Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201920
Skagakonan Inga María Hjartadótt-
ir hefur verið ráðin verkefnastjóri
Samfés og er hún fyrst til að gegna
þeirri stöðu, en fram til þessa hefur
framkvæmdastjóri verið eini starfs-
maður Samfés. „Ég gæti ekki verið
ánægðari,“ segir Inga María í sam-
tali við Skessuhorn. „Samfés hefur
vaxið mikið og það var kominn tími
fyrir annan starfsmann, sem betur
fer fyrir mig því þetta er drauma-
starfið. Áður en ég sá starfið auglýst
stefndi ég á að flytja til Bandaríkj-
anna því ég sá ekki fyrir mér að geta
fengið starf hér heima sem tengd-
ist minni menntun. En þetta starf
gerði útslagið og ég er ekki að fara
neitt og verð áfram á Íslandi,“ segir
Inga María kát.
Inga María hefur lokið B.Mus.
gráðu í tónlistarviðskiptafræði frá
Berklee College of Music í Boston.
Eftir námið flutti hún til Los Ange-
les þar sem hún vann á umboðs-
mannaskrifstofu fyrir listamenn eins
og Diplo, Dillon Francis og fleiri
stórstjörnur. „Það var skemmtilegt
og virkilega spennandi fyrir mig
að vinna í aðal skemmtanastórborg
heimsins. En eftir að hafa unnið á
umboðsmannaskrifstofunni fékk ég
vinnu hjá kvikmyndatónlistarhöf-
undi þar sem ég var í raun umboðs-
kona, skrifstofustjóri og bara svona
almennur reddari. Reynslan sem ég
fékk úti, bæði í námi og starfi mun
án efa nýtast vel í nýja starfinu.“
segir Inga María.
Fyndin tilfinning
að vera komin
á hinn endann
Inga María keppti sjálf í söngkeppni
Samfés árið 2009 og nú tíu árum
síðar sér hún um að skipuleggja
viðburðinn. „Mitt starf er að skipu-
leggja alla stóru viðburði Samfés
eins og stóru hátíðina, söngkeppn-
ina og ballið, sem verður núna 22.
og 23. mars. En ég mun líka sjá um
minni viðburðina eins og Rímna-
flæði, Stíl hönnunarkeppnina og
fleiri viðburði. Starfinu fylgir einn-
ig umsjón með ótal samvinnuverk-
efnum bæði innanlands og víða í
Evrópu, þar sem við vinnum með
og eflum ungmenni, veitum þeim
fræðslu og sjáum um forvarnir og
slíkt. En það er frekar fyndin til-
finning að hafa verið í hópi þess-
ara unglinga að keppa í söngkeppn-
inni fyrir tíu árum og að vera núna
komin á hinn endann, að skipu-
leggja viðburðina. En ég er mjög
spennt og ánægð með þetta starf,“
bætir hún við.
Söngkeppnin
stökkpallur
Fyrsta verk Ingu Maríu fyrir Sam-
fés er að skipuleggja risahátíð um
næstu helgi en þar er gert ráð fyr-
ir að komi saman í Laugardalshöll-
inni um 4.700 unglingar. „Ég held
það sé óhætt að fullyrði að þetta
sé stærsta unglingaball landsins.
Söngkeppnin hefur líka vaxið mik-
ið síðustu ár og er orðin töluvert
stærri en þegar ég tók þátt. Keppn-
in er stór stökkpallur fyrir þátttak-
endur út í tónlistarheiminn. Svo
er þetta bara svo frábær upplifun
en þau fá hárgreiðslu og förðun
og svo er þetta sýnt í sjónvarpinu
og það er gert mjög mikið úr þess-
ari keppni. Enda eru þetta glæsileg
keppni og það er engin smá heið-
ur fyrir krakkana að fá að koma
þarna fram. Ég man bara hvað mér
fannst frábært að stíga þarna á svið
fyrir hönd minnar heimabyggðar.
Þetta kom mínum ferli í tónlist af
stað og ég væri örugglega ekki að
þessu í dag ef ég hefði ekki tek-
ið þátt fyrir tíu árum,“ segir Inga
María að lokum.
arg
Inga María í draumastarfið sem
fyrsti verkefnastjóri Samfés
Inga María Hjartardóttir fékk nýlega draumastarfið.
Á föstudagsmorgun í síðustu
viku komu saman börn á Akra-
nesi fædd árið 2013 og 2014 af
öllum leikskólum Akraness í
Bókasafn Akraness og tóku lag-
ið. Viðburðurinn var undir for-
merkju Írskra vetrardaga sem
haldnir voru í bæjarfélaginu.
Börn af hverjum leikskóla fyr-
ir sig stóðu upp og sungu fyr-
ir gesti og að lokum sungu öll
börnin saman lagið Í leikskóla
er gaman.
arg
Leikskólabörn sungu saman
Börn frá hverjum og einum leikskóla stóðu upp og sungu eitt lag fyrir gesti. Börnin settu mörg upp bindi eða slaufu í tilefni dagsins.
Foreldrar, ömmur og afar, sem höfðu tök á, komu og hlustuðu á börnin syngja á Bókasafni Akraness. Það getur verið erfitt að standa upp fyrir framan hóp fólks og syngja en börnin
stóðu sig öll mjög vel.
Sungið af mikilli innlifun.