Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Ætlar þú að fylgjast með því þegar strompurinn verður feld- ur á fimmtudaginn? Og; hvað finnst þér um að strompurinn sé að hverfa af sjónvarsviðinu? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Sigurvin Sigurjónsson Já, ég ætla að fylgjast með og það er bara mjög gott að hann sé að fara. Lára Björk Gísladóttir Ég verð í vinnunni og get ekki fylgst með. En það er fínt að hann sé að fara. Magnfríður Þórðardóttir Það getur verið að ég fylgist með en ég get séð strompinn út um gluggann heima hjá mér. Það er bara allt í góðu að hann sé að hverfa. Anna Júlía Þorgeirsdóttir Nei, ég verð í vinnunni. Mér þykir það bara gott mál að hann sé að hverfa. Skagamenn þurfa að sigra í loka- leik 2. deildar karla og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að komast í úrslitakeppni deildar- innar. Þeir léku tvisvar í vikunni og töpuðu báðum leikjunum. Fyrst máttu þeir játa sig sigraða gegn Leikni R. á Akranesi 108-118 þeg- ar liðin mættust á þriðjudag. Skagamenn léku svo aftur á sunnudaginn þegar þeir mættu liði KV á útivelli. Í þeim leik hefði hvort liðið sem er geta farið með sigur af hólmi, því þegar lokaflaut- an gall munaði aðeins einu stigi á liðunum. Skagamenn þurftu að bíta í hið súra epli og játa sig sigr- aða, 102-101. ÍA situr í fimmta sæti deildar- innar með 16 stig og á einn leik eftir á mótinu. Skagamenn eru tveimur stigum á eftir KV, sem sömuleiðis eiga einn leik eftir, en tveimur stigum á undan Leikni R. sem á tveimur leikjum meira eft- ir. Skagamenn þurfa því að sigra sinn leik og treysta á hagstæð úr- slit annarra leikja til að eiga mögu- leika á að komast í úrslitakeppni 2. deildar. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Þurfa á sigri að halda Snæfellingar gerðu góða ferð austur til Hornafjarðar og sigruðu Sindra, 63-69, í lokaleik Hólmara í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtu- dagskvöld. Liðin fylgdust að framan af fyrsta leikhluta og staðan var jöfn, 9-9, eftir sex mínútna leik. Þá náðu Snæfellingar góðum kafla og höfðu þægilegt forskot eftir upphafsfjórð- unginn, 25-12. Hólmarar voru áfram sterkari í öðrum leikhluta. Þeir juku forystuna lítið eitt fram að hálfleiknum og leiddu með 18 stigum í hléinu, 44-28. Snæfellingar áttu erfitt uppdrátt- ar í þriðja leikhluta og skoruðu aðeins tíu stig allan leikhlutann. Sindramenn minnkuðu muninn á meðan og alla leið niður í fimm stig seint í fjórðungnum. Snæfellingar áttu hins vegar lokaorðið í leikhlut- anum og fóru með níu stiga forskot inn í fjórða leikhlutann. Þar voru þeir sterkari framan af, en heima- menn voru ekki af baki dottn- ir, minnkuðu muninn í fjögur stig þegar þrjár mínútur voru eftir og hleyptu spennu í leikinn. Snæfell- ingar stigu hins vegar ekki feilspor á lokamínútunum og fóru að lokum með sigur af hólmi, 63-69. Dominykas Zupkauskas var stigahæstur í liði Snæfellinga með 25 stig, Ísak Örn Baldursson skor- aði 19 stig og reynsluboltinn Dar- rel Flake skoraði ellefu stig og reif niður 18 fráköst. Ivan Kekic fór fyrir liði Sindra með 21 stig og sex fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson skoraði 13 stig og tók fimm fráköst, Matic Macek skoraði 13 stig og gaf fimm stoð- sendingar og Nikolas Susa skoraði tíu stig og gaf átta fráköst. Snæfellingar ljúka leik í 1. deild karla með fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur fyrir ofan botnlið Sindra. kgk Snæfellingar enduðu mótið á sigri Dominykas Zupkauskas og félagar hans í Snæfelli sigruðu lokaleik vetrarins gegn Sindra. Ljósm. sá. Á myndinni eru fimm ættlið- ir í beinan kvenlegg, en ættmóð- irin er Steinunn Kolbeinsdóttir (1928) á Akranesi, frá Stóra-Ási í Hálsasveit. Dóttir hennar er Ásta Ingvarsdóttir (1954), þá Theodóra Arndís Berndsen (1977), Alex- andra Dögg Berndsen (1997) og Sólrún Hervör Heinisen Pálsdótt- ir 18. desember 2018. ki Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Efnt verður til fyrirlesturs um heilsueflingu íbúa 60 ára og eldri í Snæfellsbæ í dag, miðvikudaginn 20. mars. Fyrirlesturinn fer fram í Félagsheimilinu Klifi og hefst hann kl. 14:00. Viðburðurinn er hald- inn að frumkvæði velferðarnefnd- ar og öldrunarráðs Snæfellsbæj- ar. Þar mun Janus Guðlaugsson frá Janus heilsueflingu fjalla um verk- efnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum. Það byggist á dokt- orsverkefni Janusar, en hann er með PhD í íþrótta- og heilsufræði. Verkefnið hefur þegar verið innleitt í tveimur sveitarfélögum hér á landi með góðum árangri, að því er fram kemur á vef Snæfellsbæjar. „Farið er yfir markmið verk- efnis og hvað það inniheldur. Þá er farið yfir nýlegar niðurstöður úr verkefninu í bæði Reykjanesbæ og Hafnarfirði en árangur er ein- staklega góður sem af er. Verkefnið hefur einnig verið innleitt á Spáni og Litháen í samvinnu við Evrópu- ráðið og Embætti landlæknis og hefur vakið mikla athygli,“ segir á vef Snæfellsbæjar. Verkefnið er raunprófanlegt en farið er yfir helstu mælingar sem lagðar eru til og framkvæmdar áður en heilsueflingin er hafin. Þá er einnig fjallað um helstu niðurstöð- ur mælinga í áðurnefndum sveitar- félögum, en þær hafa verið endur- teknar á sex mánaða fresti frá því verkefnið hófst. Um er að ræða mælingar eins og líkamssamsetn- ingu, blóðþrýstingsmælingar, af- kasta- og hreyfigetumælingar, mæl- ingar sem tengjast áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og mælingar á lífsgæðum og áhrif heilsueflingar á framangreindar mælingar. „Að lok- um er fjallað um breytingu á ald- urssamsetningu íbúa landsins og þau áhrif sem slíkt getur haft á ein- staklinga og samfélagið í heild á næstu árum. Að auki verður kom- ið inn á ávinning af verkefninu til lengri ti´ma auk þess sem spurn- ingum er svarað um verkefnið og heilsutengdan ávinning þess.“ kgk Fyrirlestur um heilsu- eflingu 60+ í Snæfellsbæ Janus Guðlaugsson frá Janus heilsueflingu flytur fyrirlesturinn. Ljósm. Snæfellsbær. Þjálfarar U15 ára lands- liða drengja og stúlkna í körfuknattleik hafa valið 18 manna lokahópa fyrir sum- arið 2019. Bæði landsliðin munu keppa á Copenhag- en Invitational mótinu sem fram fer í Danmörku seinni part júní í sumar. Vestlendingar eiga þrjá fulltrúa í hópunum, alla í U15 ára landsliði drengja. Þeir eru Alexander Finns- son úr Skallagrími, Aron El- var Dagsson frá ÍA og Jónas Bjarki Reynisson úr Skal- lagrími. kgk Þrír Vestlendingar valdir í drengjalandsliðið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.