Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 25
Framundan er fjögurra vikna dans-
námskeið á Hvanneyri og í Borgar-
nesi. Námskeiðið er hluti af styrkt-
arátaki fyrir sjálfsstyrkingu og bætta
félagsfærni barna og unglinga innan
Ungmennasambands Borgarfjarð-
ar. Námskeiðið er haldið af Aldísi
Örnu Tryggvadóttur og mun all-
ur ágóði þess renna til verkefnisins
Sýnum karakter, sem UMSB er að
innleiða í samvinnu við UMFÍ um
þessar mundir. Það verkefni bygg-
ist á að hægt sé að þjálfa og styrkja
sálræna og félagslega færni iðkenda
rétt eins og líkamlega færni.
„Ég vil láta gott af mér leiða og
vekja athygli á þessu verkefni sem
og mikilvægi þess að við hlúum
vel að sjálfsmynd barnanna okk-
ar,“ segir Aldís Arna í samtali við
Skessuhorn. Hún segist hugfangin
af verkefninu Sýnum karakter. Þess
vegna hafi hún ákveðið að leggja
sitt af mörkum. „Þar eru sérstakir
kaflar um sjálfstraust, félagsfærni
og leiðtoga, þá þætti sem taldir eru
hvað mikilvægastir til að líða vel í
eigin skinni, njóta lífsins og ná ár-
angri. Sterkir einstaklingar sýna
sjálfum sér og öðrum virðingu og
þeir gefa meira af sér til annarra og
þannig græða allir. Sjálfsrækt er eitt
það mikilvægasta sem við gerum,
að fjárfesta í sjálfum sér, gefa til-
finningum sínum gaum og geta tjáð
sig. Fólk eyðir oft miklum tíma í að
skilja og þóknast öðrum en veit svo
ekki hvert það sjálft er. Útrásin við
hreyfingu losar um gleðihormón-
ið endorfín sem hjálpar okkur líka
að finnast allt mögulegt um leið
og við minnkum margfalt líkurnar
á líkamlegri og andlegri vanlíðan.
Hreyfing er allra meina bót,“ segir
hún og bætir því við að henni þyki
mikilvægt að byrja strax að hlúa að
yngri kynslóðinni. „Það er miklu
auðveldara að byggja upp sterka
einstaklinga en að „laga“ fullorðið
fólk síðar meir. Það er afar brýnt að
einstaklingar læri strax að viðhalda
og rækta þá sterku sjálfsmynd sem
þau fengu í vöggugjöf, sjálfum sér,
samferðarmönnum sínum og sam-
félaginu öllu til heilla,“ segir Aldís
Arna.
Fyrsta dansnámskeiðið verð-
ur haldið í Borgarnesi næstkom-
andi þriðjudag, 26. mars og verður
haldið átta sinnum frá þeim degi til
28. apríl. Dansað verður í Borgar-
nesi á þriðjudögum en á Hvanneyri
á sunnudögum. Hægt er að mæta í
stakan tíma, kaupa fjóra tíma eða
allt námskeiðið, eða einfaldlega
styrkja málefnið. Ágóðinn rennur
sem fyrr segir allur til verkefnisins
Sýnum karakter, sem verið er að
innleiða hjá UMSB. Nánari upp-
lýsingar og skráning á Facebook-
síðunni Dance Aerobics í Borgar-
byggð. kgk
Dansnámskeið til styrktar
verkefninu Sýnum karakter
Lokahátíð upplestrarkeppni grunn-
skólanna á Akranesi var hald-
in í Tónbergi, sal Tónlistarskól-
ans á Akranesi, að kvöldi síðasta
fimmtudags. Þar lásu nemendur
úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla
og Grundaskóla upp sögur og ljóð.
Tólf nemendur tóku þátt, sex frá
hvorum skóla. Formlegur undir-
búningur keppninnar hefst ár hvert
á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvem-
ber. Undankeppnir voru haldnar í
hvorum skóla fyrir sig þar sem sex
fulltrúar hvors skóla voru valdir til
að taka þátt í lokakeppninni.
Keppnin var einstaklega jöfn og
allir lesararnir mjög frambærilegir.
Dómnefnd skipuð Halldóru Jóns-
dóttur, sr. Þráni Haraldssyni og
Jakobi Þór Einarssyni átti því erf-
itt val fyrir höndum. Eftir að dóm-
nefndin hafði borið saman bækur
sínar og farið vandlega yfir mál-
in varð niðurstaðan sú að Margrét
Björt Pálmadóttir var valin upp-
lesari Brekkubæjarskóla 2019 og
Magnea Sindradóttir var valin upp-
lesari Grundaskóla 2019. Sigurveg-
ararnir fengu peningagjöf og bók í
verðlaun, en allir upplesarar kvölds-
ins fengu bókagjöf eins og þeir sem
komu að undirbúningi keppninn-
ar. Allir nemendur í 7. bekk fengu
viðurkenningarskjal fyrir þátttöku
sína.
Heiðursgestur lokahátíðarinn-
ar var Eva Laufey Kjaran Her-
mannsdóttir. Hún hélt stutta tölu
þar sem hún hvatti krakkana til að
elta drauma sína og hafa kjark og
þor til að mæta áskorunum lífs-
ins. Nemendur frá Tónlistarskóla
Akraness, sem jafnframt eru nem-
endur í 7. bekk, fluttu tónlistar-
atriði. Hallberu Jóhannesdóttur
bókasafnskennara voru færðar sér-
stakar þakkir fyrir framlag sitt til
upplestrarkeppninnar, en hún hef-
ur komið að henni frá byrjun. Nú
á vordögum er hins vegar komið að
starfslokum hjá Hallberu.
kgk
Jöfn og spennandi upplestrarkeppni
Keppendurnir tólf sem tóku þátt í lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi.
Margrét Björt Pálmadóttir, upplesari Brekkubæjarskóla 2019 og Magnea
Sindradóttir, upplesari Grundaskóla 2019.
„Átt þú kannski milljónir hjá okk-
ur,“ sagði í tilkynningu frá Íslenskri
getspá sem leitaði í síðustu viku að
þremur milljónamæringum sem
ekki höfðu þá vitjað lottóvinninga
sinna. Meðal annars var vinningur
sem kom á miða sem seldur var í
Olís í Stykkishólmi. Við útdrátt 23.
febrúar síðastliðinn kom vinnings-
upphæð 7.639.900 krónur á miða
sem þar var seldur.
Tölurnar voru: 5 – 6 –
12 – 29 – 31 / 11 (bón-
ustala). Aðrir ósótt-
ir stórvinningar voru
á miða sem seldir voru
á Dalbotni á Seyðis-
firði (útdráttur 7. júlí í
fyrra) og hjá N1 á Eg-
ilsstöðum (útdráttur 2.
mars 2019). „Við hvetj-
um alla sem keyptu á
ofangreindum stöðum
til að skoða lottómið-
ana sína vel, þar gætu
leynst vinningstölurn-
ar góðu sem færa þér
milljónir í vasann,“
sagði í tilkynningu Ís-
lenskrar getspár.
mm
Lýst eftir milljónamæringi
í Stykkishólmi
Á undanförnum vikum hefur Sím-
inn unnið að uppfærslu á farsíma-
dreifikerfi fyrirtækisins á Snæfells-
nesi. Á meðfylgjandi korti sjást
nýjar 4G stöðvar á svæðinu. Stöðv-
arnar eru á Öxl, Gröf, Flesjustöð-
um, Rauðamelskúlu, Klakki, Akur-
tröðum og Skipavík í Stykkishólmi.
Stöðvarnar styðja hraða frá 100 til
200 Mbps. mm
Síminn uppfærir dreifi-
kerfi 4G á Snæfellsnesi