Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201912 Landssamtök landeigenda á Íslandi héldu aðalfund sinn í Bændahöll- inni síðastliðinn fimmtudag. Í ljósi þess að umhverfis- og auðlinda- ráðherra hefur nú lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á náttúr- verndarlögum gera samtökin alvar- legar athugasemdir við fyrirhugað- ar breytingar og telja að verði þær að lögum muni á ný skapast full- komið ófremdarástand á fjölsóttum ferðamannastöðum, eignarréttur landeigenda verði fótum troðinn og misskilinn almannaréttur sé gerður rétthærri en stjórnarskárvarin eign- arréttindi. Samþykkir hinum forna almannarétti Samþykktar voru á fundinum álykt- anir þessa efnis. Meðal annars er bent á að hinn forni almannarétt- ur hafi tekið til frjálsrar farar gang- andi manna um eignarlönd annarra og var ekki annað en umferðarrétt- ur í vegalausu landi. Rétturinn var undantekningarheimild frá ótví- ræðum eignarrétti og til þess gerð- ur að greiða för á milli tveggja staða á tímum þegar samgöngur voru með öðru sniði en nú er. Vegfar- endum bar að hlíta ströngum und- antekningum og greiða bætur eða sæta öðrum viðurlögum ef ekki væri að þessum reglum farið. Um þetta liggja fyrir fjölmargar lögfræðileg- ar fræðigreinar sem vart teljast um- deildar. „Samtök landeigenda eru ekki mótfallinn þessum forna al- mannarétti. Þvert á móti styðja þau þennan umferðarrétt almennings eins og hann hefur verið túlkaðir frá tímum Jónsbókar,“ segir í bókun frá fundinum. Óheimilt að innheimta gjald fyrir viðhald Þá segir að breytingartillögurn- ar geri ráð fyrir að landeigenda sé ekki lengur heimilt að takmarka eða banna för um land sitt nema við sér- stakar aðstæður og aldrei með gjald- töku fyrir aðgang. Hins vegar er heimilt að taka gjald fyrir bílastæði og gerð þeirra. Sérstaklega er tekið fram að ólögmætt sé að taka gjald vegna viðhalds ferðmannasvæða og hnykkt á því að lagning stígs eða bygging göngubrúa eða slíkra mann- virkja, feli ekki í sér þjónustu. „LLÍ telja þesssa afmörkun ólögmæta. Ekki fær staðist að gjald megi taka fyrir að búa til malarstæði fyrir bif- reiðar en að ekki megi taka gjald fyr- ir mannvirki til verndar náttúrunni svo sem malarstíga, tröppur, útsýn- ispalla, brýr og stiga. Hér er sönn- unarbyrði snúið við og lagt á herðar landeiganda að sýna fram á að beita megi takmörkunum. Allt mat er lagt í hendur stjórnvalda. Ljóst er að alla hugsun vantar í framsetningu þessa ákvæðis.“ Þá segir að gjaldtaka er samkvæmt tillögu að nýjum nátt- úruverndarlögum einungis heim- il ef um er að ræða endurteknar hópferðir í atvinnuskyni. Þannig er ekki heimilt að taka gjald fyrir hóp- ferð sem talin er koma í eitt sinn og ekki í atvinnuskyni, t.d. ferð gam- alla skólafélaga á tiltekið eignarland jafnvel þótt saman færu hundruðir manna á mörgum rútum. Snúist upp í andstæðu sína LLÍ benda á, að engin leið verður að reka ferðmannastaði með þeim takmörkunum sem fram eru sett- ar í frumvarpi að nýjum náttúru- verndarlögum. „Rekstaraðili eða landeigandi getur aldrei vitað hvort rúta sem kemur á staðinn er kom- in í fyrsta sinn eða er hluti af end- urteknu ferðakipulagi. Viðamikið eftirlitskerfi, starfsfólk og umstang, þarf til þess að komast á snoðir um það hvort viðkomandi gestir komu á eigin vegum, í rútu sem aðeins kom einu sinni, eða í rútu sem stundar endurteknar ferðir á sama staðinn. Landeigandi sem kýs að verja nátt- úruna með stígum, pöllum, tröpp- um, og öðrum viðlíka mannvirkjum á þess engan kost að fá kostnað sinn bættan. Bílastæði hafa forgang, nátt- úran ekki. Náttúrverndarlög hafa snúist upp í andstæðu sína,“ segir í ályktun LLÍ. Að lokum segir: „Landssam- tök landeigenda á Íslandi mótmæla skerðingu stjórnarskrárvarins eign- arréttar landeigenda með tilefnis- lausri lagasetningu sem mun einung- is skapa árekstra og uppnámsástand við stóra og smáa ferðmannastaði og verða náttúruvernd til skaða.“ mm/ Ljósm. SJ. Landeigendur telja drög að náttúruverndarlögum skerða stjórnarskrárvarinn eignarrétt Óttast að ófremdarástand geti skapast á fjölförnum ferðamannastöðum Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var í ályktun tekið undir ályktanir um- hverfis-, skipulags- og landbúnað- arnefndar er varðar umferðaröryggi og úrbætur í umferðaröryggismál- um. Því er beint til Vegagerðarinn- ar að vinna að úrbótum til að auka megi umferðaröryggi. „Brýnt er að hefja vinnu við hönnun á göngu- og hjólreiðastíg um Borgarfjarðarbrú þannig að framkvæmdir við það verkefni geti hafist sem fyrst. Sunnan Borgar- fjarðarbrúar er fjölsótt og vinsælt útivistarsvæði. Mikilvægt er að bæta aðgengi íbúa þéttbýlisins í Borgar- nesi og sívaxandi fjölda ferðafólks sem dvelur í sveitarfélaginu að þessu svæði og draga úr hættu gangandi og hjólandi fólks af mikilli umferð sem á leið yfir Borgarfjarðarabrú. Einn- ig tekur sveitarstjórn undir áherslur umhverfis-, skipulags- og landbún- aðarnefndar um nauðsyn þess að bæta umferðaröryggi á vegkaflanum frá Borgarfjarðarbrú að Hvanneyri og áfram upp að Kleppjárnsreykj- um. Veðrasamt er á þessum vegkafla og því mikilvægt að fjölga vindmæl- um á þessari leið. Þörf fyrir fjölgun vindmæla er síðan víðar fyrir hendi á Borgarfjarðarbraut. Þessu tengt er rétt að minna á mikilvægi þess að setja upp vegrið á ákveðnum köflum í nágrenni Grjóteyrar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar skorar því á Vega- gerðina að hefjast handa við fyrr- greind verkefni og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi á fyrrgreind- um stöðum.“ mm Vilja að umferðaröryggi verði bætt á nokkrum stöðum í Borgarbyggð Borgarfjarðarbrú 2005. Ljósm. úr safni: Mats Wibe Lund. Bæjarráð Akraness samþykkti á síð- asta fundi sínum að lengja opnun- artíma Guðlaugar, heitrar laugar við Langasand. Lengdur opnun- artími tók gildi þegar í stað. Guð- laug er nú öllum opin án endur- gjalds miðvikudaga til föstudaga frá kl. 16:00 til 20:00, milli kl. 10:00 og 16:00 á laugardögum og frá 12:00 til 18:00 á sunnudögum. Þannig verður það á tímabilinu 1. septem- ber til 30. apríl. Sumaropnun frá 1. maí til 31. ágúst verður frá kl. 12:00 til 20:00 alla daga nema miðviku- daga og laugardaga, en þá verður opið frá 10:00 til 18:00. Lengdur opnunartími Guðlaug- ar kemur til með að kosta 6,8 millj- ónir króna, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs. Viðbót- arkostnaðinum verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi bæjarsjóð, sem er áætlað að verði um 416 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun. „Eftirspurn eftir auknum opnun- artíma hefur verið mikil og bindur bæjarráð vonir við að íbúar og aðr- ir gestir laugarinnar verði ánægð- ir með þessar breytingar. Guðlaug hefur frá opnun verið mjög vel sótt, gestir laugarinnar hafa verið alls um 3000 og virðast flestir gestanna vera hæstánægðir með mannvirk- ið og kosti þess,“ segir í frétt á vef bæjarins. „Akraneskaupstaður hef- ur unnið markvisst að því að bæta aðstöðuna við og frá lauginni niður á Langasand og með vorinu kem- ur nýtt þjónustuhús með salernum, stóru steinarnir í fjörunni verða fjarlægðir o.fl.“ kgk Opnunartími Guðlaugar lengdur Guðlaug er heit laug við Langasand á Akranesi. Ljósm. úr safni/ mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.