Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201910 Rauði krossinn á Akranesi og Hval- fjarðarsveit hélt aðalfund sinn 18. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var Ursula Árnadóttir kosin for- maður en Alda Vilhjálmsdóttir, sem gegnt hefur formennsku um áraraðir, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Tilgangur Rauða krossins er að vernda líf og heilsu og tryggja virð- ingu fyrir mannlegu lífi, vinna að gagnkvæmum skilningi, vináttu og samstarfi meðal manna. Hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðun- um. Á Akranesi er unnið ötullega að markmiðum hreyfingarinnar og þar starfa nokkrir hópar í þeim tilgangi, t.d. heimsóknarvinir, prjónahópur, barnahópur, skvísuhópur fyrir kon- ur úr hópi nýbúa, matarhópur þar sem framandi menning og matur er kynntur. Auk þess býður deild- in uppá námskeið í skyndihjálp og er eitt slíkt ráðgert 1. apríl nk. og skráning stendur yfir. Í vor verð- ur boðið uppá námskeiðið Börn og umhverfi. Til fjáröflunar hefur deildin haft til sölu lopapeysur og ýmislegt fleira. Ef einhverjir eiga lopapeysur sem viðkomandi vill gefa til góðs málefnis, þá má gjarn- an koma með þær til okkar, jafn- vel hálfkláraðar peysur. Félagið er með starfsemi sína í eign húsnæði að Skólabraut 25a á Akranesi og þar er opið frá kl. 10 – 14 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Nýir og gamlir félagar eru hjartanlega vel- komnir. -fréttatilkynning Formannsskipti hjá RKÍ á Akranesi og Hvalfjarðarsveit Alda Vilhjálmsdóttir og Ursula Árnadóttir, nýr formaður RKÍ deildarinnar á Akranesi. Það var létt og skemmtileg stemn- ing í árlegri keppni Bridgefélags Borgarfjarðar í einmenningi, sem spiluð var á mánudagskvöld. Spilað var á sjö borðum og með- al þátttakenda voru ungir spilarar sem í vetur hafa tekið þátt í ung- liðabridds, kennslu undir leið- sögn Ingimundar Jónssonar. Jafnt var í efstu sætum á mótinu utan þess sem forysta Magnúsar Magn- ússonar, skipasmiðs frá Akranesi, var býsna afgerandi allt mótið. Fór svo að hann bar sigur úr být- um með 60,4% skori. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 54,5% voru Einar Guðmundsson á Akranesi og Egill Kristinsson í Örnólfsdal. Fjórði var Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum og Baldur Björnsson á Múlastöðum í fimmta sæti. Helga Jónsdóttir frá Kópareykjum varð í sjötta sæti en hún er ein af nýlið- unum sem stundað hefur ungliða- bridds í vetur og var hún að spila á sínu fyrsta móti. mm Borgfirðingar gestrisnir í einmenningnum Sigurvegarar í einmenningi BB. F.v. Einar Guðmundsson, Egill Kristinsson, Magnús Magnússon og þær Helga Jónsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir, sem urðu efstar af konunum. Héraðsþing Héraðssambands Snæ- fellsness og Hnappadalssýslu var haldið í Stykkishólmi á fimmtu- dag. Þar voru meðal annars veitt- ar viðurkenningar fyrir starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Það voru þau Ríkharður Hrafnkelsson, Gunnar Svanlaugsson, María Alma Valdimarsdóttir og Davíð Sveins- son sem voru heiðruð fyrir sitt framlag. Jóhann Steinar Ingimund- arson, stjórnarmaður UMFÍ, af- henti starfsmerki UMFÍ og Garð- ar Svansson, stjórnarmaður ÍSÍ, af- henti viðurkenningar fyrir hönd sambandsins. Ríkharður var sæmdur gull- merki ÍSÍ. Hann varð árið 1984 fyrsti formaður Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi og gegndi formennsku til 2009, en hann var auk þess forsvarsmaður að stofn- un klúbbsins. Þá hefur hann starf- að fyrir körfuknattleikssambandið og setið þar í mótanefnd til nokk- urra ára. Ríkharður fékk gullmerki KKÍ 1991, gullmerki GSÍ 2004 og silfurmerki ÍSÍ 2003. „Hann hefur starfað vel fyrir íþróttahreyfinguna og starfar ennþá. Hann er í vallar- nefnd Mostra auk annarra verkefna fyrir Héraðssambandið og aðrar íþróttagreinar,“ segir á Facebook- síðu HSH. Gunnar Svanlaugsson var einn- ig sæmdur gullmerki ÍSÍ. Hann er núverandi formaður kkd. Snæfells og hefur verið virkur í starfi félags- ins alla tíð. Hefur hann í gegnum tíðina keppt og þjálfað í flestum íþróttagreinum sem stundaðar eru hjá Snæfelli, að því er fram kemur á síðu HSH. María Alma Valdimarsdóttir var sæmd silfurmerki ÍSÍ fyrir sitt framlag til íþróttahreyfingarinnar. Hún hefur setið í aðalstjórn Snæ- fells óslitið frá því árið 1993, fyrst sem ritari en sem gjaldkeri frá 1997. Hún var í stjórn sunddeildar og keppti lengi í sundi og blaki fyrir Snæfell. Þá annaðist hún sundþjálf- un félagsins um langt skeið. Davíð Sveinsson var sæmdur starfsmerki UMFÍ. Hann hefur lengi setið í stjórn Snæfells, var for- maður frá 1989-1990 og hefur set- ið í stjórnum flestra deilda félagsins undanfarin 40 ár og er enn gjald- keri körfuknattleiksdeildarinnar. Áður keppti hann lengi í körfubolta og fótbolta fyrir Snæfell og hef- ur lagt sitt af mörkum í þjálfun og dómgæslu fyrir félagið. kgk Snæfellingar heiðraðir á héraðsþingi HSH Gunnar Svanlaugsson, Davíð Sveinsson, María Alma Valdimarsdóttir og Rík- harður Hrafnkelsson. Ljósm. HSH. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir ósk- aði eftir lausn frá störfum sem kjörinn aðalfulltrúi í sveitarstjórn Borgarbyggðar í lok febrúar síðast- liðins vegna flutninga. Beiðnin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar á fimmtudaginn, 14. mars, og sam- þykkt. Að fundi loknum tók Sigríð- ur til máls þar sem hún fór yfir tím- ann sinn í Borgarbyggð, þakkaði öllum sem hún hefur starfað með á vettvangi sveitarstjórnarmála fyr- ir gott samstarf og óskaði þeim sem eftir sitja í sveitarstjórn velgengni í að gera Borgarbyggð enn betri. „Ég er að flytja á Ísafjörð þar sem ég á mann. Ég er svo heppin að starfa sem sviðsstjóri skógræktarauð- lindasviðs Skógræktarinnar. Það er starf án staðsetningar og ég get því tekið vinnuna með mér,“ segir Sig- ríður í samtali við Skessuhorn. Sigríður hefur unnið fyrir VG í Borgarbyggð frá árinu 2002 og seg- ir starf sitt fyrir flokkinn hafa ver- ið mjög ánægjulegt. „Ég vann lengi vel bara að svona almennum félags- málum en í kosningunum árið 2014 var ég svo með á lista og var vara- maður í sveitarstjórn fram að ára- mótum 2017-2018. Þá tók ég sæti í sveitarstjórn í stað Ragnars Franks Kristjánssonar. Í kosningunum síð- asta vor skipaði ég annað sæti á lista VG og náði kjöri,“ segir Sigríður. Nú þegar hún svo hverfur á braut kemur í hennar stað Guðmund- ur Freyr Kristbergsson á Háafelli í Hvítársíðu. „Við erum heppin að fá þennan fína geitabónda inn og Guðmundur á eftir að standa sig vel. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég hef fengið í þessu emb- ætti. Það hefur verið lærdómsríkt og er eitthvað sem maður býr alltaf að,“ segir Sigríður að endingu. arg Sigríður Júlía hættir í sveitarstjórn Sigríður Júlía hættir í sveitarstjórn. Ljósm. úr safni Keilir, nýjasta skip Olíudreifing- ar, kom í fyrsta skipti til hafnar í Ólafsvík í síðustu viku. Keilir kom til landsins 13. febrúar síðastlið- inn frá Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Keilir er 49 metra langur, búinn átta farmgeymum og getur flutt allar tegundir af eldsneyti sem í boði eru hérlendis. Dælugeta þess er þrefalt meiri en Laugarnessins, hins 40 ára gamla elsneytisflutn- ingaskips sem Keilir hefur nú leyst af hólmi. þa Nýtt olíuflutninga- skip á ferðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.