Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 22. árg. 20. mars 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 Gildir alla daga frá 1 1–16 ef þú sækir1.600 K R. Miðstærð af matse ðli 0,5 lítra g os Landnámssetrið Borgarnesi sími 437-1600 Njálssaga Bjarna Harðar Laugardagurinn 23. mars kl: 20:00 Sunnudaginn 7. apríl kl. 16:00 Allra síðasta sýning Teddi lögga 6. apríl kl. 20:00 Auður djúpúðga Laugardagurinn 30. mars kl: 20:00 Sunnudagurinn 31. mars kl: 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir UPPSELT UPPSELT Hlökkum til að sjá þig, kæri nágranni! Dalbraut 1 Sími: 512 4090 www.apotekarinn.is Opið virka daga kl. 10–18 Skólafólk á Akranesi fór í verkfall fyrir loftslagið í hádeginu á föstudaginn. Það var Gunnlaug Ósk Signarsdóttir sem stýrði hópnum þegar slagorð voru hrópuð. Verk- fallið er að fyrirmynd bylgju loftslagsverkfalla sem hin sænska Greta Thunberg hefur komið af stað meðal barna og ungmenna víða um heim. Sjá nánar í Skessuhorni í dag. Ljósm. kgk. Sorpurðun Vesturlands hélt í síðustu viku kynningarfund um fyrirætlan sveitarfélaga á Vesturlandi að sækja um heimild til að auka sorpflokkun í Fíflholtum úr 15 þúsund tonnum á ári í 25 þúsund tonn. Núverandi starfsleyfi féll sjálfkrafa úr gildi þar sem á síðasta ári fór urðun fram yfir leyfilegt hámark. Á kynningarfund- inum í Lyngbrekku var samþykkt ályktun af nágrönnum urðunarstað- arins þar sem m.a. er mótmælt harð- lega áformum um að auka það magn sorps sem urðað er í Fíflholtum, með því að taka til urðunar sorp frá öðr- um svæðum en Vesturlandi. Í átta ár hefur sorp af Vestfjörðum verið urð- að í Fíflholtum og ásókn frá Suður- landi er einnig talsverð að fá að urða þar úrgang. Í ályktun fundarins er þess m.a. krafist að við endurnýjun starfsleyf- is urðunar í Fíflholtum verði gerðar auknar kröfur um verklag við urð- unina. Sett verði net umhverfis svæð- ið þar sem urðað er hverju sinni, eins og gert var í upphafi starfsemi í Fífl- holtum, til að hefta fok af svæðinu. Þá verði tekin sýni reglulega úr frá- rennsli frá svæðinu og gerðar við- Mótmæla fyrirætlun um aukna sorpurðum í Fíflholtum eigandi ráðstafanir til úrbóta standist sýnin ekki kröfur um innihald meng- andi efna í frárennslinu. Þá verði auk þess unnið skipulega að því að halda vargfugli frá svæðinu. Loks skoraði fundurinn á um- hverfisráðherra og ráðherra um mál- efni barna, að þeir beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að gerð verði ný og fram- sækin áætlun um endurvinnslu og eyðingu á sorpi. Þar sem unnið sé að markvissri flokkun og endurnýtingu, jafnframt því sem reistar verði full- komnar sorpbrennslustöðvar ein eða fleiri. Þar sem öll orka sem til fellur verði nýtt til húshitunar eða annarra nota og allar mengunarvarnir eru í fullkomnu lagi. Sjá nánar ályktun fundarins í heild og grein þriggja bænda á Mýrum aft- ar í blaðinu. mm Fimmtíu grömmum af loðnu var landað á Akranesi 16. mars síð- astliðinn. Samanstóð aflinn af 35 gramma hæng og 15 gramma hrygnu sem búin var að hrygna. Er þetta jafnframt fyrsta og eina loðn- an sem borist hefur að landi á þess- ari vertíð. Loðnan veiddist á króka á fyrsta sjóstangveiðimóti ársins sem Sjóstangaveiðifélagið Skipaskagi stóð fyrir um liðna helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem loðna veiðist á við- urkenndu sjóstangveiðimóti sem telur á Íslandsmeistaramóti. Mynd- in af loðnuhængnum er tekin á mið- unum um tíu sjómílur suðurvestur af Akranesi, á Syðra-Hrauni. Ítar- lega er fjallað um mótið í Skessu- horni í dag. mm/Ljósm. Frímann Jónsson. Loðnuveiðar hafnar í Faxaflóa Verkfall fyrir loftslagið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.