Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 22
Þann 26. des em ber frum sýn ir RÚV þætt ina Brot (The Val­halla Mur ders) sem eru í leik­ stjórn Þórðar Páls son ar, Davíðs Óskars Ólafs son ar og Þóru Hilm­ ars dótt ur. Brot fjallar um rann­ sóknarlögreglumanninn Katrínu Gunnarsdóttur sem Nína Dögg Filippusdóttir leikur. „Við vorum í miklu samstarfi við lögregluna og tæknideild lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu var okkur mikið innan handar. Við fengum að tala við rannsóknarlög­ reglumenn og fengum innsýn í starf fíkniefnadeilda. Við lærðum alls kyns brögð og það var alveg magnað að fá alla þessa innsýn í starf lög­ reglunnar. Ég ber ómælda virðingu fyrir lögreglunni, störf hennar eru óeigingjörn. Þetta er fólk sem gefur sig allt í starfið og mér finnst það megi kynna inntak starfs þess betur fyrir fólki. En ég sjálf, ég hefði hvorki styrk né taugar í að starfa sem lögreglumaður.“ Katrín rannsakar dularfull morð í Reykjavík, Nína segir hana vera hörkutól. „Við köllum hana okkar á milli Kötu í klandri. Hún er sterk kona, húmoristi, metnaðargjörn og með þykkan skráp. En hún er líka að glíma við ósköp hversdagslega hluti eins og við hin.“ Í tökunum reyndi Nína ýmislegt sem hún hefur ekki gert áður. „Eins og að synda í sjónum um hávetur! Ég geri það nú ekki mikið oftar.“ Jólin hjá Nínu og fjölskyldu verða óvenjuleg, hún og eiginmaður henn­ ar Gísli  Örn Garðarsson  standa í miklum framkvæmdum á heimili sínu á Seltjarnarnesi. „Hefðirnar eru hvort sem er allar að beygjast. Við héldum fast í þá hefð að skreyta jólatréð á Þorláksmessu. En jólin í ár verða öðruvísi, við vitum til dæmis ekki alveg hvar við verðum yfir hátíðarnar. Þurfum að biðja stórfjölskylduna að taka við okkur í mat,“ segir hún og hlær. „Ann­ ars held ég lítið í hefðir fyrir utan það að yfir hátíðarnar verð ég að fá hangikjöt með uppstúf og rófu­ stöppu. Það finnst mér alveg topp­ urinn!“ – kbg Verður að fá hangikjöt með uppstúf og rófustöppu Nína Dögg leikur eitt aðalhlutverka í þáttunum Brot. Ábreiðuhljómsveitin B j a r t a r s ve i f l u r stendur fyrir svoköll­uðu „prom“ á Hressó í kvöld, en þetta er annað árið í röð sem viðburðurinn er haldinn. Gestir klæða sig upp á í anda bandarísku hefðarinnar í kringum lokaböll í gagnfræðaskólum þarlendis. Tísku­ spekúlantarnir Saga Sig og Erna Bergmann velja svo „Prom king“ og „Prom queen“. Strákarnir í hljóm­ sveitinni segjast stefna á að halda hefðinni við um ókomin ár og eru nú þegar farnir að undirbúa Prom 2020.  Fréttablaðið fékk þá til að svara nokkrum léttum spurningum um jólin í tilefni ballsins. Hver er ömurlegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Kári: Leikfangasími frá vini mínum þegar ég var 11 ára. Ég gaf honum geggjaða gjöf. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Dagur: Að vakna á aðfangadag og horfa á barnaefnið á RÚV. Arnar: Þaulæfð skemmtiatriði til að passa að enginn í fjölskyldunni fari að rífast. Úlfur: Það besta við jólin er að vera undir teppi. Hvert er draumasamstarfið?. Ólafur: Bjartar sveif lur: The Musical, þar sem Selma Björns, Birgitta Haukdal, Svala Björgvins, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Sig­ ríður Thorlacius fara með helstu hlutverk. A r na r : Si n fón íu h ljóm s veit Íslands. Í ljós kemur að hin aldraða djasssveit elliheimilisins Hlífar á Ísafirði, Bjartar sveif lur, ætlar í útrás. Fyrir liggur að þeir hafa rétt á nafninu, hvað myndir þú þá nefna sveitina? Dagur: Við mundum kalla okkur Glatt á hjalla. Logi: Drullunettir halar Hvort myndir þú borða bara jóla- mat eða bara pitsu það sem eftir er? Ólafur: Pitsu og Oreo­kex, ef ég mætti ráða. Hvernig tónlist myndu Dökkar sveif lur spila? Dagur: Tónlist sem fjallar um ástir og vonbrigði. Arnar: Tónlist sem fólk í sleik á kaffibarnum getur hunsað sam­ viskusamlega. Kári: Dökkar sveif lur myndu spila leiðinlega, óvinsæla frum­ samda tónlist Hvaða jólasveinn er versta fyrir- myndin? Dagur: Klárlega Giljagaur. Logi: Gluggagægir, maður á ekki að skipta sér af hlutum sem koma manni ekki við. Hver er maður eða kona ársins að þínu mati? Ólafur: Kona ársins þetta ár og öll ár er Cher, verndari Bjartra sveiflna Logi: Manneskjan sem tæmir pappa­ og plastruslatunnurnar fyrir utan hjá mér. Hvert er uppáhalds jólalagið? Arnar: Senn koma jólin með Siggu Beinteins er eina alvöru jóla­ lagið. Hvert er leiðinlegasta jólalagið? Arnar: Öll jólalög sem eru ekki Senn koma jólin með Siggu Bein­ teins Hver er þín jólaósk? Ólafur: Að finna draumaprinsinn Benóný á ballinu í kvöld. Dansið fram á rauðanótt í ykkar fínasta pússi á „prom“  í kvöld, en ballið hefst klukkan 21.00 á Hressó og það er frítt inn. steingerdur@frettabladid.is Ball að bandarískri fyrirmynd Arnar Ingi, Úlfur Alexander, Kári, Ólafur Daði, Dagur og Logi mynda ábreiðusveitina Bjartar sveiflur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁLSSON HÚN ER STERK KONA, HÚMORISTI, METNAÐAR- GJÖRN OG MEÐ ÞYKKAN SKRÁP. Sýning Einars Egilssonar, Sólhvörf, stendur yfir til loka Þorláksmessudags í Núllinu gallerýi. Einar sýnir 25 ljósmyndir og ljósaverk. Núllið er  í Bankastræti 0, þar sem áður voru salerni fyrir borgarbúa. Ekki missa af: Sólhvörfum ÞAÐ BESTA VIÐ JÓLIN ER AÐ VERA UNDIR TEPPI. Úlfur Hljómsveitin Bjartar sveiflur stendur fyrir balli í kvöld í anda lokaballa í bandarískum gagn- fræðaskólum. Gestir klæða sig í sitt fín- asta púss og dansa fram á rauðanótt. 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.