á RÚV. Arnar: Þaulæfð skemmtiatriði til að passa að enginn í fjölskyldunni fari að rífast. Úlfur: Það besta við jólin er að vera undir teppi. Hvert er draumasamstarfið?. Ólafur: Bjartar sveif lur: The Musical, þar sem Selma Björns, Birgitta Haukdal, Svala Björgvins, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Sig­ ríður Thorlacius fara með helstu hlutverk. A r na r : Si n fón íu h ljóm s veit Íslands. Í ljós kemur að hin aldraða djasssveit elliheimilisins Hlífar á Ísafirði, Bjartar sveif lur, ætlar í útrás. Fyrir liggur að þeir hafa rétt á nafninu, hvað myndir þú þá nefna sveitina? Dagur: Við mundum kalla okkur Glatt á hjalla. Logi: Drullunettir halar Hvort myndir þú borða bara jóla- mat eða bara pitsu það sem eftir er? Ólafur: Pitsu og Oreo­kex, ef ég mætti ráða. Hvernig tónlist myndu Dökkar sveif lur spila? Dagur: Tónlist sem fjallar um ástir og vonbrigði. Arnar: Tónlist sem fólk í sleik á kaffibarnum getur hunsað sam­ viskusamlega. Kári: Dökkar sveif lur myndu spila leiðinlega, óvinsæla frum­ samda tónlist Hvaða jólasveinn er versta fyrir- myndin? Dagur: Klárlega Giljagaur. Logi: Gluggagægir, maður á ekki að skipta sér af hlutum sem koma manni ekki við. Hver er maður eða kona ársins að þínu mati? Ólafur: Kona ársins þetta ár og öll ár er Cher, verndari Bjartra sveiflna Logi: Manneskjan sem tæmir pappa­ og plastruslatunnurnar fyrir utan hjá mér. Hvert er uppáhalds jólalagið? Arnar: Senn koma jólin með Siggu Beinteins er eina alvöru jóla­ lagið. Hvert er leiðinlegasta jólalagið? Arnar: Öll jólalög sem eru ekki Senn koma jólin með Siggu Bein­ teins Hver er þín jólaósk? Ólafur: Að finna draumaprinsinn Benóný á ballinu í kvöld. Dansið fram á rauðanótt í ykkar fínasta pússi á „prom“  í kvöld, en ballið hefst klukkan 21.00 á Hressó og það er frítt inn. steingerdur@frettabladid.is Ball að bandarískri fyrirmynd Arnar Ingi, Úlfur Alexander, Kári, Ólafur Daði, Dagur og Logi mynda ábreiðusveitina Bjartar sveiflur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁLSSON HÚN ER STERK KONA, HÚMORISTI, METNAÐAR- GJÖRN OG MEÐ ÞYKKAN SKRÁP. Sýning Einars Egilssonar, Sólhvörf, stendur yfir til loka Þorláksmessudags í Núllinu gallerýi. Einar sýnir 25 ljósmyndir og ljósaverk. Núllið er  í Bankastræti 0, þar sem áður voru salerni fyrir borgarbúa. Ekki missa af: Sólhvörfum ÞAÐ BESTA VIÐ JÓLIN ER AÐ VERA UNDIR TEPPI. Úlfur Hljómsveitin Bjartar sveiflur stendur fyrir balli í kvöld í anda lokaballa í bandarískum gagn- fræðaskólum. Gestir klæða sig í sitt fín- asta púss og dansa fram á rauðanótt. 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.